En auðmjúkt....

En ef ég væri svo óvinsæll og hræddur að það þyrftir 2 milljarða til að veita mér friðarverðlaun þá held ég að meira segja ég myndi hugsa minn gang.

Þetta er skammarlega heimskulegt, maður sem ekkert hefur gert nema stuðla að dauða og eyðileggingu fær verðlaun fyrir friðarstarf, þessi verlaun eru með öllu verðlaus hér eftir.

Obama fyrirskipaði nýverið aukningu í herliði USA í Afganistan um 30 þúsund og lagði fram áætlun um frekara stríð þar næstu 3 árin eða heppilegt nokk framað næstu kosningum um hvort hann haldi stólnum eður ei.

Hann er stríðsherra og byrjar af meiri krafti en meira segja Bush.

Bætt öryggi einsog heimslögregla USA sér það er ekki friður heldur ógnarstjórn og þeim er að takast að koma þessum boðskap að í dag bæði með hjálp Nóbelsverðlaunana og loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna þarsem nýtt bankakerfissvindlkerfi sem snýst um kolefnisgróða og markaðsbrask með mengun sem auðvitað er svo okkur þróuðu ríkjunum í hag.

Og svo leitum við logandi ljósi af nýju Tiger til að dýrka?

 Hann heitir nú einu sinni Tiger, fer átján holur á dag og er með stærsta dræverinn.

Visbendingarna voru alveg þarna gott fólk. 


mbl.is Obama: Friður mikilvægari en verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bush hóf ferill sinn (eftir 11 september fiaskóið) með innrás í Afganistan, og tveimur árum seinna, innrás í Írak!!

Bush ætlaði Bandaríkjunum örugglega að skröltast um í báðum löndunum MUN lengur en áætlanir hans Obama allavega líta út eins og stendur. Ef Dick Cheney hafi ekki talað um nokkra áratugi eða lengur.

Ekki reyna að bera saman þessa tvo menn, þegar Obama hefur ekkert gert annað en að erfa ákvarðanir hans Bush og ekkert er vitað hvað hann mun á endanum ákveða að gera. En Obama hefur þó talað um að binda enda á bæði stríðin (sem er hægara sagt en gert, vægast sagt) innan fimm ára.

Hinsvegar á hann þessi Nóbelsverðlaun alls ekki skilið, frekar en nokkur annar þjóðarleiðtogi, sérstaklega þegar Gandhi fékk þau ekki.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Einmitt, við drepum þá sem eiga að fá þau af því að þeir benda okkur á allsherjargallann í kerfinu okkar......það er svo óþægilegt að horfast í augu við afleiðingar eigin gjörða og sjá fram á að þurfa að breytast.

Einhver Ágúst, 10.12.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Bandaríkjamenn hafa verið að skröltast um í báðum þessum löndum síðann áður en ég fæddist eða uppúr 1970, og þeir munu ekki fara fyrr en olían þverr...því er nú miður.

Jújú Obama er með 3ja ára plan um stríð í Afghanistan en það stemmir einmitt við næsta forsetaval þar í landi og forseti í stríði tapar ekki kosningu í USA, ekki einu sinni Nixon í miðju Watergate.

Einhver Ágúst, 11.12.2009 kl. 00:11

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er aldrei þessu vant ekki sammála þér.  Takk annars kærlega fyrir síðast.

Ég held að Obama sé kannski sá sem gæti ollið straumhvörfum í Bandaríkjunum. Hann á alla mína samúð í ákvörðun sinni um að senda hermenn ´til Afganistan.

Værum við honum ekki þakklátir ef hann sendi nokkra gæsluliða hingað ef hér væri hópur manna að drepa alla þá (aðallega konur og börn) sem búa fyrir vestan læk.

Gorbasjov var sá sem kvað niður kommunistagrýluna, það mun kosta blóð svita og tár að uppræta spillinguna sem upp úr því spratt en það er trúa mína að við séum á nokkurs konar ögurstundu í lífinu hér á jörðu.  Það þarf góða menn til að hjálpa til. þ.á.m. Obama.

Hlýnun jarðar, Brjálaðir Talibanar, misrétti hverskonar, fátækt, spilling svo ég tali ekki um hungruð börn í þróunar´ríkjunum.......

Auðvitað átti hann ekki að fá friðarverðlaunin. Bondevik vildi bara fá hann på visit

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.12.2009 kl. 19:36

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Hverja eru Talibanarnir að reyna að drepa? Hverjir sköpuðu Talibana?

Hvernig geturðu samþykkt mann sem lýgur um breytingar og skipuleggur svo 3ja ára stríð með aukningu uppá 30000 manns í herliðinu í stríði sem er búið að standa síðan uppúr 1970? Stríði sem snýst BARA um olíu og meira að segja í Afganistan um olíuleiðslur. Mann sem er búinn að fatta að forseti í stríð tapar aldrei kosningum í USA og ALLT hanns líf snýs nú um að halda völdum.

Ertu í alvöru að kaupa þetta stríð fyrir frið bull?

Einhver Ágúst, 11.12.2009 kl. 22:22

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þegar Obama var í kosningabaráttunni, sagðist hann ætla að draga herlið sitt til baka frá Írak en auka við í Afghanistan.  Ég trúi því að þessi maður ætli sér að breyta, jafna réttindi og kjör og ég mun trúa því þar til annað sannara reynist.

 Ég trúi ekki á stríð, er ekki nógu vel að mér, en ríf kjaft afþví bara.......

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.12.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband