Ábyrgð og fullvissa...

Jæja krakkar mínir og hvað er svo planið ef við segjum NEI?


Mér finnst undarlegt hvað NEI-arar eru 100% vissir í sinni sök, hef persónulega vonda reynslu af að vera svona viss um að hafa rétt fyrir mér....stoppar mig samt ekki í því að blogga um þetta.


Og hvað á það að gagnast einhverjum að ræða Icesave við Sjálfstæðismenn? Nema maður sé svo vel settur að vera vinur Kjartans G eða einhverra þeirra sjálfstæðismanna sem stofnuðu til þessara reikninga, þeirra sem raunverulega stofnuðu til þessara vandræða þjóðarinnar.


Já alþjóðasamfélagið hótaði okkur, já hryðjuverkalögin eru ósanngjörn og við höfum lítið í þessi mál að gera svona hreint diplómatískt séð, þeir höfðu allt með sér, Arbísk og Rússnesk nöfn tengd bönkunum og gríðarlega hættu sem skapaðist fyrir þegna þeirra eiginn landa. Hollendingar og Bretar eru gamla rótgrónar og afar valdamiklar nýlenduþjóðir sem hafa beygt stærri þjóðir en Ísland til hlýðni, auk þess irtust þeir fá samhljóm og stuðning allflestra ríkja heims til að knýja á um lausn í þessu subbulega máli.


Hafið þið velt fyrir ykkur að það verður að mínu viti afskaplega lítill munur á Íslandi sem borgar og Íslandi sem ekki borgar? Aðstaða okkar verður erfið á hvorn veginn sem farið verður, ég persónulega mun una hvoru heldur sem er, þó mig gruni að það sé betra fyrir hag okkar að borga.

Já fullir kallar og kellingar hafa talið einhverjum trú um að þeir séu sendiboðar sannleikans á Hótel Sögu einsog Amma kallar stöðina.....og nú síðast Jón Baldvin með sína skeleggu vestfirsku rödd.

Það er rosa auðvelt að vera með stórar fullyrðingar byggðar á okkar takmörkuðu upplýsingum og óvissu um framvindu mála í sölu eigna og innheimtu lána, þær fullyrðingar og meintur illvilji og ráðabrugg ríkisstjórnarinnar munu þá aðeins koma í ljós í tímans tönn.


Ég fyrir mitt leyti vel að trúa á að stjórnin sem við sitjum uppi með nú sé sú skásta í stöðunni, nema ef ske kynni að Borgarahreyfinginn hefði komið að henni líka og getað stutt við hinar raunverulegu siðabætur.

Við skulum ekki liggja þessari ríkisstjórn á hálsi fyrir að reyna af vanmætti að eiga við tröllvaxið vandamál, vandamál sem á sér varla fordæmi í sögu jarðar, ekki allaveganna nema að vera með einhverjar vitrænar lausnir aðrar en "við borgum ekki" og "drögum þá fyrir dóm" sú leið ar könnuð og þótti ekki vænleg til árangurs.

Höfundur færslunnar er ekki landráðamaður, né hef ég áhuga á að ganga í ESB, mig langar bara að börnin mín komit í mannsæmandi skóla og búi í aðeins sanngjarnara landi en ég ólst uppí. er enginn að taka eftir að Ríkisstjórnin virðist vera að fara aðra leið í niðurskurði en aðrar þjóðir í svipaðri stöðu gagnvart AGS hafa verið neyddar í umsvif- og undantekningalaust, leið sem innifelur að skera niður óþarf í utsnríkispólitík og varnarmálastofnun ádsamt fleiru, það mun vissulega bitna á okkur öllum en einkavæðing alls velferðarkerfisins hefur verið reglan í þessum atvikum áður og ég sé vonarglætu þar. Þó get ég ekki annað en fengið smá grun um að það hafi eitthvað með málið að gera að við erum hvít og rík......

Góðar stundir..

Góðar


mbl.is Kannað var hver gæti úrskurðað í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband