Er eitthvað skrítið að Álbransaliðið sé tilbúið að berjast?

Ef að þetta er svona einfalt, að setja pressu á stjórnmálamenn sem stjórna stærsta orkufyrirtæki landsins þannig að þeir skuldsetji okkur til að þjóna þörfum orkufreks iðnaðar. Svo hrikalega er þennslan að þetta fyrirtæki er meira að segja með verra mat en ríkið sjálft.

Svo er nú alveg sérkapítuli að OR er að framkalla jarðskjálfta á háhitasvæðum þarsem undir kraumar fljótandi hraun sem leytar leiða uppúr jarðskorpunni, ég veit ekki með ykkur en ég treysti ekki mönnum sem ekki ráða við fjármál eða kröfur frekra iðnaðarsinna til að hafa varann á þegar fiktað er við náttúruna. Hvort haldið þið að valdi þeim meir áhyggjum bókahald dagsins eða "mögulegar" hörmungar framtíðarinnar?


mbl.is Hætta á greiðslufalli OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Stóri vandi OR snýr ekki að álfyrirtækjum. Álfyrirtæki borga með dollurum.

Vandinn er svipaður og hjá þeim sem tóku myntkörfulán til bílakaupa. Tekjur í krónum greiðsla í gjaldeyri. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 14.11.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Já en þrýstingur á framkvæmdir sem skapa skuldirnar kemur að mestu frá orkufrekum iðnaði, OR reynir að gera sitt "besta" til að standa undir kröfum dollaragreiðandi Áliðnaðar í þessu tilfelli með því ða steypa sér í skuldir við glórulausar framkvæmdir og fyrirtækjastarfsemi.

Einhver Ágúst, 14.11.2009 kl. 11:21

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Og í tilfelli myntkörfulánanna er þetta öðruvísi þarsem í flestum ef ekki öllum tilfellum komu aldrei neinar erlendar myntir við sögu.

Einhver Ágúst, 14.11.2009 kl. 11:22

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Talandi um körfulán LV tók lánin sín í evrum,svissnenskum frönkum og yenum til að byggja kárahnjúka. En eins og allir vita þá hefur dollarinn hrunið. Einnig er áhugavert að vita til þess að brask með krónuna á aflandsmörkuðum er það sem menn telja að veiki hana þrátt fyrir að vöruskiptin séu mjög jákvæð. En einu fyrirtækin á íslandi sem meiga löglega fara á svig við gjaldeyrishöftin eru einmitt álfyrirtækin.

Andrés Kristjánsson, 14.11.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband