Eru mótmælin loks að snúast uppí andhverfu sína?

Semsagt þegar hægri menn hvetja til mótmæla þá auglýsir mbl.is það með dags fyrirvara og flytur nákvæmar fréttir af þeim en þegar þau eru ætluð ung-VG þá er allt með kyrrum kjörum o glítið gert úr þeim skipulega? Skrítið, en gangi öllum vel sem vilja mótmæla, það er svo hressandi.

Ég fyrir mitt leyti sé ekki alveg hver krafan er.....

 


mbl.is Fimm handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

...krafan er einföld. Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda.

Þór Jóhannesson, 8.6.2009 kl. 19:51

2 identicon

Burt með vinstri græna þeim er ekki treystandi enda gamlir kommúnistar og eiginhagsmunaseggir sambanber Steingrím Sigfússon.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 20:11

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Krafan er, eins og við ræddum í gærkvöldi Gústi, að ganga ekki að samkomulaginu eins og það liggur fyrir núna. Voða einfalt.

Baldvin Jónsson, 8.6.2009 kl. 20:16

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Strákar mínir, ég þekki fólkið sem var handtekið og ég get vottað það að EKKERT þeirra vill sjá sjallana aftur í stjórn...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.6.2009 kl. 20:59

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ef fólk vildi nú róa sig aðeins.

Hverjir og hvernig væri mótmælt ef Slysavarnarfélagið. Félag langveikra barna, Krabbameinsfélagið og margir Íslendingar hefðu verið vélaðir til að leggja sparifé sitt inn á erlenda banka með ríkisábyrgð. 

Það er með ólíkindum hvað fólk á erfitt með að setja sig í annarra spor, nema þegar það er af öfund.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.6.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kæra Ingibjörg, ertu til í að fórna hverju sem er í íslensku samfélagi til að standa undir samkomulaginu í núverandi mynd við Breta?

Fólkið sem þú lýsir hér að ofan hefur þegar fengið allt sitt greitt. Deilan okkar stendur við bresku ríkisstjórnina ásamt þeirri hollensku.

Ég á almennt auðvelt með að setja mig í spor annarra, það er einmitt ein megin ástæða þess að ég finn mig knúinn til þess að berjast gegn þessu.

Baldvin Jónsson, 8.6.2009 kl. 22:20

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég vissi nú alveg að það væru ekki SUS arar sem hefðu verði handteknir......

En afhverju eru menn svona vissir um að Steingrímur J og Svavar séu að selja þjóðina á vonarvöl að ganni sínu?

Ég er persónulega frekar bjartsýnn á það sem ég hef séð af þessu, ekki það að valkosturinn mun skila okkur svo til sömu niðurstöðu, við þurfum að geta séð okkur fyrir nauðsynjum hér næstuárin mikið meira verður það ekki.

Breska krúnan gefur ekkert og hefur aldrei gert....

Einhver Ágúst, 8.6.2009 kl. 22:27

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Afhverju ættu Bretar að gefa okkur eftir þessar skuldir?  Mér er spurn.  Þið látið eins og Bretar og Hollendingar hafi svikið fé út úr okkur en ekki öfugt.

Icesave reikningarnir voru uppfundnir af íslensku banka og útrásarbullum til að auka og redda lausafjárstöðu bankanna í erlendri mynt.  Þetta var hægt með því að Geir H Haarde, Árni Matt, og Framsóknarkólfarnir þ.e.a.s. ríkisstjórn þess tíma samþykkti þetta og gengu í ábyrgð fyrir skúbbinu.   OG hvar stöndum við nú?  Kannski að Bjarni Ben geti samið um að greiða þetta á næstu árum vaxtalaust og án verðtryggingar eins og hann ákvað einhliða að greiða styrkina sem sjallavallarnir fengu hjá útrásarbullunum.  Baldvin Jónsson.  Ég fórna lífinu fyrir æruna.  Ekki með nokkru móti vil ég lifa við það að hafa svikið, prettað og logið fé út úr fólki.

Við erum samábyrg sem samfélag.  Og mér þykir það helvíti hart að þurfa að axla ábyrgð á samlöndum mínum, þeim sem ég tel vera ábyrgðarlausa glæpamenn.  Ég rembist við að reyna að senda þeim ljós í stað þess að hata þá og fyrirlíta. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.6.2009 kl. 22:40

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ingibjörg, æruna vil ég verja sömuleiðis og það af krafti. Sjálfsvirðinguna líka.

Við höfum þó í dag afar sterka samningsstöðu og getum samið mun betur en nú liggur fyrir. Ef Bretar og Hollendingar vissu ekki sem væri, að réttarstaða þeirra er afar veik, hefðu þeir lögsótt okkur strax í október á síðasta ári. Þeir gerðu það hins vegar ekki, heldur sendu hingað jakkaföt til þess að reyna að komast að sem bestu samkomulagi.

Á sama tíma biðluðu þeir til ESB, AGS og nágrannalanda okkar um aðstoð við að þrýsta á okkur um að ganga að skilmálum þeirra.

Stöndum við okkar segi ég, en semjum ekki um eitthvað á forsendum sem við getum aldrei staðið við. Það er jafn óheiðarlegt á endanum og að greiða bara ekki krónu.

Baldvin Jónsson, 8.6.2009 kl. 23:30

10 identicon

Bretar tóku skatt af innistæðunum. !

Bretar geyma fjármagnið á Bresku Jómfrúareyjum í skattskjóli Bretadrottningar !

Bretar voru aðalhönnuðir gölluðu innistæðutryggingarlagana !

Allur peningur sem lagður var inn á Icesave reikninga fóru aftur út í bresk þjóðfélag, ESB landa eða Jómfrúareyja.

Ekkert af þessu kom heim..

Bretar lögðu á okkur hryðjuverkalög og geymdu pening Landsbankans á 0% vöxtum.

Vextirnir á láninu sem Bretar ætla að lána okkur jafngildir 200 þús tonn af þorskkvóta á ári! Núna eru leyfðar veiðar 150 þús tonn á ári !

Við berum ALLA áhættu af þessu láni.

Og munum kannski geta einhvertíma í framtíðinni ef hugsanlega kannski aðstæður verða með einhverjum líkindum betri...  svona svipað og Útrásarvíkingar og fyrri Ríkisstjórn töluðu fyrir hrun !

Hvað gerist ef við getum ekki borgað? Við getum ekki borgað þetta... það ætti hver heilvita maður að sjá. Þá verða auðlindir okkar hirtar ein eftir annari... af því að við erum´BÚIN að skrifa undir þennan horbjóð.

Að verja þennan horbjóðar samning er algjört hneyksli.

Að láta kúga sig og koma þjóð í ævarandi þrælsánauð fyrir 7 ára "frið" er forheimska og skammsýni af verstu gerð.

Að sýna slíkan undirlægjuhátt er ekki sterkri og viti borinni þjóð bjóðandi...

Standið með ykkar þjóð !!

Björg F (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 01:33

11 Smámynd: Þór Jóhannesson

Holleskir og Breskir fræðimenn eru brjálæðir yfir hversu Íslendingar ætli að sleppa vel - það yrði kaldhæðni örlaganna ef brennuvargarnir (Framsókn og Sjálfstæðisflokkur) komu í veg fyrir þetta slökkvistarf með aðstoð nokkur kjána sem mótmæla öllu (alveg sama hvað) og tilheyra víst þessari nýju Borgarahreyfingu núna þegar það hentar þeim í persónulegu framapoti sínu.

Þór Jóhannesson, 9.6.2009 kl. 01:53

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Úff, nú ber ég við veikindum og segi bara pass á frekari umræðu í nokkra daga.....

Verð góð við hvort annað á meðan.

Einhver Ágúst, 9.6.2009 kl. 12:41

13 Smámynd: Þór Jóhannesson

já það er kannski bara best Gústi - þetta bull er með eindæmum!

Þór Jóhannesson, 9.6.2009 kl. 17:21

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Baldvin þetta er ekki rétt hjá þér.  Og við erum ekki í sterkri stöðu, það fer víðs fjarri.

Ég ætla ekki að bera við veikindum, en leti frekar.  Hef ekki tíma til að útskýra þetta nánar.  En það er ekki rétt Björg að Bretar hafi tekið innistæðurnar, heldur okkar eigið fólk sem setti þessa reikninga á laggirnar til að bæta lausafjárstöðu íslensku bankanna eða útrásarvíkinganna svo þeir gætu leikið sér aðeins lengur.

Það gerðu þeir svikalaust, - og það í boði Geira og Grana.  Þeir eyddu hverri krónu, hvað svo sem þeyr gerðu við ´þær.

En mundu að það var í boði ríkisstjórnarinnar, því þeir þurftu að ábyrgjast skúbbið til að hægt yrði að opna þessa reikninga.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.6.2009 kl. 21:21

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ingibjörg, ég legg fram rök máli mínu til staðfestingar. Hver eru þín? Einföld fullyrðing?

Sterk samningsstaðar getur líka verið í því fólgin að hafa mögulega ekki stuðning þjóðarinnar sem og einfaldlega enga peninga. Samanber góðir samningar sem hægt er að ná þegar að gjaldþrot liggur fyrir hjá aðila.

Ég endurtek að hefðu Bretar fullvissu hefðu þeir einfaldlega farið með málið í innheimtu í stað þess að hringja í alla granna okkar til að setja þrýsting á þá um að styðja okkur ekki í málinu. Tryggingsjóðakerfi ESB er allt undir því ef raunin er sú, sem við viljum láta reyna á, að Tryggingasjóðunum beri ekki að greiða umfram eigin eignir við hrun, að þá mun allt kerfið hjá ESB hristast hressilega og líklega hrynja.

Baldvin Jónsson, 9.6.2009 kl. 22:29

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Rök mín eru einföld og ég hef þegar skýrt þau.  Icesave reikningarnir áttu að vera super lausn á stöðu bankanna. sem var lausafjárþurrð, vegna þess að útrásarvíkingarnir höfðu í boði þeirra Geira og Grana fengi óheft frelsi til að ráðstafa innlánsreikningum Íslendinga bæði í krónum og erlendri mynt.

Stjórnmálamenn skv. Evu Joly áttu að vita að sú ráðstöfun sem gerð var, þ.e.a.s. að stofna þessa reikninga í ríkisábyrg var áhætta sem ekki stæðist skoðun. og tryggt væri ef ekki eitthvað annað kæmi til sem stæði undir þessarri ábyrgð svo sem framleiðsluaukning og útflutningur á öðru en verðlausum pappírum, (bíddu ég þarf að draga andann) þá myndu bankarnir fara í þrot.  Sem þeir síðan gerðu með eftirminnilegum hætti.

Ég er ekki lærður hagfræðingur en veit að ef maður gengur í ábyrgð með undirskrift, þá er maður látinn axla hana, eða gerður upp ella.

Ég hefði svo sem ekkért á móti því að fara bara aftur undir Dani eða Norðmenn, en þeir vilja bara ekki taka við okkur.

Samningsstaða okkar er bágborin, þú hefur ekkert fyrir þér í því að löndin í kring um okkur séu undir hælnum á Bretum.  Ég þori að fullyrða að svo sé ekki og eru þær byggðar á samtölum mínum við fólk sem kannski veit meira en þú og ég.  Ég er ekki að tala um miðla eða æðri máttarvöld, en hef sambönd við Norðurlönd.

Til þess að einangrast ekki hérna í miðju Atlandshafi erum við nauðbeygð til að gera þessa nauðungarsamninga og við höfðum ekki tíma til að láta frekar reyna á þetta.  Það má vel vera að við þurfum að lifa undir fátækramörkum í einhvern tíma, en ég er bjartsýn að eðlisfari, veit að við bjuggum, grálúsug í moldarkofum fyrir ekki svo margt löngu.  Við munum komast út úr þessu og með sóma og sanni, ef íhaldinu og Framsóknaramlóðum verður haldið frá stjórn þessa lands.

Vinstri grænir og Samfylking munu eflaust gera einhver mistök, en ég treysti þeim betur en nokkrum öðrum ef frá er talið Dönum og Norðmönnum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.6.2009 kl. 22:47

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæl aftur. Icesave reikningarnir eru tryggðir með lögum um Tryggingasjóð eins og ég hef sjálfur bent á. Óvissan, svo að ég endurtaki mig, lítur ekki að því hvort að Tryggingsjóði beri að greiða, heldur að því hvort að ríkið beri ábyrgð á mismuninum eigi Tryggingsjóður ekki eignir fyrir kröfunum.

Það hefur verið upplýst í umræðunni af íslenskum stjórnmálamönnum að Bretar hafi hringt í granna okkar. Telurðu þá hafa verið að ljúga því að okkur líka?

Og svo ég endurtaki aftur, séum við nauðbeygð til að semja, verðum við eigi að síður að semja á þann máta að við getum mögulega staðið við þá samninga. Þetta samkomulag sem nú er kynnt er ekki eitthvað sem hægt er að telja líklegt að við ráðum nokkurn tímann við að greiða.

Og til að fyrirbyggja allan misskilning sem nú virðist vera örfáum VG unglingum kappsmál að dreifa. Þessi mótmæli hafa ekkert með Sjalla að gera eða að koma þeim aftur til valda. Satt best að segja tek ég heilshugar undir með Þór Saari þegar að hann segist undrast það stórkostlega á hverjum degi þegar að hann mætir til vinnu á Alþingi, að þeir skuli hafa vogað að láta sjá sig þar enn einn daginn.

Baldvin Jónsson, 9.6.2009 kl. 22:58

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Allt í lagi Baldvin, ég er svo sybbin að ég dreg allt til baka sem ég hef sagt og held hinu gagnstæða fram og býð þér og öllum bloggurum góðrar nætur. þó sérstaklega bið ég fyrir eiganda þessarar síðu sem við erum að naggast á. (Höldum því endilega áfram næstu daga)

Góða nótt Gústi minn, Guð varðveiti þig sérstaklega og verndi næstu daga.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.6.2009 kl. 23:37

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ingibjörg láttu mótmælaþráhyggjusjúklinga ekki slá ryki í augu þín - það er ekki sprottið undan nokkrum unglingum í VG að þessi mótmæli séu skipulögð af Sjöllum. Stofnandi hópsins á Facebook - hópsins sem hefur hátt í 100 sinnum verið vitnaði í í fjölmiðlum auðvaldssins sl. daga er stofnaður af Hirti J. Guðmundssyni sem er meðlimur í SUS (Sambandi Ungra Sjálfstæðismanna). Þú sérð líka á ummælum á eyjunni.is að þar er mönnum fyrst og fremst og efst í huga að koma VG og Samfylkingu frá völdum og fá Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda. Þeim er skítsama um IceSave en notfæra sér óánægjuna (auðvitað erum við öll óánægð með að þurfa að borga þetta - þökk sé Sjálfstæðisflokknum) til að ginna til liðs við sig meðalgreinda samsæriskenningarsmiði sem hópast hafa saman í undir merkjum Borgarhreyfingarinnar - enda virðast allir sem hafa sæmilega greind og áður ljáð hreyfingunni nafn sitt skammast sín fyrir að tilheyra þessum hópi fólks í dag.

Þór Jóhannesson, 10.6.2009 kl. 00:23

20 Smámynd: Þór Jóhannesson

og að lokum Sigurlaug Ragnarsdóttir (samsæriskenningasmiður nr. 1 á Íslandi) er einnig stjórnandi í þessum Facebook hóp og hefur hún lokað og læst á alla sem hafa mætt á athugasemdakerfið og haldi úti gagnrýni á þessi mótmæli (Hjörtur sver af sér að hafa ekki hent mér út svo Sigurlaug er ein eftir sem hefur vald til þess í hópnum).

Svona vinnur þetta auðvaldsdýrkandi lið - ritskoðar eftir hentugleik á Facebook í áróðursstarfsemi sinni til að koma auðvaldinu aftur að kjötkötlunum, álíka merkilegt lið og skoðannabræður þeirra í nútíma Kína kapítalismans!

Góðar stundir.

Þór Jóhannesson, 10.6.2009 kl. 00:26

21 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þakka þér Þór, það er engin hætta á því.  Ég er staðfastari en svo en þegar ég er syfjuð og þarf að leggja mig þá vægi ég í augnablikinu og hefst svo handa strax þegar ég hef hvílt mig.  Ég nennti ekki að fjargviðrast áfram við Baldvin í gær. 

Ég kaus ekki Borgarahreyfinguna og hefði aldrei gert, enda annaðhvort undir eða yfir meðalgreind.

Ég vona svo sannarlega að mér og þér ásamt okkar líkum fáum staðið vörð um rettlæti, virðingu og heiðarleika.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.6.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband