Hvaða verktakafyrirtæki og eru Íslendingar líka glæpamenn?

Nú eru væntanlega margir hissa, hér er að koma í ljós að það séu mögulega Íslendingar tengdir vændi og verslun með mannslíf.

Nú verður erfitt að hugga sig við það að hér flæði inn erlendir glæpamenn til að fremja glæpi, að hverra undirlegi koma þeir og fyrir hverja starfa þeir? Hverjir kaupa "þjónustu" þessarra stúlkna hér á landi? Erum það við sjálfir?

Já góðir vinir það erum við sjálfir sem neyðum hér ungar erlendar stúlkur til samræðis gegn greiðslu sem fer að mestu til glæpamanna og þá jafnt erlendra sem inlendra.

Felum okkur ekki bakvið útlendingahatur og fáfræði, horfumst í augu við bresti samfélagsins okkar og eigin fordóma.

Hvers vegna er þjóðerni mannanna og myndir birtar hiklaust en ekki eru íslenskir sakamenn nefndir á nafn né verkatakafyrirtækið, það er búið að nafngreina alla Ltháana sem tengjast þessu máli en "okkar" menn fara huldu höfði, kannski pínu ósanngjarnt.

 


mbl.is Íslenskir vinnuveitendur Litháanna í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri þarft að nafngreina fyrirtækið, því mörg hafa verið nefnd til sögunar af henni Gróu vinkonu. Ljóst að ekki getur verið um þau öll að ræða, ef þá nokkurt og saklausir hafðir fyrir rangri sök

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Saklausir Íslendingar já en okkur er alveg sama um rétt útlendinganna?

Einhver Ágúst, 21.10.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband