Gott að vera í vari....

Skynsamlegt af þeim að sigla í land þarsem það er að koma óveður, vona að inniveran verði þeim góð í faðmi fjölskyldunnar.

En endilega hættið að væla yfir afslætti á skatta sem við hin þurfum að borga, af einu laununum í landinu sem hafa hækkað allverulega eftir hrun.

Og látið ekki útgerðarkonungana ykkar nota ykkur svona auðveldlega í valdataflinu.

 


mbl.is Eyjaflotinn kominn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Já enda heitir höfnin í Vestmannaeyjum Friðarhöfn. 

GAZZI11, 21.1.2010 kl. 14:11

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er ekki tilvalið að hirða af þeim kvótann okkar fyrst þeir eru allir komnir á sama stað og hleypa þeim ekki aftur út nema þeir leigi hann aftur af réttmætum eigendum - okkur. Vilji þeir það ekki er fínt að leigja hann bara hæstbjóðanda.

Þór Jóhannesson, 21.1.2010 kl. 14:13

3 identicon

þetta "væl" þeirra útaf sköttum er c.a 900 krónur á dag miðað við að vera úti á sjó og þá miðað við fyrir skatta, dagpeningar í dag eru 18700 krónur á dag miðað við gistungu og fæði, þessar 18700 kronur eru skattfrjálsar og skiptir þá engu máli hvort viðkomandi hafi notað 18700 krónur eða 0 krónur til að borga fyrir gistnguna og fæði, sanngjarnt, tja held ekki.

Og þór, þú átt engann kvóta, það hafa allflestir eða yfir 90% þeirra sem núna halda útí útgerð borgað milljónir, tugi, hundruð og yfir milljarð fyrir kvótann, ætlar þú að endurgreiða þeim það úr eigin vasa til að fá að nota þetta??? Auk þess borga útgerðið hærri skatta en önnur fyrirtæki í gegnum auðlindagjaldið, það væri kannski ágætt fyrir t.d bæjarrottur sem vita ekki hvað sjómennska og útgerð er að kynna sér aðeins málin áður en þeir heimta að fá "kvóta" í gjöf frá ríkinu.

Gummi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:18

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Hehehe, eldfimt mál.

Afhverju blandar "Gummi" saman dagpeningum og sjómannaafslætti? Skrítið þarsem sjómannaafsláttur var settur á til að leysa kjardeilu sjómanna við þessa sömu útgerðamenn og þeir verja með blóði sínu, þið eruð nú full meðvirkir í þessum bransa.

Og ef maður vogar sér þá er maður bæjarrota sem ætti ekki að þekkja nöfn einsog Sveinn Hestur, Siggi Kúld og Rasmus danski kokkurinn skítugi á Ásbirni.

Gummi, hoppaðu í sjóinn og kældu þig í Friðarhöfninni.

Einhver Ágúst, 21.1.2010 kl. 14:23

5 identicon

Kvótakerfið er eins og lénskerfið sem var við líði á miðöldum í Evrópu. Ef ég vill veiða fisk þarf ég að leigja réttindin af lénsherrum hafsins.

Gummi mér finnst sjómenn ekki vera á góðum launum og þeir eiga betur skilið, mér finnst bara að kvótakóngarnir og sægreifarnir geti borgað starfsmönnum laun úr sínum eigin vasa, ég á ekki að þurfa að vera af skatttekjum svo að kvótakóngarnir eigi meiri peninga til að braska með. 

Burt með lénsherra hafsins og auðlindir þjóðarinnar aftur í hendur þjóðarinnar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:23

6 identicon

Djöfulsins rugl er þetta í þér. Enginn sjómaður er notaður af útgerðarmanni í þessu máli. Þetta kemur jafn illa niður á þeim og útgerðinni (þ.e. fyrningarleið og útflutningsálag). Gleymdu því ekki að laun sjómanna eru gengistryggð. Ef gengið styrkist t.d. um 50% þá lækka laun sjómanna um 50%. Þetta er ekki flókinn reikningur. Eina sem bjargar sjómönnum í dag er gengið á krónunni. Fiskverð í evrum og pundum er það sama og fyrir hrun. Sjómannaafslátturinn er einfaldlega í kjarasamningum sjómanna. Þó það nú væri að menn reyni að verja sín kjör.

Guð geymi þig...

Hugsuður (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:31

7 identicon

Ofboðslega er erfitt fyrir menn að skilja að 90% eru búnir að kaupa sinn kvóta og þessir svokölluðu kvótagreifar eru ekki lengur með útgerð, löngu farnir. Finnið þið þessa menn og rukkið þá. Ekki þá sem eru núna við störf.

Svo er annað sem er aldrei talað um... hvað á að gera við lánin sem útgerðamenn tóku til að KAUPA sér kvóta?

svona er þetta (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:48

8 identicon

Þór, það sem núverandi ríkisstjórn vill gera er að ríkisvæða kvótann. Ríkið er ekki þjóðin...eins og þú ættir kannski mætavel að skilja eftir gífuryrði þín um síðustu ríkisstjórn. Að koma kvótanum í hendur ríkisins mun orsaka það að vel reknu útgerðirnar fara á hausinn, í staðin koma leiguliðar ríkissins með offjárfestingu í tækjum og fá lítinn kvóta á háu verði til að reyna að standa undir því. Gæðum afurða hrakar, sölusambönd tapast, framboð verður lélegt og á endanum þarf þjóðin að borga með útgerð á íslandi en nýtur ekki arðs af henni eins og nú er.

...þetta er ekkert nýtt, þetta hefur allt verið reynt áður. Stjórnmálamenn síst til þess fallnir að stýra.. þetta áttu að vita. ...að auki er núverandi ríkisstjórn eins og hópur af öpum sem ekkert vit hefur á því sem það vill hafa vit fyrir öðrum með.

Jóhannes Þór (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:49

9 identicon

Það er nú ekki alveg þannig að 90% kvótans séu í nýjum höndum því í mörgum tilvikum hafa fyrirtæki sameinast og þá heitir það m.a. að kaupa kvóta. Í mörgum tilvikum eru það erfingjar gömlu kvótagreifanna sem stjórna rekstri fyrirtækjanna. Ég kalla það ekki nýliðun en ég veit að þannig vilja LÍÚ menn túlka það.

Útgerðarmenn geta í raun ekki vælt þó þeir skuldi mikið vegna kvótakaupa. Þeir vildu sjálfir og fengu að veðsetja óveiddan fisk þ.e.a.s. kvótann og veðjuðu á það líkt og sumir veðjuðu á hlutabréfakaup. Margur verður af aurum api og það á kannski við hjá sumum kvótaeigendum. En mig grunar að stærsta vandamálið með skuldir útgerðarmanna séu vegna þess að þeir veðsettu kvótann sinn, tóku lán og keyptu hlutbréf í alls ótengdum rekstri. Þessi hlutabréf eru mörg hver varla þess virði að skeina sér með og þetta er líklega stærsta ástæðan fyrir vanda útgerðarfyrirtækja.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:12

10 identicon

Það eru bara svo gríðalega margir útgerðamenn sem eru heiðarlegir og hafa puðað  árum saman.  Þessar breytingar mun fara verst með þá. En það er alltaf verið að alhæfa út af þessum nokkrum.

Eina sem þetta gerir er að henda þeim heiðarlegu og duglegu út úr greininni en þeir sem hafa "braskað" halda því áfram. Svo einfalt er það.

svona er þetta (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:45

11 identicon

Afnám sjómannaafsláttar er skref í rétt átt. Sjómenn eiga miklu frekar að fá greidda dagpeninga eins og aðrir sem þurfa að vera fjarri heimili sökum vinnu. Það kæmi út sem mun meiri skattaafsláttur heldur en nokkurntíman sjómannaafsláttur.

Sindri Ólafs (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:46

12 identicon

Jóhannes, þetta er alrangt hjá þér. Velrekin útgerð fer ekki á hauinn við að missa kvótann. Vel rekin útgerð þarf bara að geta veitt fisk, sem hún getur áfram þó að hún "eigi" ekki kvótann. Illa reknar útgerðir fara á hausinn af því að þær meiga ekki við að missa kvótann, því þær eru búnar að skuldsetja sig upp í rjáfur og búnir að eyða peningnum í brask.

Já svo eru útgerðakóngarnir búnir að sannfæra starfsmenn sína að þeir missi vinnuna og þeir verði atvinnulausir ef kvótinn verður tekinn af þeim. Þessvegna syngja almennir sjómenn með grátkór lénsherranna. 

Svo get ég ekki séð að það skipti neinu máli að eitthver hafi keypt kvótann "sinn", þessi aðilli keypti hann ekki af mér eða samborgurum mínum, sem eru réttilegir eigendur kvótans.  Þið vitið að það er ólöglegt að kaupa þýfi, þeir sem keyptu kvótann sinn voru að kaupa þýfi. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:46

13 identicon

Bjöggi það er nú bara ekki í lagi ...það eru sem sagt allir útgerðarmenn þjófar, ég hef nú heyrt margt vitlaust en þetta fær alveg fyrstu einkunn í vitleisunni. 

Spurning um að nota hluta af þessum pening sem allir halda að þjóðin muni "græða" við að taka kvótan, sem allir virðast eiga, til að byggja fangelsi í hverju sjávarplássi og henda hálfu plássinu í steininn. Meira ruglið, það er ekki hægt að ræða þetta á vitrænan hátt við suma

svona er þetta (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 16:14

14 identicon

Kvótanum var stolið af þjóðinni og hann gefinn vinum ríkisstjórnarinnar, núna hafa sumir þessir vinir selt kvótann sinn. Get ekki séð betur en það sé verið að versla með þýfi. En lögin eru samnin fyrir og í kringum lénsherrana, þannig að ég hef litlar áhyggjur að þeir fari í steininn.

Þetta er ekki spurning um peninga heldur spurning um réttlæti og jöfnuð. Mér finnst ekkert sanngjarnt að menn geti keypt upp auðlyndir ÞJÓÐARINNAR, og sópað peningum í sinn eigin vasa.

Þeir sem vilja halda kvótanum í höndum á lénsherrunum er kannski líka sammála um að vatnið okkar eigi að vera í einkaeigu lénsherra. Flott þegar við deyjum úr hungri og þorsta af því að við eigum ekki nógan pening handa lénsherrunum svo við getum fengið að borða og drekka.

Pottþéttasta leiðin til að arðræna almenning er að setja SAMEIGINLEGU auðlyndirnar okkar í hendurnar á einkaaðilum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 21:13

15 identicon

Við eigum bara að leigja út nýtingarétt á auðlyndum þar sem tekjur renna í ríkiskassann og við fáum öll að njóta góðs af þeim. Ekki bara nokkur hundruð sægreifar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 21:15

16 Smámynd: Sigurður Helgason

Nei það er svona með suma að ekkert vitrænt kemur frá þeim,

Eins og svona er þetta kemst að orði, en áttar sig ekki á því að það eru engin sjávarþorp eftir, svo engin fangelsi verða byggð og enginn helmingur þar inn,

Talandi um vitrænar umræður undir nafnleynd, þetta flokkaðist undir vesaldóm í mínu sjávarþorpi sem löngu komið í eyði, í boði kvótakónga sem hirtu ágóðan og lifa í vellystingum og fólkið situr eftir með sárt ennið,

Sigurður Helgason, 22.1.2010 kl. 01:27

17 Smámynd: Þór Jóhannesson

Við erum ríkið - ríkið er við ;)

Þór Jóhannesson, 22.1.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband