Nýr Ólafur Elíasson?

http://www.mbl.is/frimg/5/1/501701.jpg 

 

Þetta er bæði í senn einn flottasti gjörningur seinni ára á Íslandi og glæsilegasta innsetning, mig langar rosa mikið í mynd af þessu  með Bessastaði í bakgrunn.

Það er eitthvað yndislega ljóðrænt við þetta, kalt stál og spýtnabrak gagnslaust öllum eftir hörmungar sem náðu hámarki í dag, gerandi dagsins í dag er nú samt manna saklausastur ef þið spyrjið mig og yfirvöld vilja greinilega hriensa þetta burt sem fyrst, ég segi látum draslið standa!

Þetta eru menningarleg og söguleg listræn verðmæti.

Antrópólógísk list.

http://www.mbl.is/fasteignir/img/433/e345518_8A.jpg

Svo geta menn deilt um hvort vekur hjá þeim meiri kenndir eða tilfinningar.


mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Ef þú lest svo næstu færslu fyrir neðan, þá skilurðu mig kannski pínulítið, ég er ekkert að gera grín eða fagna vanlíðann eins né neins.

En móðgun er líka viðbragð við list og hefur verið síðann fyrstu meistararnir voru læstir inni af hneyksluðu fóki einsog þér.

Ég er að reyna að sjá þetta fyrir það sem þetta er, þetta fullnægir því alveg að vera kallað gjörningur, alveg sama hvað þú móðgast, þá er þetta tjáning á einhversskona andstöðu við ríkjandi hefðir og þar eiga einmitt listirnar oft jarðveg sinn allt frá Galíleó til Matthew Barney.

Ég hefði samt sjálfur haft ánægju af að rífa draslið niður frekar en  að láta bankann hirða drasið allt samann.

Ég er tildæmis ekki viss um að ég njóti sömu listar og þú, gruna þig um að vera svona vatnslita og olíutýpa kannski fallega landslagsmynd?  Akkúrat núna er ég meira að fíla svona iðnaðarlega list, endurunnið drasl og safnanir, ljósmyndir eru líka skemmtilegar og svo risastórir skúlptúrar.

Og fók sem móðgast fyrir hönd annara er voða viðkvæmt eitthvað.

Einhver Ágúst, 17.6.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: DanTh

Ágúst, þetta er frábær færsla hjá þér, ég er 100% sammála þér.  Edda ég held þú hafi aðeins misskilið innleggið.

Ágúst er væntanlega að tala um að ógæfa þessa manns ætti að á að fá að standa þarna sem tákngervingur þess samfélags sem við búum í.   

DanTh, 17.6.2009 kl. 23:41

3 identicon

Kæmi sterklega til greina sem fréttaljósmynd ársins.

Jóhannes Sigfússon (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk Dan og við erum í raun að tala um sama hlutinn Edda, ég skil hann svo vel og eiginlega finnst mér þetta bara rosalegt "statement" hjá honum. Ef þú lest fyrri færsluna mín um þetta þá sérðu kannski hvenrig ég sé þetta í samhengi með því sem yfir okkur hefur dunið,ef ekki þá er það líka í lagi sko.

Ég var einmitt að meina það að við greinilega skoðum misjafna hluti þegar kemur að listum akkúrat í dag en stundum er líka fegurð að finna í skrumskælingum og hörmungum, samanber leikritið Utangátta sem hlaut öll þessi verðlaun í gær á Grímunni, það sá ég og í því verki endurspeglast það ljóta og það fallega í manninum til að gera eitt meistaraverk.

Þetta átti alls ekki að vera eins "patronising" einsog það kannski hljómaði, þú fyrirgefur. Að vera sammála er líka ofmetið fyrirbæri, við vorum nú voða mikið sammála þessum útrásarvíkingum lengi vel og enginn þorði að hrópa að keisarinn væri í raun og veru nakinn.

Og ef ég spurði fólk að því hvað yrði eiginlega til í bönkum starði fólk á mig einsog ég væri fáviti. Þegar ég svaraði svo eiginn spurningu með "ekkert" þá hristi fók bara hausinn.

Fegurðin verður líka oft ljót, og þá verður ljótleikinn fallegur.

En já ég hefði óskað þess að þetta stæði sem áminning, alveg einsog ráðstefnuhúsið okkar hræðilega, áminning um tíma græðgi og fávisku.

Einhver Ágúst, 18.6.2009 kl. 00:49

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Jæja Edda þá er listamaðurinn kominn fram og segist hafa skreytt listaverkið með bílnum, ss gjörningurinn er hugsaður sem list á þennan hátt.

Svo við getum hætt að þrasa um það, meðvituð yfirveguð ákvörðun til að koma boðskap til leiðar.

Einhver Ágúst, 18.6.2009 kl. 22:54

6 identicon

".. ljótleiki geti aldrei orðið fallegur og fegurð ekki ljót! Það er djúp gjá þar á milli."

Þetta finnst mér dálítið spes. Því miður er það reynsla okkar margra í raunheiminum að örfín lína er þar á milli.

Björn var með fallegt hús og breytti því í ljótt hús, strax á fyrstu 60 sekúndunum sem hann var inni í gröfunni.

Hugsun mín er líka þannig að það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við eitthvað ljótt eða neikvætt. Að gera það besta úr hlutunum. Pollýanna getur verið manni góð vinkona.

Ég trúi svosem ekki á hreina og óspjallaða fegurð heldur, ekkert er algjörlega gallalaust. 

Ég hugsaði eins og þú Edda, fann alveg ofboðslega til með manninum og hugsaði mér til skelfingar hvaða tilfinningar væru innra með honum á meðan hann sat í gröfunni og jafnaði fallega heimili fjölskyldu sinnar við jörðu. 

Ég er aðeins farin að átta mig á því, að þetta var planað hjá manninum. Þetta var hálfgerður "draumur" sem hann gældi við í nokkurn tíma. Hann hefur vonandi þess vegna verið vel undirbúinn. Þetta var e.t.v. það sem hann þurfti til þess að halda áfram, til þess að standa upp gegn því óréttlæti sem hann var beittur. Hvort hann verði betri maður eða hamingjusamari fyrir vikið, veit maður ekki.

Hvað er list annað en tjáning í gegnum gjörning eða sköpun? Þetta var einnig vissulega ljóðrænt hjá manninum, skilaboðin og tilfinningarnar sem hann var að koma áleiðis með sínum gjörning/verknaði.

Þetta er vissulega sögulegt og menningarlegt. Þetta markar spor í baráttu okkar Íslendinga í dag og er án efa söguleg byrjun á nýrri byltingu. Þetta fer eflaust í sögubækur framtíðar.

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband