17.10.2009 | 02:06
Ráðstefna um mannréttindi.
Fyndið að mæta þarna daginn eftir svona voðaverk og ætla að fara að tjá sig um mannréttindi, lýsir ákveðnu taktleysi.
Við studdum og tókum fullann þátt í stríðinu í Írak og afganistan þaðan sem þessir menn komu, við berum ábyrgð á dauða fólks í þessum löndum og meira að segja hafa íslenskir ríkisborgara drepið þar borgara miskunnarlaust.
Við flýjum undann allri ábyrgð nú sem endranær og úlendingahatrið blómstrar hér ásamt kvenfyrirlitningu og kraumandi biturð og illsku.
Auk þess er hér alltof kalt til að við munum nokkurntímann sjá hér allt fyllast af útlendum innflytjendum. En nóg er plássið.
Við Íslendingar höfum aldrei náð lágmarki af framlögum til aðþjóðlegra hjálparstarf né móttöku flóttamanna, ekki einu sinni þegar við vorum best, ríkust og Stórust.
Gerðu hróp að ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sæll Gústi, Ég er ósáttur við stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart flóttamönnum sem leyta hér hælis. Þessi Pontíusar Pílatusar aðferð, þ.e.a. að taka ekki á málinu heldur vísa því annað, er ekki mér að skapi. og full ástæða til að mótmæla því.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 16:40
Þetta var hárrétt ákvörðun hjá ráðherranum.
SÝNISHORN AF FJÖLÞJÓÐAMENNINGUNNI Í SVÍÞJÓÐ.http://www.youtube.com/watch?v=twyVJJZ_A3c&feature=relatedTRÚ FRIÐARINS HEIMTAR HÖFUÐ GEERT WILDERS FYRIR FRAMAN BRESKA ÞINGIÐ OG BRESKA LÖGREGLAN GERIR EKKI NEITT.
http://www.youtube.com/watch?v=det7TUsLy8U&feature=player_embedded
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:25
Skúli Skúla? Hver er það?
Þetta eru ein allra veikustu rök sem ég hef séð.....og alls ótengd þessu máli....fyrir utan að það skilur eftir spurninguna, styður þú Geert Wilders?
Einhver Ágúst, 17.10.2009 kl. 18:03
Við eigum enga ábyrgð á stríðsátökum í Írak eða Afganistan, þar hafa geysað stríð og blóðugar orustur í áratugi. Þetta veit menntað. lesið fólk. Þessi heimur er allt annar en við búum við hér, það er augljóst. Hvernig getur þú fullyrt um morð Íslendinga í Afganistan?? Hefur þú orðið vitni að slíku?? Auðvitað studdum við þá ráðagerð að koma Saddam frá völdum á sínum tíma og Talibönunum.. undir stjórn þessara hópa var ekki síðra mannfall en hefur fylgt stríðinu undanfarin ár.. hefur þú ekki kynnt þér grimmdarverk Talibana eða Saddams Hussein? Tvískinnungur er þetta í þér maður.
Hvað mál þessara flóttamanna varðar fórum við eftir settum reglum. Einfalt. Það er svo annað mál að þessi fjölmenningarsamfélög ganga illa upp. Höfum dæmi nærri okkur sem enginn vill að Ísland lendi í. Við erum smá og þetta er ekki spurning um pláss. Ragna tók rétta ákvörðun sem endurspegla vilja meirihluta þjóðarinnar, við höfum um mikilvægari hluti að hugsa en þetta!
Baldur (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 18:05
Ef mikilvægari hlutir eru olían sem þessi stríð eru háð um, og hvað við skudum mikið í ofgnótt okkar af mat, vatni og upphituðum húsum þá erum við nú frekar eigingjörn og sjálfmiðuð. Við höfum það afar gott hér og munum alltaf hafa, sérstaklega þarsem við erum nú farin að borða fisk og hætt að éta útsæðið.
Ef þú ert að kalla þig vel lesinn og menntaðann, þá eru nú gloppur í þessum eð stríðin í Afganistan og Írak, Talibanar eru upphaflega Mujahaddin sem leyniþjónusta bandaríkjanna(nato) beitti fyrir sér gegn rússum með ákveðinn Bin Laden í broddi fylkingar. Mujahaddin voru svo skyndilega yfirgefnir í stríðinu um olíuleiðslur Argent Oil og að mig minnir Standard. Það skildi eftir her múslima sem var í hefndarhug gegn Ameríku, lítill hópur en afar herskár enda sérvalinn í stríð gegn rússum. Saddam Hussein var sömuleiðis komið til valda af Bandaríkjamönnum til að stjórna sundurlausu landi til að auka skilvirkni olíuframleiðslu og aðgang vesturveldanna að henni. Tvískinningur minn felst í hverju nákvæmlega?
Hefurð þú kynnt þér að heimsframboð á heróíni hrundi undir Talíbanastjórninni, þeir bönnuðu eiturlyfjaframleiðslu? Sú framleiðsla náði sér vel á strik undir Nató herjunum. Veistu hverjir Pastúnar eru? Eða heldurð þú að Talibanar séu vondi kallinn í heiminum?
Staðreyndin er sú að jú borgarastríð geysa í flestum hlutum heimsins, þau gerðu það í hundruði ára í evrópu og munu gera það aftur, við uppgötvuðum ekki lýðræði né felldum konunga vegna þess að við erum svo vel menntuð og friðelskandi sem hvítir kristnir evrópubúar, sú þróun kostaði mikið blóð.
Íslenskir friðargæsluliðar og öryggisverði/málaliðar hafa skotið fólk í bæðí Írak og Afganistan, það veit ég og þekki dæmi um það. Friðargæsluliðarnir voru tildæmis vopnaðir hálfsjálvirkum AG3 byssum í Khandahar þegar IGS átti þar leið um, það var vandræðalegt fyrir hana svo daginn eftir barst memo um að vopn þeirra skyldu minnkuð. En vissulega hef ég ekki séð það með eigin augum, ég er bara þannig að ég kynni mér hlutina og virðist vera afar heppinn með fólk sem ég þekki og segir mér sögur úr lífi sínu, hitti meira að segja Hans Blixt eftir Írakstríðið, það var forvitnilegt, það stríð var hafið með lygi um gjöreyðingarvopn, það veist þú nú væntanlega Baldur? Einnig hef ég búið í Noregi og þekki þessi mál þar, þau eru engann veginn í hlutfalli við aktíva þáttöku Norðmann í stríðum þessara landa með herliði og tæknibúnaði sem þir hagnast á að selja herjum, það er afar skírt fyrir mér að það er ekki hægt að hagnast á stríðum án þess að taka félgslegum afleiðingum þeirra.
Og já kannski er meirihluti hjá þjóðinni fyrir að senda fólk héðan í ómannúðlegar aðstæður, kannski eru Íslendingar almennt útlendingahatarar, mér er nokk sama hverju meirihluti þjóðarinnar er sammála ef það stangast á við mína tilfinningu byggða á að hafa kynnt mér sögu átaka í þessum löndum í þessu tilfelli er ég alveg til í að vera ósammla meirihlutanum, það finnst þér eflaust skrítið.
En utanaðkomandi afskipti af borgarstríðum og lýðræðisþróun eru afar óholl og munu seint verða neinum til hjálpar.
En einsog George Bush sagði "I want justice dead or alive"
Einhver Ágúst, 18.10.2009 kl. 11:21
Heyr heyr Gústi.
Góð rök.
Er samt ósammála þér um að senda útlendingana burt.
Kannski segir það meira um rasisma í mér.
Tel mig samt ekki vera rasista.
Upprunalandið á að taka efnislega á málum þeirra.
Svo segir Dyflinar samningurinn.
Freyr Hólm Ketilsson, 19.10.2009 kl. 15:00
Vil endilega fá að blanda mér inn í þessa "upplýstu" umræðu við Baldur hérna. Bara svona til að halda því til hafa a.m.k. hér, að þá var 98% þjóðarinnar andvíg stríðinu í Írak. Með það í huga er merkilegt að skoða þessa yfirlýsingu Baldurs hér að ofan um að "við" studdum einhverja ráðagerð.
Undirritun stuðningsplaggs um slíkt var gríðarlegt ofbeldi gagnvart þjóðinni og hafa báðir stjórnmálaleiðtogarnir sem það gerðu misst sinn stall og gerðu mjög fljótlega á eftir.
Annar þeirra virðist reyndar núna búin að kaupa sér mjög mjög stóran bloggmiðil, en það virðast nú ekki margir ætla að taka hann alvarlega þar, frekar en okkur hina bloggarabjánana.
Baldvin Jónsson, 19.10.2009 kl. 16:26
Hehehe, nú geri ég að sið JVJ og þakka Baldvin stuðninginn, nei annars ég þakka Baldri fyrir að vekja í mér skrímslið.......
Dyflinnarsáttmálinn eru verklagsreglur til að verja lúksusþjóðir Evrópu við óþægindum, en nota ben engin skylda að senda fólk til baka það "má" bara ef þeir eru óþægilegir.
Hehehe, já þetta moggablogg er orðið vel sótthreinsað af "röngum" skoðunum, svo vel að þeir hreinlega nota JVJ sem fréttamat, það er hrikalega vandræðalegt.
Einhver Ágúst, 19.10.2009 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.