Væntingarvístitala?

Vá og hvað tók þetta langann tíma, hversu stórt er úrtakið og hvað kostar svona bull?

Ég hefði geta sagt ykkur þetta ókeypis, en það er kannski þess vegna sem ég er bjartsýnn og fullur trúar á að við hverfum að sumu leyti aftur til gamalla gilda og að öðru leyti getum við tekið upp nýjar hugmyndir.

Gallup, Capacent og fleiri greiningarfyrirtæki eru alveg hræðileg fyrirbæri í mínum augum, að mæla hitt og þetta er bara leið til að sannfæra, það er hægt að haga öllum könnunum bara eftir hvað viðkomandi vill fá út og svo til að vera alveg viss er hægt að lesa útúr niðurstöðum eftir hentugleika...fyrirtæki sem selja kannanir munu seint segja kaupendum sannleikann enda er það ekki markaðsvænlegt né arðvænlegt samkvæmt rannsóknum.

Það er ekkert sérstakt áhugamál hjá fólki að tala mikið við þá sem gagnrýna þá og þora að segja þeim satt.

Ég eyddi heilum vetri í að læra gæðastjórnun bara til að komast að því að þetta er rugl, grunnhugmyndir Demings eru ágætar og í raun fallegar, en framþróun þessa í skrímslið ISO eru bara einsog flest mannleg kerfi ofvaxin og óviðráðanleg.


mbl.is Íslenskir neytendur svartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ótrúlegt en satt.

Að þú skulir vera orðinn svona jarðbundinn Gústi minn.  Ég er himinsæl yfir því ásamt öllu öðru sem þér við kemur.

Þetta er ekki flókið.  Newton lögmálið er enn í fullu gildi.

Og það sem fer upp kemur niður.  Og þú færð ekkert út nema að leggja inn.  Og gleðibankinn ber mesta ávöxtun.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.2.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband