13.11.2009 | 12:32
Já og svo er einhver smáhópur reiður vegna hækkandi skatta, hvaða hópur er þetta?
Ég myndi telja að það væru þessar fjölskyldur og nánustu samstarfsmenn þeirra.
Smá samantekt af gagnlegum upplýsingum, nota bene ekki mín eign né uppfinning, bara að miðla.
Nú í morgun var það gefið út að 1% íslendinga á 13% eignanna.
Hér er þetta myndrænt, í frekar hlutdrægri uppsetning reyndar en prósenturnar eru réttar.
http://www.youtube.com/watch?v=D9OWeDAewYM
Úr grein Stefáns Ólafssonar prófessors er hér tafla sem sýnir þróunina eftir launaflokkum
Tafla 1. Þróun atvinnutekna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.
Tekjuhópar (tíundir - deciles): | Atvinnutekjur 1996Þús. kr. | Atvinnutekjur 2004Þús. kr. | Vöxtur í % |
I - Lægstu 10% | 516 | 718 | 39,2 |
II | 896 | 1.352 | 50,8 |
III | 1.463 | 2.719 | 85,9 |
IV | 1.982 | 3.772 | 90,3 |
V | 2.368 | 4.532 | 91,4 |
VI | 2.728 | 5.308 | 94,6 |
VII | 3.147 | 6.044 | 92,1 |
VIII | 3.635 | 6.988 | 92,2 |
IX | 4.225 | 8.266 | 95,6 |
X - Hæstu 10% | 5.677 | 11.691 | 105,9 |
Meðaltal | 2.664 | 5.139 | 92,9 |
Ójöfnuður | Gini 0,32 | Gini 0,35 | 9,4% |
Öflugar tölur og vel greinilegur munur er það ekki?
Og svo að lokum Arnaldur Sölvi með mjög fína skyggnilýsingu um þessa þróun og meira að segja skoðanir okkar á henni og hvað liggur til grundvallar.
http://www.ts.hi.is/Arnaldur%20Solvi%20-%20Thjodarspegill.ppt#263,7,Viðhorf til hins opinbera og til tekjujöfnunar
Þær ríkustu skera sig úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mig grunar að neðstu tveir hóparnir séu mikið upp á ríkið komnir, þeir skekkja myndina auk þess verulega. Mögulega er þessi þróun þá eftir allt saman ríkinu að kenna. Ennfremur vil ég benda þér á það að það eru ekki eignaskattar á Íslandi þannig að þeir sem kvarta yfir háum skatti eru þeir sem hafa háar launatekjur. Skattheimta er ennfremur í engu samræmi við það sem þú skuldar. Ef þetta fólk var svo lánssamt að halda sömu launatekjum eftir hrun þá á skattahækkunin eftir að skerða verulega ráðstöfunartekjur þeirra og þar með skerða verulega getu þeirra til að greiða af lánum. Það er útlit fyrir að þessar skattahækkanir eigi eftir að auka á vanda bankakerfisins.
Blahh (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.