13.6.2009 | 23:51
Næsland.is
Svona gerum við í fjölskyldunum okkar, er einhver furða að við séum búin að koma okkur útaf korti í alþjóðlegum viðskiptum?
Þarna er að sjá kjarnann í Íslnesku viðskiptalífi, fólk sem svíkur eigið blóð og þjóð fyrir eigin gróða og hagsmuni, mikið er þetta sorglegt og mikið hlítur svona fjölskyldu að líða illa.
En hvað endurspeglar þetta ykkur um okkur sem þjóð, ég get alveg staðið á því að þar sem ég hef ekki komist í aðstöðu til ða svíkja út svona mikið fé sé ég eitthvað "meira" heiðarlegur en þetta fólk.
En hvað hefðum við gert hver og eitt okkar?
Þekkja ekki allir til náinna vina og ættingja sem hafa deilt um arf og kvóta svo ekki grær aftur, geta allir bloggarar og manneskjur á þessu landi svarið sig alheilbrigð og með það sterk bein að slíkar freistingar hafi engin áhrif?
Erum við manneskjur sem bara þurfum Sigurð G eða annann slíkann lögfræðing til að sýna okkur götin í lögunum svo við getum makað krókinn, því miður sýnist mér það.......
Lagaramminn er götóttur og góðu lögfræðingarnir og dýrustu leika sér að honum daglangt, þeir gera það sem þarf, á meðan kerfiskallar sem Valtýr og aðrir dómarar og saksóknarar kvarta undann fátæklegum aðbúnaði og litlum peningum.
Skip og veiðiheimildir í nýtt félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talandi um að lagaramminn sé götóttur. Höldum til haga að vissulega eru tveir "ráðgjafar" með í spilinu allan tímann. Lögmaðurinn heitir Helgi Jóhannsson og endurskoðandinn er Jónas Gestur Jónasson forsvarsmaður Deolitte í Ólafssvík. Báðir eru þeir menn lítilla sanda og standa og sitja eins og sækópatinn Sigurður Sigurbergsson segir þeim.
Hér er á ferðinni gjörsamlega siðspilltur framkvæmdastjóri (húsasmiður) sem tvisvar hefur dregið launþega fyrir hæstarétt og tapað í báðum tilfellum. Hvaða alvöruframkvæmdastjóri myndi haga sér svona? Maðurinn er greinilega gjörsamlega búinn að vera og síðasta útspil hans útilokar hann jafnvel frá byggingarbransanum, en í þeim efnum kalla Grundfirðingar nú ekki allt ömmu sína ef ég man það rétt!
Sigurður Sigurbergsson er alls ekki dæmigerður framkvæmdastjóri í útgerðarfyrirtæki. Hann rekst inn í fjölskylduna sem kúgandi eiginmaður, sem sakir fremur veikrar fyrirstöðu frá öðrum fjölskyldumeðlimum kemst til metorða sem eru í engu samhengi við getu eða gáfur.
Í næstum eftirlitslausu umhverfi og umhverfi gjörsamlega óhæfra stjórnvalda, sem er viðskiptaráðuneytið (Björgvin og hans ráðuneytisstjóri) sem neytaði að skipa rannsóknarnefnd og senda inn í fyrirtækið, fyrst vorið 2008 og aftur haustið 2008, þrátt fyrir mjög vel ígrundaðar ástæður minnihluta eigandans Magnúsar Soffaníasarsonar, sem Umboðsmaður Alþingis Róbert Spanó hefur nú tekið formlega undir, er ekki nema von að svona lagað geti gerst. Fyrirgefið hvað þetta er löng setning!
Næstu grein prýða örugglega myndir af tugmilljóna króna Porce jeppanum, reiðhöllinni á suðurlandi og villunni í Barcelona þar sem annar Porce sportbílll undir segldúk stendur í kjallaranum! Þetta mál verður sennilega það mál sem fær stjórnvöld (hægri og vinstri kanntinn) til að vakna endanlega af sínum fáránlega Mjallhvítarblundi.
Grundfirðingurinn (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 02:35
Þakka þér greinargóðr skrif en mikið vildi ég óskaað land okkar fari að verða aþannig að við getum komið fram með slíka umfjöllun unidr fullu nafni og fyrir opnum tjöldum, ég er ekkert að efast um orð þín, þekki ekki þessa sögu svna nákvæmlega en hef heyrt hana oft áður á Íslandi með öðrum persónum og leikendum.
Ég hef sjálfur verið spurður hvort ég sé ekkert smeykur við að skrifa hlutina undir fullu nafni.
Einhver Ágúst, 14.6.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.