Já við komum inn fyrst af öllum töpurunum.

Við erum krútt, ef illa gengur í Júróvisíón er það spilling og austur evrópskt samsæri og keppni hvort eð er svo rosalega hallærislega og banal að það tekur því ekki að taka þátt.

En ef vel gengur verða meðalhæfileikaríkir tónlistarmenn og lagahöfundar þjóðhetjur á augnabliki og það fyrir að verða í öðru sæti, og Eurovision/Grand Prix einhver mesti menningarviðburður mannkyns.

Í dag þótti það fréttnæmt að aðeins einn bar í NY sýndi keppnina og þar sat íslensk kona með Bobbysocks.

Sigmari kom það sko ekkert á óvart að Kýpur greiddi Grikkjum 12 stig eða Andorra greiddi Spáni 12 stig, hann dæsti og fussaði, en þáði svo 12 stig frá fændum vorum Norðmönnum sem tryggðu okkur efsta sæti meðal taparanna í froðukeppni án athugasemda.

Til hamingju Ísland með að hafa orðið í öðru sæti í keppni sem hefur getið af sér 3 góð lög á hvað rúmlega 50 árum?

 


mbl.is Líkti Jóhönnu við Scarlett Johansson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst hún nú ekki líkjast Johansson en hvað um það...maðurinn er íri! ekki breti. Uss uss ekki vinsælt að kalla íra breta...

Iris (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:04

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Aðeins 3 lög á 50 árum ? það eru gott betur en 3 lög sem hafa slegið í gegn á þessum 50 árum, svo sem:

Ein bißchen Frieden flutt af Nicole - Þýskaland
J'aime la vie flutt af Söndru Kim - Belgía
Waterloo flutt af ABBA - Svíþjóð
La det swinge flutt af Bobbysocks - Noregur
Congratulations flutt af Cliff Richard - Bretland
Save Your Kisses for Me flutt af Brotherhood of Man - Bretland
Ne partez pas sans moi flutt af Celine Dion - Sviss
Nel blu dipinto di blu flutt af Domenico Modugno - Ítalía

Listinn er langt frá því að vera tæmandi, slatti af öðrum lögum sem hafa slegið í gegn og fengið mikla spilun, góðar stundir og takk fyrir framboðið X-O lengi lifi ! 

Sævar Einarsson, 19.5.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Bloggvinur - thj41

Fyrir utan þennan furðufugl er bloggvinalistinn hjá þér með ágætum góður, ástæðuna sérðu hérna

Sævar Einarsson, 19.5.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahaha...já Sævar en þér láist að taka eftir að ég segi "3 GÓÐ" lög, það er nú svona minn sleggjuómur sem ég reyndar veit að margir menn með "réttar" skoðanir (einsog ég tel mig að sjálfsögðu hafa)  eru sammála mér um, að slá í gegn er ekki endilega það sama og að vera gæðastöff.

Stundum virðist standard mannkyns lækka tímabundið og leyfa meðalmennsku og drasli að fljóta upp eisog það sé ienhver rjómi, kannasu við MC Hammer og Vanilla? Margt af þessu drasli sem þú telur upp kemst auðveldlega í þann flokk, þar undanskil ég persónulega Sömdru Kim og Nicole, því að móðir mín syngur Ein bischen frieden einsog engill.

Varðandi Þór þá er ég sammála því að hann kemur ekkert voða vel út á prenti og getur verið ofstopafullur, kallaði mig meira að segja Sjálfstæðismann(reyndar í hálfkæringi) þegar ég bauð mig fam fyrir Borgarahreyfinguna. En Þór er persónulegur vinur minn alvöru heiminum og þar reyni ég að tala um fyrir honum með þennan ofstopa án árangurs, þrátt fyrir hans galla þá gegng ég ekki svo langt að afneita honum.

Einhver Ágúst, 19.5.2009 kl. 13:35

5 identicon

Já nú er marr stoltur að hún sé héðan,    verst að nokkrir amateur miðlarar út í Evrópu hafa verið að segja að hún sé dönsk,   bara af því að hún er fædd í Danmörku. Það viljum við ekki,    hún er nefnilega pjúúúrra íslensk.

snillingur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Jááá, einsog við gerum nú oft við íþróttamenn frá hinum norðurlöndunum, svosem Jón Dahl Tómasson og fleiri.  Íslensk púrra?

Einhver Ágúst, 19.5.2009 kl. 14:10

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Jújú en þú tókst líka eftir því að ég minnist ekkert á vælukjóann Johnny Logan, Lordi eða Diva eða hvað hún heitir, og satt er það, einhverstaðar verða vondir að vera

Sævar Einarsson, 19.5.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband