Einmitt.....

Lögreglan sendir út massívann áróður um hversu aumt það séð að vera lögga í dag og hvernig við eigum ÖLL að vera mjööög hrædd, var ég einn um að taka eftir að Fréttablaðið í gær var undirlagt af lögreglunni?


Þar var betlað og kvartað og eitt sakamál allt að því gefið eftir við lögfræðing með því að játa í forsíðufrétt að engar upptökur væru til af stórhættulegum eltingarleik í síðustu viku vegna skorts á upptökudiskum í myndavélarnar.


Það má ekki gagnrýna störf lögreglunnar án þess að það séu fordómar 0og maður sé einhver kommúnistavesalingur og svo beita þier svona líka virkilega ósmekklegum þrýstingi og fjölmiðlafléttum til að hræða fólk og snapa sér pening, afhverju ætti löreglan að sitja framar í úthlutun ríkisfés en sjúkraliðar, ljósmæður, ruslakallar, vörubílstjórar og annar almenningur?
Er Það verjandi að lögregla í ljósi og krafti embættis síns noti fjölmiðla til að blekkja tækifærissinna á alþingi til að gefa sér fé umfram aðra þjóðfélagshópa með frétta tilkynningum frá embættinu?
Blaðamaður Fréttablaðsins meira að segja hafði á orði að þessar tilkynningar hefðu aukist frá lögreglunni og væru orðnar ansi undarlegar.


Ég sé ekki betur en að Lögreglan sé líka að nota sér ótta stjórnmálamann eftir ástandið sem skapaðist við þinghúsið í vetur, pólitíkusra mega ekki til þess hugsa að þeirra einkaher verji þá ekki í komandi átökum sem viðrast blasa við þegar líður á haustið, það get ég ímyndað mér að verði nefnt á þessum fundi með dómsmálaráðherra og fulltrúa lögreglunnar honum Snorra.
Ef þið passið okkur ekki þá pössum við ykkur ekki, Ísland er lítið að breytast.


Það þýðir lítið að herða refsingar og auka löggæslu ef það er ekkert pláss að setja krimmana og það þýðir lítið að herða löggæslu til að bregðast við misskiptingu og óréttlæti í samfélaginu sem veldur gremju og jafnvel uppreisn þegar upp verður staðið.
Hræddir stjórnmálamenn stinga hausnum í sandinn og vona að löggan passi sig. Stjórnm´lamenn sem ekki vilja verða dæmdir af verkum sínum.
Dugmiklir stjórnmálmenn láta þegna sína sitja við sama borð þrátt fyrir háværan hóp sem fer fram með hótunum og hræðsluáróðri, einsog fyrirsögn Fréttablaðsins í gær, "Glæpir aukast á meðan lögreglan er fjársvelt"(ekki kannski orðrétt).


Ég leyfi mér að fullyrða að það er enginn starfsstétt sem fær slíka áheyrn hér á landi.


mbl.is „Erfitt og sársaukafullt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband