Kannski ekki sú eina, en að mér virðist sú sanngjarnasta....

Ég held nú ekki að Steingrímur og KÓ séu með "hina einu sönnu lausn", það getur bara ekki verið enda finnst hún varla, en af viðbrögðum hægrisinna virðist þetta vera svona mátulega sanngjarnt sérstaklega þarsem þeir þráhóta því að ef þetta verði raunin muni þeir bara vinna meira svart og segja sig frá þessu samfélagi. Mætti ég þá bara benda þeim á Leifstöð og svo geta þeir valið á milli ESB eða USA þarsem markaðirnir ráða.

Ég skal borga meiri skatta enda vil ég að börnin mín séu í skóla, amma fái þjónustu á elliheimilinu og að fólk almennt njóti sjúkraþjónustu.

Persónuleg reynsla mín þetta árið er sú að veikjast mánuðum saman og enda í aðgerð á Landspitalanum þarsem "gert var að mér", ég var í launalausu leyfi svo ég hafði engann rétt til sjúkrabóta né launa frá hvorki hinu opinbera eða stéttarfélagi. Samt blessaðist allt og ég fékk meina minna bót og það var vel hugsað um mig þökk sé skattlagningu og hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Fyrir þetta greiði ég þó að ég voni að ég þurfi ekki að nýta mér það, kannski finnst ykkur það undarlegt en mér finnst það ekki.

 

Smá samantekt af gagnlegum upplýsingum, nota bene ekki mín eign né uppfinning, bara að miðla.

Nú í morgun var það gefið út að 1% íslendinga á 13% eignanna.

Hér er þetta myndrænt, í frekar hlutdrægri uppsetning reyndar en prósenturnar eru réttar.

http://www.youtube.com/watch?v=D9OWeDAewYM

Úr grein Stefáns Ólafssonar prófessors er hér tafla sem sýnir þróunina eftir launaflokkum

Tafla 1. Þróun atvinnutekna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.

 

Tekjuhópar

(tíundir - deciles):
Atvinnutekjur 1996Þús. kr.Atvinnutekjur 2004Þús. kr.Vöxtur í %
I - Lægstu 10%51671839,2
II8961.35250,8
III1.4632.71985,9
IV1.9823.77290,3
V2.3684.53291,4
VI2.7285.30894,6
VII3.1476.04492,1
VIII3.6356.98892,2
IX4.2258.26695,6
X - Hæstu 10%5.67711.691105,9
Meðaltal2.6645.13992,9
ÓjöfnuðurGini 0,32Gini 0,359,4%

 Öflugar tölur og vel greinilegur munur er það ekki?

Og svo að lokum Arnaldur Sölvi með mjög fína skyggnilýsingu um þessa þróun og meira að segja skoðanir okkar á henni og hvað liggur til grundvallar.

http://www.ts.hi.is/Arnaldur%20Solvi%20-%20Thjodarspegill.ppt#263,7,Viðhorf til hins opinbera og til tekjujöfnunar


mbl.is Eina færa leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hittir nagla á höfuð, svört atvinnustarsemi mun aukast til muna.  Ekki bara hægrimenn heldur vinstri líka.  Þetta er nú þegar byrjað og bókara landsins munu ekki hafa undan við það að "kenna" fólki að komast af.....

Eg skil þetta mætavel, þetta gerist þegar skattar eru hækkaðir eins og núna er fyrirsjáanlegt.  Ríkissjóður fær ekki þessar auknu tekjur sem ríkisstjórnin býst við...

Baldur (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband