12.11.2009 | 23:58
Þrepakerfið er besta mál....
Því að hvergi á vestrænu bóli hefur munurinn milli hátekjufólks og lágtekjufólks aukist jafn hratt og á Íslandi síðustu 15 árin og það í "góðærinu", svo nú er kominn tími til að jafna þetta út.
Það mun ekki gerast þegjandi er mér nokkuð ljóst og raddir þeirra sem hærri tekjur hafa eru jafnan háværari en þorra landsmanna sem lægri laun hafa, það eru einmitt þessir landsmenn sem Gylfi vinnur fyrir og virðist hann vera að átta sig eitthvað á því eftir að vera búaður niður 1 Maí 2009.
En ekki sýnist mér Samfylkingin líkleg til að leggja til atlögu við hinn fáránlega fjármagnstekjuskatt sem fjöldi verktaka og einyrkja nota sér óspart til að greiða aðeins 10% skatt af tekjum sínum, þessu þarf að breyta.
Líst afar illa á hugmyndirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
og svo eru það blessaðir öryrkjarnir. kannski er öllum sama.....
fjfj (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 00:45
"Því að hvergi á vestrænu bóli hefur munurinn milli hátekjufólks og lágtekjufólks aukist jafn hratt og á Íslandi síðustu 15 árin og það í "góðærinu", svo nú er kominn tími til að jafna þetta út."
Hvaðan færðu þessa visku?
kv.
Baddi
Baddi Magg (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 10:47
Ágúst Már! Ég er þér 100% sammála. Ég er tilbúin að greiða hærri fjármagnstekjuskatt, sérstaklega ef það yrði til þess að hægt væri að ná til þeirra sem hafa verið að greiða sér fjármagnstekjur í laun síðustu áratugina.
Byrja á 25% fjármagnstekjuskatti og hækka síðan skattleysismörkin í 200 þúsund.
Hver er það annars sem ákveður lægstu laun, skyldu það vera þeir sem á þeim eru? Nei, tæplega
Svei hippókrötum og öðrum fjandans krötum sem ekki skilja hugtakið réttlæti.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.11.2009 kl. 12:11
Hér hefur nokkrar upplýsingar um þettamál Baddi Magg...hefur þú einhver rök á móti eða ertu bara að pönkast?
Nú í morgun var það gefið út að 1% íslendinga á 13% eignanna.
Hér er þetta myndrænt, í frekar hlutdrægri uppsetning reyndar en prósenturnar eru réttar.
http://www.youtube.com/watch?v=D9OWeDAewYM
Úr grein Stefáns Ólafssonar prófessors er hér tafla sem sýnir þróunina eftir launaflokkum
Tafla 1. Þróun atvinnutekna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.
Tekjuhópar
(tíundir - deciles):Öflugar tölur og vel greinilegur munur er það ekki?
Og svo að lokum Arnaldur Sölvi með mjög fína skyggnilýsingu um þessa þróun og meira að segja skoðanir okkar á henni og hvað liggur til grundvallar.
http://www.ts.hi.is/Arnaldur%20Solvi%20-%20Thjodarspegill.ppt#263,7,Viðhorf til hins opinbera og til tekjujöfnunar
Vonandi er Baddi Magg einhverju nær.
Einhver Ágúst, 13.11.2009 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.