3.12.2009 | 12:16
Hvað eru 580 milljónir?
Er það ekki niðurskurður í grunnþjónustu leikskólabarna? Það þykir mér undarlegt og merkilegt að halda þessu fram til að koma höggi á stjórn landsins.
Það vekur mér ugg að tveir stærstu flokkar landsins séu í einhverjum uppgjörshug gagnvart hvor öðrum á þessum válegu tímum, orku þessa fólks væri betur varið í að vinna saman að lausn vanda þjóðar og borgar en að ver eilíft að skíta hvort annað út.
Vissulega eru Jóka og Steingrímur ekki vön að hafa völdin og virka kauðsk en hefur einhver í alvör ástæðu til að væna þau um óheilindi? Og vissulega eiga Sjallar að skammast sín og sýna auðmýkt efitr það sem á undan er gengið.
En að borgarstjórinn og Dagur B sjái ekki sóma sinn í að tala um fjármál borgarinnar af ábyrgð og sýna okkur þegnunum að þau séu að vinna okkur í hag er dapurlegt.
Annars verð ég að játa það á mig að ég er einlægur aðdáandi Hönnu Birnu, hún er kreftakona og hefur tekist að róa öldurnar áður í borgarstjórn, hún ætti að sýna sama viuljan til að lægja öldurnar í landsmálunum ekki ýfa upp óvinsemd og hatur milli fólks með svona ræðum og sendingum.
Hanna Birna: Standa vörð um velferðarþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.