Glæsilegir Spánverjar

15 sigrar í röð í alþjóðaboltanum er mikið afrek, þetta lið er einhvernveginn í fullkomnu jafnvægi og hefur þess aliðsheild sem tók Spánverja öll þessi ár að ná loks fram þrátt fyrir að hafa oft á tíðum hrikalega góðann mannskap. Sá mannskapur brotnaði iðulega er á stórmót var komið.

Nú eru breyttir tímar, Landsliðið dregur vagninn og Barcelona fylgdi í kjölfarið, Xavi og Iniesta voru fyrir tæpum 2 árum taldir of litlir og léttvægir til að geta stjórna miðjuspilinu og þótti það helsti veikleiki þeirra fyrur evrópumótið í fyrra, Iniesta sérstaklega þótti ekki merkilegur pappír fullfölur af spánverja að vera og veiklulegur, í dag myndi ég telja hann einn allrabesta leikmann heims.

Gleðilegt er að eiga nokkra Púllara í þessu liði í Reina, Arbeloa, Alonso, Riera og svo ekki sé talað um gulldrenginn Torres, bjart er framundann hjá mínum mönnum í Liverpool sem einmitt einsog Spánn hafa gengið í gegnum mikla eyðimerkurgöngu síðustu 20 ár með nokkrum undantekningum, ekki það að flest lið væru nú alveg glöð með nokkra bikara, einn evróputitil félagsliða og einn avintýralegann Meistardeildarsigur en krafan á Anfield er nú einf0ld og hljóðar uppá að vinna deildina.

Með fyrrnefnda evrópumeistara vorum "við" nálægt því í vetur og með smá viðbót og í ljósi blóðtöku MU-ara uppá síðkastið gæti næsta tímabil orðið svakalega spennandi ekki síst þarsem menn veðra betur hvíldir eftir þetta sumar, Arsenal geta jú bætt sig og MAnchester verða alveg samkeppnishæfir en Chelsea verða lélegri en nokkru sinni fyrr undir Ancelotti Því lofa ég ykkur og þá lásuð þið það fyrst hér, hann verður rekinn fyrir áramót.

Ef við getum á einhvern hátt tryggt okkur Villa þá vona ég það innilega því að með Villa og Torres samann er ég nokkuð viss um að titillinn vinnst, en því miður held ég að hann reynist full dýr fyrir mína menn, Silva aftur á móti vill ég helst ekki sjá, hann hefur lítið í Ensku deildina að gera.

Aðrir á óskalistanum mínum eru Loric Cana, Mohammed Yattara, Brede Hangeland og Micha Richards. Og Markus Berg úr 21 árs landsliði Svía er valkosturinn við Villa ef villa er of dýr, Berg er að slá í gegn á u-21 árs mótinu um þessar mundir.

Ef af stórútsölu Real Madrid verður þá væri líka fínt að kaupa Huntelaar, Van der Vart eða Sneijder.

En  það eru enn 2 mánuðir í mót og konan var að finna Liverpool fánann minn, við erum að flytja og kannski fær hann verðugri stall á nyju heimili, það væri nú sætt af henni.

 


mbl.is Spánverjar á sigurbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Gústi,

 Þetta er rosalega gott blogg hjá þér. Mig langar hins vegar að benda þér á að þú átt eftir að skrifa bloggfærslu um manninn sem ók á hurðir slökkviliðsins. Mér skilst að allir á moggablogginu séu að bíða eftir færslu frá þér um þetta mál.

 Þinn vinur,

 Árni Vilhjálmsson

Árni Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Einmitt, svoan er ég nú ófyrirsjáanlegur......koma að bera?

Einhver Ágúst, 22.6.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband