SS fjármögnun???

Þetta er afar slæm tímasetning fyrir ofurlögfræðinginn Sigurð G, hann eyðir tíma sínum í að verja kerfið og kallana innan þess vegna eigin hagsmuna í þeirra þágu, og svo poppar upp svona óþægileg "mistök".

Hann ræðst að Evu Joly fyrir að hún sé ósanngjörn við Valtýr Sigurðsson og telur hana vanhæfa til starfa, samt er hann virkur leikmaður úr hruninu og var greinilega virkilega upptekinn af að aðstoða þá sem minnst máttu sín í bankahruninu, það þýðir að menn sem eiga eiginn lífeyrissjóð geta lánað sér peninga af skattfrjálsum peningum með lágum vöxtum í mörg ár, það mörg ár að manni jafnvel grunar að aldrei eigi að borga það, var það ekki tilgangurinn með kúlulánunum?

Allir eiga rétt á verjanda og allir eiga að vera jafnir gagnvart lögunum, en ofurlögfræðingar einsog Sigurður G eru bara þarna til að hlunnfara kerfið og stefna hagsmunum almennings í stórhættu, Sigurður G er snjall en það er óþarfi að gera lögin þannig að hann geti gert bara það sem honum dettur í hug.

Veð í hálfu húsi er svo auðvelt ef það þarf að innkalla það til fyrirtækis sem Sigurjón á("lifeyrissjóðurinn"), þá verður húseignin bara heimilisfang ehf og Sigurjón borgar frúnni leigu, getur ekkert klikkað, og ef það er eitthvað vesen þá kemur bara Siggi G og reddaressu.

Þess má líka geta að Sigurður G var stjórnarmaður í Íslandsbanka, hvernig væri að svipta þá sem settu bankana í þrot fjárhagslegu sjálfstæði einsog Bresk stjórnvöld gerðu við Ísland? Timabundið á meðan rannsókn stendur, því miður fara glæpamenn oft aftur á vettvang glæpsins og reyna að skemma fyrir rannsókninni, það kann Sigurður G öðrum fremur.

Skrítið að fá svona mikla vinnu ef maður er alltaf að gera einhver "mistök".

 


mbl.is Sigurjón lánaði sjálfum sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurjón á ekki þennan sjóð það eru rúmlega 2500 manns sem eiga í þessu sjóði!

Þessi sjóður er í vörslu nýja landsbankanns!

það sést að sama kennitala er á lánaskjali Sigurjóns og sjóðnum!

smellið á linkinn þá opnast blað frá LI um þenna sjóð:

www.landsbanki.is/markadir/sjodir/einblodungar/?orderbookid=15028

þessar upplýsingar eru á síðu landsbankans, þar kemur fram að hve margir sjóðsfélagar eru og kennitala sjóðsins, sem er sú sama og á skuldabréfi Sigurjóns?!

– Fullgildur séreignarsjóður
– Viðbótariðgjald er séreign og erfist skv. erfðalögum
– Sjóðurinn var stofnaður árið 1999
– Stærð sjóðsins í janúar 2009 var 1,335 m.kr.
– Fjöldi sjóðsfélaga í janúar 2009 var 2.514
– Kennitala sjóðsins er 570299-9219
– Reikningsnúmer sjóðsins er 111-26-502960
– Lífeyrissjóðanúmer 932

runar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:46

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Og er það þá í lagi?

Einhver Ágúst, 13.6.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við munum berjast og réttlætið sigrar!  En til þess þarf elju og þor, kraft og seiglu. Hinn íslenski almenni borgari á nóg til að öllu þessu og uppgjörið verður fyrr en varir.

Burt með spillinguna!

Við höfum það gott í Óbamalandi, hlýtt og notalegt. Körfuboltanet fyrir utan og pabbi þinn alsæll.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.6.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband