24.6.2009 | 17:58
Júlíus Cesar Alþýðumaður
Það kraumar í mér einhver skratti við að heyra Júlíus Vífil tala um "Alþýðuhús" sem sé fyrir alla landsmenn, hann einhvernveginn nær ekki að verða "Alþýðlegur" í mínu augum þrátt fyrir að hafa greinilega fengið góð ráð hjá einhverri Auglýsingastofunni eða ýmindarþjónustu.
Þetta drasl ætti mínum huga að standa þarna óhreift í áratugi og grotna niður okkur til áminningar um galgopahátt manna einsog Júlíusar og vina hanns, manna sem við öll eltum fyrir björg alþýðan í algjörri blindni og trú á glópagull. KAnnski er hægt að selja það sem sviðsmynd í bíómyndir í anda Mad MAx eða slíkt....ða eitthvað grand scale demolition atriði í næstu James Bond.
Og svo kemur hann með snyrtileg skot á mennamálaráðherra í leiðinni um listaháskólann okkar sem stóð til að byggja, svona plön verðum við að ná að leggja á hilluna í bili og einbeita okkur að innviðum heilbrigðis og menntamál á sem ódýrastann hátt og svo þarf sérstaklega að auka hæfni okkar til matvælaframleiðslu svo við getum að mestu orðið sjálfbær þegar erfiðir tímar dynja yfir okkur.
Listaháskólanum má finna pláss um allan bæ þarsem nóg er af auðu húsnæði, þannig held ég líka persónulega að sem mest fjölbreytni komi fram með mismunandi aðbúnaði og áherslum, þar má nefna Kaaber húsið, kartöflugeymslur, Héðinshúsið, Landsbankahúsið, Miðbæjarskóli og svo mætti lengi telja...lykilorðið þar ætti kanski að vera nýtni og fjölbreytni frekar en gæði og glæsileiki.
Gaman er að heyra þessa hressu sjómenn tala um fangelsi í ráðstefnuhúsinu, en þar vil ég persónulega nýta höfuðstöðvar Glitnis/Íslandsanka við kirkjusand sem betur munu hent undir fangelsi, með varðturni og allt hvaðeina, fyrir utana ð nýta má strætósvæðið til útivistar og viðhalds fyrir reykjavíkrborg.
En Sjálfstæðismenn og Alþýðuhús? eee Nei takk..
Alþýðuhöllin við höfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það var einhver vanskapnaður við þessa frétt. Góður punktur.
Mér hefur fundist þetta þurfi að klára í einhverri mynd - Kreppuhöllin - Þetta hræ getur t.d. orðið nýja félagsheimili Sjálfstæðisflokksins. Leigjum Valhöll út fyrir skuldum og látum Sjallaballana snyrta Kreppuhöllina í nokkra áratugi. Það gæti nýst þeim atvinnulausu byggingaverkamönnum úr flokknum sem skilja ekki hvernig þetta gat gerst og eru enn XD af trúrækni þrælsins.
Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2009 kl. 20:47
Svo ekki sé nú talað um alla verktakana sem mökuðu krókinn hér í mörg ár, mættu eftir minni og gerðu svona sirka það sem þem sýndist.
Þeir eru rosa reiðir, en svíkja ekki húsbóndann.
Einhver Ágúst, 24.6.2009 kl. 22:27
Sæll Ágúst! Ég gat ekki svarað þér hjá sálfræðingnum sem var að blogga um fangelsi því tímamörk voru liðin. Svo ég hnoða bara saman svari hér og tek heilshugar undir pistilinn þinn. Má ekki bara setja rimla á þinghúsið og setja vopnaða verði fyrir utan? Klippa allt Stjórnandraslið úr sambandi, loka símum þeirra o.þ.h.
Mér líst á heildina í megninu á pólitíkusum að Alþingi er orðin eins og vitlausraspítali án starfsfólks. Án gríns!
Enn við séum frændur! Þú komst mér svo sannarlega á óvart! Ég fékk nú 5 bindi af ættfræðibókum frá Elsu systur sem veit allt um hver er skyldur hverjum á Íslandi. Hef bara aldrei nennt að lesa þær. Þessi Tröllatúnguætt er mjög undarleg ætt alla vega. Enn alveg ótrúleg upplifun að fá svona komment.
Og svo þótti mér vænt um þetta komment líka....
Tek undir lýsinguna á "vandamálaættfræðinni"! Smellinn og skemmtileg að lesa.
Annars var ég að horfa á myndband hjá nýjustu færslunni hjá Sigurði Þórðarsyni! Viðtal við Hannes Smárason. Bara tips. Held að það sé eina færslan sem ég bara skrifaði "no komments" því það gekk svo fram af mér. Annars er ég illa að mér í stjórnmálaflokkum og öðrum sértrúarsöfnuðum.
Flott komment hjá Rúnari Þór! Trúrækni þrælsins við XD! Snilld!
Kær kveðja til þín frændi!
Óskar í Svíþjóð.
PS:
(Er á flakki um allt Thailand með frúnni)
Óskar Arnórsson, 25.6.2009 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.