Eruð þið ekkert að fatta þetta?

Já þetta er algjört grín, en staðreyndin er nú sú að það er bara ekkert pláss í fangelsum og lööööng bið eftir afplánun, því miður veldur þetta því að menn ganga lausir og afleiðingar eru afar vægar við afbrotum sem þessum. Gæsluvarðhaldsklefar eru fullir allstaðar og nú er það þannig að einangrunarklefa Litla Hrauns eru allir uppteknir svo þar er engin leið að setja þá erfiðustu í einangrun.


Það þarf að þjóðnýta aðalstöðvar Íslandsbanka/Glitnis við kirkjusand ásamt gamala strætósvæðinu og gera það að fangelsi, húsið er virkilega vel til þess fallið og lýtur meira að segja út einsog fangelsi, strætósvæðið gæti svo nýst sem viðhaldsplan fyrir ríki og bæ þarsem hægt er að gera við og janfvel byggja einhverja skemmtilega hluti sem nýtast okkur í kreppunni sem framundan er, jafnvel tilraunamatvælaframleiðslu með áherslu á nýbreitni og fullvinnslu. Þeir se gerst hafa sekir um ræktun geta svo sett upp gróðurhús og svo er þarna kjörið tækifæri fyrir markað svo fangelsið getur að vissu leyti rekið sig sjálft.

Sérálmu er hægt að gera fyrir fjárglæframennina okkar þarsem þeir verða nýttir til að hjálpa til við að gera upp fortíðina og segja okkur satt  um hvað gerðist í bönkunum, þeir sem sýna samvinnu fá afslátt á refsingum og hóflega launað starf við að endurreisa bankakerfið, hér þarf að búa til nýjar leikreglur og refsa þeim sem virkilega valda fjöldanum skaða.


Þar gæti líka farið fram síbrotavistun og frelsissvipting fyrir fíkla til endurhæfingar, þarsem ég trúi lítið á að dæma veikt fólk í fangelsi og ég persónulega tel eiturlyfjaneitendur undir veikt fólk sem þarf hjálp.

Þarna væri hægt að kalla saman þá aðila sem vinna að endurhæfingu fíkla, SÁÁ, Samhjálp, Samstöðu, Krýsuvíkursamtökin, Fangelsismálastofnun, Landspítalann, Hjálpræðisherinn, Ekron auk allra sem ég er að gleyma. Halda einn fund og bjóða ÖLLUM að starfa innan þessarar stofnunnar, án samkeppni því að ekki henta allar meðferði öllum, svo að fangarnir/sjúklingarnir fái virkilega hjálp til að komast útúr þessu lífi ef þeir kjósa svo. Svo er það að hafa öflug og góð samskipti við þá sem eru í hinum ýmsu 12 spora samtökum um mikið starf innan vegja þessa "Endurhæfingarfangelsis" sem án spaugs er að miklu leyti byggt á Kardemommubænum.

Ég er draumóramaður en ég er ekki sá eini og þetta er vel geranlegt.

Stundum er mesti sigurinn falinn í uppgjöfinni og eftir það að velja sér bardagana sem taka skal og forðast hina sem eru algjörlega fyrirsjáanlega tapaðir.


mbl.is Innbrotsþjófur í tveggja vikna gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með gömlu leiðina; að senda síbrotamenn út í papey eða vel valda eyju þar sem þeir geta beitt sér af fullum þunga í því að komast af.  Þetta myndi lágmarka þann kostnað sem samfélagið þarf að bera af þessum óþarfamannskap.

Bergþór (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Viðey væri betri, þá gætum við séð þá engjast, þ.e.a.s. ef við eigum öflugan kíkir eða bara stjörnukíki.  Svo myndu þeir reyna að synda í land og drukkna hver um annan þveran.

Bergþór, þú ert með lausnina.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.6.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband