30.11.2009 | 08:58
Er það endilega slæmt?
Fólki á vesturlöndum finnst almennt allt sem skerðir þægindakröfur þeirra bjánalegt, og kemur með mótrök um hugsanleg óþægindi.
Þegar ríkið nú leytar leiða til að spara og auka tekjurnar þá er eðlilegt að þessi þáttur sé tekinn fyrir þarsem þarna má auka eða allaveganna viðhalda sömu tekjum með aukinni gjaldtöku og jafnvel í leiðinni minnka mengun, umferð, slysatíðni og jafnvel lífstílssjúkdóma sem offitu og hjartasjúkdóma.
Við þurfum að skoða þetta málefni hvert og eitt, ég á pabba sem hjólar í vinnuna allt árið og það er fyrir mér mikill töffaraskapur enda hann í gríðargóðu líkamlegu formi og það mun taka mig 20 árin sem vantar uppá til að ná þessum lífstíl.
Það er vinna og hingað til hef ég verið of latur til að framkvæma það.
Bíllinn er gríðarslæmur ávani.
Bensínið kostar 60.000 meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
fólk ætti líka að venja sig á að keyra minna, eiga færri og minni bíla. Ekki er hægt að sjá að umferðarruglið´á höfuðborgarsvæðinu hafi minnkað í kreppunni. Nýlega komu ættingjar mínir frá Noregi í heimsókn. Eftir nokkra daga dvöl í Reykjavík, spurðu þeir mig: Hvar er eiginlega þessi kreppa á Íslandi? Enda von að spurt sé. Götur fullar af jeppum! Búðir fullar af varningi og fólki að versla! Veitingahús og skemmtistaðir troðfull! Það er engin kreppa á Íslandi. Skreppið þið bara til Riga í Lettlandi. Þar sjáið þið alvöru kreppu, meira að segja í EU. landi
oli (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:08
Við fækkuðum einmitt bílunum á heimilinu um einn og svo er það hitt að venja sig á aðrar samgönguleiðir...letin er að drepa mann.
Einhver Ágúst, 30.11.2009 kl. 09:27
Svar: já.
Þetta er ekki bara einkabíllinn, eða sá iðnaður sem byggir á honum, heldur allt sem tengist olíu og bensíni.
Til dæmis mjólk.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2009 kl. 09:49
Nú eru skiptar skoðanir með nauðsyn mjólkur sem næringar fyrir mannfólk þarsem hún er augljóslega ekki af guði gerð til þess arna, auk þess að engu öðru dýri enn okkur dettur í hug að drekka mjólk úr öðru dýri og svo sterk er tilfinning okkar fyrr móðurmjólkinni að flestum finnst það óhugsandi að drekka mannamjólk eftir að brjóstagjöf lýkur.
Ég er þannig séð ekki í neinu liði í þessu máli, hef aldrei drukkið mjólk eftir að móðir mín vandi mig af brjósti en finnst sumar mjókurvörur mikið sælgæti, svosem ís og ostar. En mjólkurþamb þykir mér undarlegt hjá fullorðnu fólki sem ekki einu sinni getur unnið kalkið úr mjólkinni. Sumir ganga svo langt að segja mjólk krabbameinsvaldandi.
Er eðlilegt og réttlætanlegt að flytja olíu um fleiri þúsund kílómetra leið til að flytja mjólk fleiri hundruð kílómetra leið? Ég er ekki viss, finnst það undarlegt einhvernveginn.
Það er nokkuð víst að olía sem brennd er er krabbameinsvaldandi auk annarra sjúkdóma í öndunavegi, auk þess mengar hún víða á ferðalagi sínu hingað.
Hvað er hægt að eyða mörgum desilítrum af olíu í að flytja líter af mjólk. Athugið að það var notuð olía til að flytja olíuna til að byrja með.
Allt sem tengist olíu bráðliggur á að endurhugsa, fyrir 40 árum þótti framúrstefnulegt að setja heitt vatn á leiðslur og í hvert hús og í dag höfum við sparað að mér skilst 800 milljarða á því snilldarbragði, þannig hættum við að brenna steingerfinga hér á landi til upphitunar og hreinlætis.
Afhverju sjáum við ekki fyrir okkur mjólkurlagnir að mjólkursamlögunum?
Einhver Ágúst, 30.11.2009 kl. 10:12
Sammála með bílinn, en ekki mjólkina. Ég held að allavega 9 af hverjum 10 rannsóknum sem gerðar hafa verið hafa sýnt fram á að þjóðir líkt og íslendingar sem drekka mikla mjólk fái síður mjólkuróþol - ég sjálfur drekk allt að 1-2 lítra af nýmjólk á dag: ég er cirka 80 kg. Nýmjólkin hefur þann einstaka hæfileika að innihalda næstum jafnhlutfall kolvetna,próteina og fitu. Mjólk er í dag mjög hollur og ódýr orkugjafi - ég myndi þó halda áfram að drekka hana þótt hún hækkaði eitthvað.
Kalk er að auki mjög nauðsynlegt steinefni og er ekki einungis gott fyrir tennur og bein eins og sumir halda, heldur gríðarlega mikilvægt í mörgum lífefnafræðilegum ferlum. T.d. þá geta flestir vöðvar sem maður notar ekki starfað án kalks.
I löndum sem mjólkurneysla hefur skerts eins og í japan t.d. þar hefur fólk mist eiginleikan til að brjóta niður laktósa (kolvetnin í mjólkinni).
.
Sigmar (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 10:20
Það eru 43 kílómetrar í mína vinnu!!!!!! Þið meigið ekki gleyma að það búa ekki allir 5k frá vinnu sinni!!!
palli (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:19
Heldurðu að það væri sami töffaraskapurinn í pabba þínum ef að hann þyrfti að vera með 3 lítil börn á bögglaberanum hjá sér sem að hann þarf að skutla hingað og þangað á leið í vinnu eða þá eins og þetta er hérna fyrir norðan að allt er á kafi í snjó meirihluta ársinns. Og eins erum við hérna á landsbyggdini mun háðari bíl en þið fyrir sunnan sem eruð vön auðu malbiki nánast allt árið um kring, því að það er ekki strætó hérna á hverju horni og við þurfum að sækja vinnu langt frá okkar heimilum. Þannig að bíllinn er ekki bara til þæginda heldur er hann mjög mikil nauðsyn !
En ég er hins vegar með góða lausn á málinu !!!!!!!!!!! Við tökum bara upp sama skatta kerfi og er í Noregi sem heitir "Byggðaskatt" sem er þannig að eftir sem þéttbýlla maður býr og hærra þjónustu stig maður hefur, þá borgar maður hærri skatta. Því að við erum ekki að nýta nema bara brot af þeirri þjónumst sem við erum að borga fyrir með skattinum !!!
María Rakel (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:31
Já þetta er slæmt, þessi hækkun fer beint út í vöruverð. Hugsar engin lengra í dag.
Hærra bensínverð, dýrara að keyra vörur í verslanir, HÆRRA vöruverð.
A.L.F, 30.11.2009 kl. 14:54
Ég, um, mig frá mér til mín og hugsar enginn lengra í dag?
Voða hugsið þið mikið um sjálf ykkur, auðvitað er erfitt að skutla börnum í skóla á hjóli en það gera það samt foreldrar sem ég þekki, auðvitað er erfitt að komast 43 km í vinnu en víða þarsem vð stelum þessari olíu ganga börn sömu vegalengd fyrir vatn, á íslandi er byggðaskattur María og hverju sveitarfélagi frjálst að hafa hann einsog það kýs minnir að það sé um 14% af skattinum og svo er eitthvað sem heitir þjónustugjald inní sköttunum.
ALF, var einhverntímann einhver von hjá þér að gjaldþrota þjóð sem okkar myndi sleppa í gegnum svona hremmingar með þvílíkar skuldbindingar sem við höfum án þess að vöruverð myndi hér hækka? Hvaða draumaheimi lifir þú í? Plús að er ósanngjarnt að ætlast til þess að olíufyrirtækin og verslanirnar beri þungann af þessu með okkur? Það væri nú undarlegt að gera kröfur á þessi okurfyrirtæki sem við höfum hlýtt hér í blindni þrátt fyrir að þau hafi ítrekað sýnt okkur ekkert nema óheiðarleika og vanvirðingu.
Að fólk útá landi nýti mun minna af þjónustu stenst nú ekki mikla skoðun allaveganna hef ég búið útá meirihluta afinnar og minnist þess ekkert að hafa farið eitthvað mina til læknis eða notað þjónustu hins opinbera eitthvað minna nema síður sé svosem póstþjónustu og auk þess eru laun almennt hærri hér í Reykjavík og þar af leiðandi hærri skattar á hverja persónu sem svo hækka þjónustustig og auk þess er langt á milli staða en 43 km er afar langt Palli og þú ættir kannski að skoða að búa nær.
Að vera mun háðari bíl á Akureyri en "fyrir sunnan" er svo bara blanda af leti og stolti þarsem Akureyringar taka bara ekki strætó af því að það er svo púkó og það er nú an mikilla vandræða hægt að labba flest á Akureyri svo lítil er hún, svo það að vera háður bíl á Akureyri er ekki ástæða til að ofnota upphrópunarmerki í rituðu máli. Ég var iðulega spurður í fjölskyldu boðum á Akureyri daginn eftir að hafa keyrt þangað "Er styttra frá Akureyri til Reykjavíkur en Reykjavík til Akureyrar? Nei manni virðist það þarsem það er svo erfitt fyrir ykkur fyrir sunnan að keyra hingað" Á þessum augnablikum gáði ég útum gluggann til að vera viss um hvar ég væri staddur, jújú um 400 km frá Reykjavík, í litlum bæ sem ég þekki vel og þykir vænt um.
Gríðarlegar bensínhækkanir liggja fyrir heiminum og eru væntanlega það eina sem mun stoppa ofnotkun og ofneyslu okkar af því að ekki munum við gera það af því að okkur finnst það góð hugmynd það er ljóst á svörunum, en með því sem hér er að gerast erum við að gera hluti sem í raun allur heimurinn þyrfti að gera og minnka neysluna með jákvæðum viðskiptahalla og minni ofurneyslu.
Epli sem þið borðið er með vatni sem dælt er mað olíu frá fátækari grannríkjum, olíunni er stolið af fólki landa með hervaldi til að flytja sama eplið til ykkar yfir hálfann hnöttinn. Áður var það merki um jól að sjá eplin í búðunum nú þarf eplamerkt rafmagnstæki til að framkalla sömu tilfinningu hjá okkur, erum við öruggleg að ná framförum?
Einhver Ágúst, 30.11.2009 kl. 16:06
Ég fæ ekki betur séð en að pistlahöfundur vilji færa dagatalið aftur um svona 60-70 ár. Ég keyri um það bil 25km á dag innanbæjar í Reykjavík sem rafvirki og það er með góðri skipulagningu á tíma til að lágmarka bílnotkun, ég get ekki séð að ég gæti boðið viðskiptavinum uppá það að mæta á reiðhjóli eða treysta á almenningssamgöngur. Byggðarskattar og styrkir til landsbygðarfólks er ekki leiðin, VIÐ fólkið höfum tekið ákvörðun um að fara þá leið að nota einkabílinn og búa í úthverfum og ríkisstjórnin sem er nota bene að vinna fyrir OKKUR og á ekkert með að refsa almúganum með auknum vörugjöldum og sköttum á bensín. Það er ekki eins og þessi aukna gjaldtaka á einkabílnum fari til uppbyggingu vegakerfis og almenrar þjónustu tengdri honum.
Ég sætti mig ekki við að borga ICESAVE skuld sem ég stofnaði ekki til í gegnum bensíndæluna.
Stebbi (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 17:43
Við stofnuðum til skulda við heiminn með því að ofnota og verða ofháð eldsneyti úr steingervingum, og ég vil frekar taka nokkur skref tilbaka og skila þjóðum sem ég hef rænt af alla mína tíð smá af þeirra náttúruauðlindum auk þess að taka ekki of mikla orku úr vistkerfi jarðarinnar.
Ég kýs að sjá þessar hækkanir sem leið til að hraða þeiri þróun, það hefur ekkert með minn vilja að gera, við munum aldrei gera þetta sjálfviljug enda of góðu vön.
Það er ekki endilega framþróun að rústa plánetunni okkar með græðgi og leti.
Og á tímum atvinnuleysis er kannski tækifæri til ða róa sig niður og komast af með minna en við gerðum í tíð ofgnóttar og ofsaneyslu.
Einhver Ágúst, 30.11.2009 kl. 17:50
Það er akkurat málið....það er sjálfsagt að greiða skattana ef þeir eru nýttir í samfélagið, en ekki til að borga skuldir örfáa manna...sem nota bene eru allir milljarðamæringar í dag...gerum þá upp fyrst og skoðum svo hvað stendur eftir!!!!!...en skellum þessu ekki bara beint á almúgann...
palli (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 17:59
Ágúst, ég held þú sért að gleyma einu.
Þegar bensín hækkar hefur það áhrif á neysluvísitöluna bæði beint í gegnum bensínkaup þeirra sem keyra, og óbeint í gegnum aukinn kostnað í vöruflutningum sem skilar sér svo út í verðlagið.
Ég er hvorki klár í bóhaldi né stjórnmálum en ef ég man rétt miðast verðtryggð lán heimilanna við neysluvísitöluna og ef svo er hlítur greiðslubyrgði heimilanna að aukast enn meira í hlutfalli við vísitöluna, óháð því hvort viðkomandi heimili reki bíl eða ekki.
Sama hversu duglegur þú ert að hjóla upp brekkur í 30cm snjó með 25m/s mótvind og allt það mun þetta samt hafa áhrif á þig líka því þegar greiðslubyrgði heimilanna hækkar geta þau þar af leiðandi keypt vörur fyrir minni pening, þe. peninginn sem myndi annars borga laun annarra (jafnvel þín laun). Og ef fyrirtækin geta ekki borgað laun fara þau á hausinn, segja upp starfsmönnum, eða hækka verð sem skilar sér svo aftur inn í neysluvísitöluna...
En eins og ég sagði þá hef ég ekki hundsvit á þessu þannig það væri fínt ef einhver kann á þetta geti staðfest eða leiðrétt það sem ég var að segja.
HB (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.