14.11.2009 | 22:51
Bestu vinir okkar?
Erum við endalaust fær um að koma okkur í slæmann félagsskap eða erum við slæmi félagsskapurinn sem dregur þessi fyrirtæki niður í svaðið?
það er væntanlega þægilegra að tala við fyrirtæki á sama "leveli" en að blanda geði við fyrirtæki sem ganga vel, það er fínt fyrir OR og LV að slömmast með sér verr stöddum.
Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 16.11.2009 kl. 13:57 | Facebook
Athugasemdir
Ásóknin í íslenskar orkulindir heldur áfram. Margt er með öllu óskiljanlegt í þeim efnum.
Kannski var farið of geyst í þessi mál. Oft er stígandi lukka betri en að taka of stór skref í einu eins og afleiðingin blasir nú við: Gríðarlegar skuldir Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Þá eru ótalin fyrirtæki sem tengjast orkumálum: Atorka, Geysir Green Energy og Jarðboranir. Þessi þrjú fyrirtæki tengjast mjög mikið en Atorka og GGE voru nátengd og Jarðboranir voru í eigu þeirra.
Það er mjög mikilvægt að unnt sé að halda þessum fyrirtækjum uppi og koma í veg fyrir að aðgangur að íslenskum orkulindum verði ekki allt í einu í eigu erlendra fyrirtækja sem kunna að vera jafn illa stödd og íslensku fyrirtækin.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.11.2009 kl. 12:39
Hvað er þetta ,við borgum bara fyrir þá líka ,EKKERT MÁL
Sigurður Helgason, 15.11.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.