Jújú, skoðum þá...tökum 3 ár í þetta, er það ekki ráðherrafyrningin?

Álit þessarar blessuðu lögfræðistofu hefur þegar komið fram og nú á að mjólk það enn frekar til að bjarga einhverju, en hverju? Ekki aðeins eru allt of margir spillingarprinsar- og álprinsessur en á þingi svo að það geti starfað heiðarlega, hugsanlega um 6 manns sem hafa orðið brotleg við lög og misnotað sér aðstöðu sína til eiginn hagnaðar. Þessutan er kerfið sem unnið er eftir meingallað, Alþingi sem krefst virðingar með svona vinnubrögð endalaust er einsog glæpamaður sem stórundrandi er læstur inni fyrir verk sín. Sjáið bara verk Samfylkingar í samvinnu með Björgúlfi einsog ekkert hafi í skorist og hve sár Katrín Júl varð þegar einhver vogaði sér að nefna það.

Og Sif Friðleifs talar um fingurinn?  

En siðavendni stjórnarandstöðunnar er afar athyglisverð, en mest virðist mér þetta allt unnið til að koma eigin fólki undan rannsóknum og hugsanlegum dómum sökum fyrningar ráðherraábyrgðar.......inn á milli er eflaust einhver sem heldur að hann sé að vinna þjóðinni gagn með þessu þófi.

En eiginhagsmunir stjórnenda risafyrirtækja, banka, álvera og þeirra einkaþingmanna sem voru djúpt í spillingunni og fjármálaóreiðunni má ekki koma upp, um það snýst baráttan á þingi þessa dagana.

Og svo erum við þegnarnir að rífast og skipta okkur í lið eftir þessu rugli, ýmist trúandi þessum málsaðila eða hinum.

Við erum afar barnaleg.

Þetta snýst bara um peninga og þá ekki okkar peninga, og Icesave er í raun viðurkenning á að sjálfstæðisflokkurinn gerði gríðarleg mistök með allt sitt besta fólk í broddi fylkingar bankans.

Mér þykir ekkert undarlegt að þeir vilji verja það


mbl.is Vilja sjá tölvupóstana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

þessi útrás verður bara kölluð því sama og þegar gömlu Íslensku víkingarnir fóru í ránsferðir til annara landa í fornöld, og voru hetjur þegar þeir komu heim með góssið. Svo komu tölvur og öðruvísi reglur, enn verkin eru nákvæmlega þau sömu.

það voru að vísu engin dráp fylgjandi þessum útrásim í dag, og þó...

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband