Hryllingur í nafni Íslands

Mér verður halfflökurt þegar ég les og hugsa um að þarna séum við í NATÓ að láta sprengjum rigna yfir börn og gamalmenni og almennt saklausa borgara og svo verðum við rosa hissa þega einhver gerist hryðjuverkamaður!! Það segir nú ðu bara sagana að af Davíð og Golíat að DAvíð rís upp gegn ofuraflinu og beitir jafnvel lúalegum brögðum til að fella risann, en okkar lúalega stefna að vera með tæknilegustu heri heims í einu landi í nú meira en 40 ár og sprengja drepa og limlesta borgara þess lands er kannski ekki nest utanríkisstefna sem við getum tekið? Og við getum ekki verið alveg svakalega hissa þegar það verður gróðrarstía fyrri hatur á vestrænum gildum og þá sérstaklega vinum okkar Bankaríkjunum, ekki að ég sé að réttlæta neitt ofbeldi yfirhöfuð, ég vil bara ða við hættum í NATÓ.

Afhverju semur ekki VG við Samfylkinguna í nýja stjórnarsáttmálanum um að þeir séu tilbúnir að láta eftir í ESB málinu ef Samfylkingin samþykkir að segja okkur úr NATÓ, það þætti mér þjóðráð og yrði okkur til mikils framdráttar, því að svo lengi sem við erum í þessu hörmulega stríðabandalagi gegtur enginn Íslendingur skorast undann svona fréttum eða firrað sig ábyrgð, blóð þessa fólks er á okkar höndum, og það eru meira að segja Íslendingar þarna úti að skjóta fólk klæddir og kallaðir friðargæsluliðar. Er siðferði og samfélag okkar þess megnugt að vera að flytja það út akkúrat nú um stundir eða ættum við að taka okkur sjálf saman í andlitinu?

Hellismuninn er meira að segja ekki ósvipaður Íslandi í laginu


mbl.is Yfir 100 létust í loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband