23.7.2009 | 14:31
Þetta er nú meiri pólitíkin
Lögreglan sendir út massívann áróður um hversu aumt það séð að vera lögga í dag og hvernig við eigum ÖLL að vera mjööög hrædd, var ég einn um að taka eftir að Fréttablaðið í gær var undirlagt af lögreglunni?
Þar var betlað og kvartað og eitt sakamál allt að því gefið eftir við lögfræðing með því að játa í forsíðufrétt að engar upptökur væru til af stórhættulegum eltingarleik í síðustu viku vegna skorts á upptökudiskum í myndavélarnar.
Það má ekki gagnrýna störf lögreglunnar án þess að það séu fordómar 0og maður sé einhver kommúnistavesalingur og svo beita þier svona líka virkilega ósmekklegum þrýstingi og fjölmiðlafléttum til að hræða fólk og snapa sér pening, afhverju ætti löreglan að sitja framar í úthlutun ríkisfés en sjúkraliðar, ljósmæður, ruslakallar, vörubílstjórar og annar almenningur?
Er Það verjandi að lögregla í ljósi og krafti embættis síns noti fjölmiðla til að blekkja tækifærissinna á alþingi til að gefa sér fé umfram aðra þjóðfélagshópa með frétta tilkynningum frá embættinu?
Blaðamaður Fréttablaðsins meira að segja hafði á orði að þessar tilkynningar hefðu aukist frá lögreglunni og væru orðnar ansi undarlegar.
Ég sé ekki betur an að Lögreglan sé líka að nota sér ótta stjórnmálamann eftir ástandið sem skapaðist við þinghúsið í vetur, pólitíkusra mega ekki til þess hugsa að þeirra einkaher verji þá ekki í komandi átökum sem viðrast blasa við þegar líður á haustið, það get ég ímyndað mér að verði nefnt á þessum fundi með dómsmálaráðherra og fulltrúa lögreglunnar honum Snorra.
Ef þið passið okkur ekki þá pössum við ykkur ekki, Ísland er lítið að breytast.
Það þýðir lítið að herða refsingar og auka löggæslu ef það er ekkert pláss að setja krimmana og það þýðir lítið að herða löggæslu til að bregðast við misskiptingu og óréttlæti í samfélaginu sem veldur gremju og jafnvel uppreisn þegar upp verður staðið.
Hræddir stjórnmálamenn stinga hausnum í sandinn og vona að löggan passi sig. Stjórnm´lamenn sem ekki vilja verða dæmdir af verkum sínum.
Dugmiklir stjórnmálmenn láta þegna sína sitja við sama borð þrátt fyrir háværan hóp sem fer fram með hótunum og hræðsluáróðri, einsog fyrirsögn Fréttablaðsins í gær, "Glæpir aukast á meðan lögreglan er fjársvelt"(ekki kannski orðrétt).
Ég leyfi mér að fullyrða að það er enginn starfsstétt sem fær slíka áheyrn hér á landi.
Lögreglan þarf aukið fjármagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hvernig væri að lögleiða kannabis og öllu því ferli sem þar á við og setja skatt á neysluna þar er kominn kostur við því að hjálpa lögreglu í landinu. og þar að leiðandi væri það lausn á glæpatíðninni sem skapast við að reina ná peningum því ég veit að það er mikill áróður á loft um að menn reini einfallega að skapa sér vinnu úr því með þvílíkum söluhagnaði sem mundi skapa lögreglu og ríkistjórn mikla peninga en alltaf er hægt að setja lög í kringum þetta dæmi sem á við þessu sinni. ÉG skil að það sé áróður fyrir þessu en þetta efni er jafnskaðlaust og kjarnakljúfanir sem framleiða raforku í hinum ýmsu löndum en þetta væri leið til að sporna við hinum ýmsu hættulegu efnum einsog kóki e-töflum amfetamíni metamfetamíni og sýru og heróíni og þessháttar efnum. sem eru stórhættuleg fyrir manninn og ég veit það best að það hefur sínt sig að menn eiga ekki að drekka og reykja með því menn fái frekar áfengisdauða eða verða ofurölvi með að blanda þessu saman.
kristján (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 14:48
Ég mæli með að menn kynni sér störf lögreglunar áður enn að þeir fara að láta eins og þeir viti um hvað þau snúast. þetta er ekki allt eithvað löggu og bófa leikir. þeir sinna líka mörgum öðrum verkefnum sem að fólk vill að séu gerð, skutlast með geðsjúka á milli stofnana, fræðslu, fylgja vöruflutningum forvarnir og svo miklu miklu meira. þetta eru allt hlutir sem að sitja á hakanum í svona ástandi. Það er bara staðreynd að almenn löggæsla er mjög svo svelt, og krimmarnir eru farnir að uppgvöta það, og nýta sér.
Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 18:03
Lögleiðum kannabis!! hef ég hrópað hástöfum síðan lögreglan réðst á hassmarkaðinn,,,það var einmitt þá sem glæpafaraldurinn byrjaði og það er allveg vitað.... Lögleiðum kannabis!!! það er eina lausnin,,önnur lönd hafa sannað það...
Jón Steinar Magnússon, 23.7.2009 kl. 18:17
Já gott hjá ykkur að nýta tækifærið og blanda hasslögleiðingunni inní þetta mál, ég er bara að ræða hvort eðlilegt sé hvernig lögreglan beitir fjölmiðlum og annarri pressu á stjórnmálamenn til að bera fram kröfur sínar.
Ásgeir: ég er ekki á nokkurn hátt að gagnrýna störf lögreglunnar almennt eða að gengisfella mikilvægi þeirra, er sjálfur af lögreglumanni kominn og þekki til þessa mjög svo göfuga starfs sem lögreglan vinnur, ég er bara að tala um hvernig mér finnst þessi aðferð óviðeigandi og að þeir nýta sér sérstaka stöðu sína hvað fjölmiðla og ótta varðar.
Pólitík....
Einhver Ágúst, 23.7.2009 kl. 22:49
Og svo Ásgeir er fullt af peningum á flakki innan lögreglunnar sem eru bundnir við heimskuleg gæluverk BB frá fyrri tíð, þar má nefna þennann Ríkislögreglustjóra og herinn sem hann hefur á skrifstofru í bjúrókratíunni, massívir peningar eru bundnir í sérsveitinni sem allra jafna gerir ekkert að mér sýnist og mætti leggja niður, almennir lögreglumenn myndu svo sinna þessum sérstöku útköllum og taka útí fríi seinna.
Eini arfgripurinn sem ég virkilega óska mér er lítill íslenskur fáni á steyptum járnsstöpli, stöpullinn er mótaður sem stjarna lögreglunnar, það voru launin sem afi minn fékk fyrir sólahrings gæslu og heiðursvörð á fullveldishátíðinni 1944 á þingvöllum, þetta er afar dýmætt í mínum huga þó afi kallinn hefði nú mátt fá laun þá var það bara ekki í boði.
Einhver Ágúst, 24.7.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.