Hver er munurinn á Íslendingi og Útlendingi?

Afhverju fær íslenskur yfirmaður konunnar mun mildari dóm en útlendur nauðgari fékk í gær?

Erum við alveg klikk? Er samræming engin eða dæmum við eftir þjóðerni?

Auk þess er útlendingurinn nafgreindur um allt en hvergi íslendingurinn.....ég fullyrði ekki að það eigi yfir höfuð að nafngreina en allaveganna skyldi það sama ganga yfir alla á hvorn veginn sem er.


mbl.is 3 ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vinatengslin og klíkurnar hafa gert þessa þjóð kexruglaða og siðlausa.

Finnur Bárðarson, 18.12.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Veistu, ég hugsaði akkúrat það sama í gær. Fannst dómurinn sem útlendingurinn fékk frekar þungur miðað við hvað gengur hér og gerist.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.12.2009 kl. 15:13

3 identicon

Hvers vegna er útlendingurinn nafngreindur í sínum nauðgunardóm en ekki íslendingurinn? Útlendingurinn er bæði nafngreindu í héraðsdómi og hæstarétti.

Donman (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Páll Jónsson

Æ ekki þessa vitleysu. 

Erlendi maðurinn hlaut sérstaklega þunga refsingu vegna þess að hann var gríðarlega hrottafenginn og skildi konuna eftir með mikla líkamlega áverka. Sem þú myndir vita ef þú hefðir nennt að eyða 10 mínútum í að renna augunum yfir þessa dóma áður en þú tjáðir þig um þá.

Páll Jónsson, 18.12.2009 kl. 15:22

5 identicon

Sammála nafna mínum að ofan.

Það að gaspra um niðurstöður dómsmála sem þú hefur greinilega ekki lesið er fremur glatað. 

Hæstaréttardómurinn

Umræddur héraðsdómur

Lestu yfir og segðu svo, af verknaðarlýsingu að dæma, að réttlætanlegt hefði verið að dæma mennina til sömu refsingu.

Annar Páll (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 16:47

6 identicon

Pálarnir hér að ofan vita hvað þeir syngja. Margt sem spilar inn í sakarmatið; grófleiki, sakaferill, aldur og fleira. Spurning að renna yfir dómana áður en maður fer að gaspra, jafnvel skoða hegningalögin sem varpa nokkru ljósi á misþunga dóma.

http://www.althingi.is/lagas/137/1940019.html

Ekki Páll (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 17:26

7 identicon

Mér fyndist allt í lagi að mismuna fólki eftir ríkisfangi, einnig útlendinga sem síðar eignast íslenskt ríkisfang.

Arngrímur (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:38

8 identicon

Ef að eftirnafn einhvers endar ekki með son eða dóttir,

þá skal ÚT ÚR LANDI MEÐ ÞÁ !!!!!

Garðar (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 21:57

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég spyr einsog fávís maður, er ekkert mikið að gaspra bara að spyrja en munurinn er mikill í tveim málum þarsem brotið er það sama vissulega er áherslumunur á grófleika en einnig er nú eitthvað sem heitir að misbeita stöðu sinni sem yfirmaður í hinu tilfellinu. Einnig er nú nafngreining útlendings en ekki íslendings afar sterk vísbending um fordómafulla dómstóla og fjölmiðla. Svo ég spyr....

Refsirammin er að mér skilst 1-16 ár, það er gríðarlega opið til túlkunar og hefur nú trendið verið að dæma frekar stutta dóma í þessu á móti að dæma afar háa dóma í fíkniefnamisferli, bæði ólöglegur gjörningur en í einu tilvikinu eru nú "þolendurnir" allaveganna sjálfviljugir, jafnvel afar viljugir.

En aftur að því að ég spyr spurninga, varla er það svo mikið gaspr?

Harkaleg svör ykkar og vörn gefur mér bara enn meiri ástæðu til að gruna að Íslendingar séu fordómafullir og sérhlífnir.

Ég sagði til dæmis aldrei að það hefði átt að dæma þá í sömu refsingu, en 50% lengri dómur er afar mikill munur, 3 ár og 48 mánuðir er mikið rými til túlkunar fyrir löglærða menn. Og þá tel ég hollt að spyrja, jafnvel þó maður geti haft rangt fyrir sér sem ég vona í þessu tilfelli, en spyrjum samt þó Pálunum þykið það heimskulegt og óþarfi. Pálarnir sko....

Einhver Ágúst, 18.12.2009 kl. 22:08

10 identicon

Þú virðist nú sjálfur þungt haldinn a fordómum, gefur þér að dómurinn og nafnbirtingin byggist á kynþáttahatri, án þess að hafa skoðað málið.

"Harkaleg svör ykkar og vörn gefur mér bara enn meiri ástæðu til að gruna að Íslendingar séu fordómafullir og sérhlífnir"

Ætlarðu að dæma alla þjóðina sem fordómafulla og sérhlífna út frá svörum nokkurra bloggara sem eru að reyna að hjálpa þér. Þetta lýsir fordómum þínum gagnvart þinni eigin þjóð.

Algengasta skýringin á nafnleynd brotamanns í nauðgunarmáli er tillitssemi við fórnarlambið, í þeim tilfellum þar sem tengsl eru á milli þeirra.

 

magnús (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:52

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Varla get ég byggt skoðun mína á kynþáttahatri þarsem ég hef engar upplýsingar um hvort maðurinn sé hvítur eða svartur, aðeins að hann er útlendingur.

Og er ég þá með fordóma gegn fordómum?

Einhver Ágúst, 18.12.2009 kl. 22:57

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

" Ef að eftirnafn einhvers endar ekki með son eða dóttir,

þá skal ÚT ÚR LANDI MEÐ ÞÁ !!!!!"

Já, segi það! Burt með þessa helvítis Blöndala og Schevinga og Johnsena...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.12.2009 kl. 10:54

13 identicon

Tinna thad vantar lika Möler,hansen,bergmann,  thvilikt og annad eins bull..

fordomar eru omurlegir!!

skil ekki og vill ekki skilja svona hugsunarhatt...

baby (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 10:59

14 Smámynd: Einhver Ágúst

Hvað er Gígja?

Einhver Ágúst, 19.12.2009 kl. 12:50

15 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Enda var þetta kaldhæðni.

Gígja er nafnorð og getur t.d. átt við hljóðfæri. Í þessu tilfelli er það þó ættarnafn.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.12.2009 kl. 20:52

16 Smámynd: Páll Jónsson

Ekkert að því að velta fyrir sér hvað veldur þessu en það er skynsamlegast að sleppa sleggjudómunum nema maður ætli að kynna sér málið fyrst.

Ég veit ekki af hverju aðeins annar dómurinn er nafnlaus en það þarf þó ekki endilega að vera svo skrýtið. Menn gleyma því oft hér á blogginu að tilgangurinn með nafnleysinu er að vernda fórnarlambið, ekki hinn dæmda. Fólkið sem telur sig vera miklar hetjur þegar það nafngreinir menn opinberlega sem hafa misnotað börnin sín hugsar sérstaklega lítið út í þetta. Ein möguleg útskýring sem kemur upp í huga mér er að nafngreiningin á erlenda manninum var ekki til þess fallin að valda fórnarlambinu neinum erfiðleikum en nafngreiningin á innlenda manninum hefði kannski getað gert það.

Ef þetta var tilfellið, þ.e. að hagsmunir fórnarlambsins kröfðust bara nafnleyndar í öðru málinu, þá er þetta fullkomlega eðlilegt.

Páll Jónsson, 19.12.2009 kl. 22:09

17 Smámynd: Einhver Ágúst

Tinna:heheh, já enda þekki ég tvo karlkyns Gigjur og þaðan er djókurinn....kaldhæðni velkomin.

Og Páll þó augljóst sé að við sjáum heiminn aðeins útfrá sitthvorum sjónarhólnum þá er ágætt að við séum að róast. Þessi mál eru alltaf viðkvæm og þess þá heldur gott að ræða málin og spyrja spurninga, engir sleggjudómar hér...

Einhver Ágúst, 20.12.2009 kl. 01:45

18 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er kannski fullþungur en þungt haldinn er ég nú ekkert, en takk fyrir að hafa áhyggjur af mér, ég vildi einmitt að þetta myndi sem mest snúast um mig.

Einhver Ágúst, 21.12.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband