Velkominn og takk fyrir að sýna okkur andlit stjórnmálanna.

 

Sorglegt sem það er að ráðherrar okkar ætli að hunsa þennan yndislega mann þá er það nú frekar kjánalegt að fara að kenna vinstrimennsku Jóhönnu sig eða VG um það einsog þau séu einhver partur af Kínverska kommúnistaflokknum. 

Var vinstristjórn á Íslandi þegar Falun Gong liðar voru hér handteknir við mómæli á opinberri heimsókn kínverskara ráðamanna? Nei reyndar ekki, þá voru mannréttindi brotin alvarlega á vakt Björns Bjarnasonar enda það fjölskylduhefðin þar á bæ.(þarf að muna að biðja fyrir honum á eftir innsk. ritara) 

það að pólitíkusar heimsins hræðist kína hefur lítið með hægri og vinstri að gera heldur með spillingu stjórnmálamanna og ofurvald peningann í heiminum sem skotið hefur rótum í valdatíð hægri manna.

Kína hefur örlög USA í hendi sér og ekkert nema hernaðarlegt inngrip Bandaríkjamanna í Asíu getur breytt því, svo þar fylgjum við svo fast á eftir sem afleiðing af því að verða algjörlga háð Bandaríkjunum fjárhagslega eftir áratuga sleikjuskap og jafnvel formlegum stuðningi og þáttöku í stríðsátökum um allan heim.

Það skrítna er að Tíbet er frjálsara en við í raun og veru á andlega sviðinu með þennan gríðarsterka leiðtoga sem sýnir í verki hvernig náungarkærleikur og bræðralag mun sigra ALLT að lokum og ekkert sem menn eða peningar geta sagt um það.

Já stjórnmálamenn heimsins eru sem lamaðir af ótta og hafa verið lengi vegna ógnarstærðar og krafts Kínverja, en það gildir einu hvort um er að ræða Kommúnista eða Frjálshyggjupésa. Sorglegt sem það er þá er þetta staða landsins okkar eftir alla spillinguna, allir stökkva til þegar Henry Kissinger mætir en Dalai Lama, eeee nei takk.


mbl.is Samtrúarleg friðarstund í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ein frá VG og einn frá Samfylkingu létu þó svo lítið að mæta í Hallgrímskirkju og hlýða á Dalai Lama.   En ´þú Gústi minn, fórst þú að ná þér í andlega næringu í dag?

Já, munum eftir að biðja fyrir Birni Bjarna og hans líkum, ekki veitir af í kreppunni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.6.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband