Fallegur dagur.....

Ég naut dagsins að vanda með litla bróður og Gunna mág í göngunni, við hlið mér konan mín og sonurinn með regnbogafána.

Þetta er yndislegur dagur og mikið höfum við það gott hér á landi aðeins örfáir hlutir eftir ógerðir til að mannréttindi náist jafnt fyrir alla.

Til hamingju með daginn öll sömul!!


mbl.is „Stærsta gangan til þessa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir daginn Gústi og Þórdís og Lúkas og allir hinir. Þið grædduð líka slatta á þessu fyrir utan hina hýru gleði. Smokkar, lyklakippan hans Lúkasar og svo gátuð þið fengið gefins bók, ef þið vilduð :) En aftur takk fyrir daginn, met það mikils að þið labbið með mér og okkur hinum!!

Kári bró (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hef sennilega fengið mínus í kladdan, þar sem ég kaus að vera fjarri góðu gamni. (Var í Snússu með pabba ykkar) En minnsti bróðirinn hefur enga afsökun, hann var bara að sleðast í Breiðagerðinu með sinni.  Held að hann þoli ekki margmenni. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.8.2009 kl. 23:24

3 identicon

Nei mínus í kladdann fáið þið ekki. Þið hafið mætt þarna löngu áður en ég hef nokkurn tímann (þorað) að mæta sjálfur á vettvang.

Kári (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 01:26

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

takk Kári minn, ég var með samviskubit.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.8.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband