Sorglegt en satt...

Þarna birtist okkur enn ein mynd þess hve illilega valdamiklir hagsmunahópar iðnaðar eru, þeir hafa öll spilin á hendi sér, skapa ofsahræðslu með fjölmiðlaumfjöllun og finna svo upp svindl til að moka inn peningum.

Og þarna er hreinlega um glæpi að ræða, siðferðis og trúnaðarbrot lækna og prófessora sem selja lyfjafyrirtækjum sálu sína og sérþekkingu til eigin gróða og framapots.

Ég er náttúrulega að tala sem einhver siðapostuli en get svosem lítið fullyrt um eigin viðbrögð ef mér hefði einhverntímann verið boðið slíkir dílar, sem dæmi að ég gæti sem kokkur hrætt fólk til að borða eða borða ekki eitthvað ákveðið og þyggja svo prósentur af sölu sömu vöru, eða þöggunarlaun frá framleiðendanum, það skrítna er að ég hef nóg og virkilega finnst það.

Hverjum er svo boðið á rosa fínar ráðstefnur í Abu Dhabi og Bahrain á kostnað Glaxo og kó? Lækninum þínum.

Dæmi um þetta er líka það að hér á landi deyja afar fáir af misnotkunn "ólöglegra" vímuefna(kókaín, amfetamín og kannabis) heldur eru langflest dauðsföll fíkla hér á landi af völdum læknadóps(kontalgín og önnur morfínefni auk Rítalíns) frá lækninum þínum og Glaxo(saman hinn raunverulegi eiturlyfjabarón), samt sem áður er milljónum eftir milljónum varið í að berjast gegn fyrri hópnum og lítið sem ekkert eftirlit með hverju læknar eru að útdeila. Róandi lyf og svefnlyf spila svo stórann þátt í glæpum svosem ránum, innbrotum, þjófnaði og kynferðisglæpum.

Samt eru þessi lyf afar auðveldlega aðgengileg fyrir næstum hvern sem er sem getur gert sér upp einkenni og farið til læknis.

Ekki koma og verja það að gefa börnum amfetamín nema þú hafir eitthvað að segja annað en "mér finnst", hef fengið nóg af því. Færðu rök fyrir því, það er að segja.

 

 


mbl.is Svínaflensa stórgróðafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

voru ekki keyptir 300 þúsund skammtar hingað heim ?

Jón Snæbjörnsson, 16.11.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Jújú, spurning hvort Halli Briem sé að fara að fá lúksussiglingu í boði Glaxo? Allaveganna golfsett myndi ég halda.

Einhver Ágúst, 16.11.2009 kl. 12:13

3 identicon

Fyrst kom fuglaflensan og gerði ekki annan óskunda en þann að gera fólk svolítið taugaóstyrkt gagnvart einhverjum ofurflensum sem "eiga" að fara að herja á okkur. 

En fuglaflensan er hlægileg flensa í samanburði við þær flensur sem herja á okkur á hverju einasta ári, venjuleg flensa stráfellir fólk í samanburði við fuglaflensuna.

En hræðslan gagnvart henni gróf um sig.

 Svo kemur Svínaflensan, og aftur byrjar hysterían.  Nema nú er til bóluefni sem hægt er að selja fólki.  Bóluefni sem var tilbúið áður en flensan byrjaði að herja á fólkið.   

http://www.patentstorm.us/applications/20090010962/fulltext.html 

Kíkiði á þennan link, þarna er sagt frá einkaleyfi á svínaflensunni.  Sá sem á þetta einkaleyfi er starfsmaður WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnun).  Og eins og kom fram í fréttum í dag ef ég man rétt þá er mikið af starfsmönnum WHO líka á launum hjá lyfjarisunum (þessum sömu og græða á þessari hysteríu)

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: SeeingRed

Rotinn er alltumlykjandi, ekki bara í banka og fjármálageiranum eins og margir virðast halda, auðvitað dreifir spillingin sér um öll svið og siðblinda í lyfjaiðnaðinum ætti ekki að koma neinum á óvart.

SeeingRed, 17.11.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband