Brú eða undirgöng?

Ég skrifa þessa grein sem uppkominn Kjalnesingur, ég ólst upp sem "Gústi á Móum", og óð yfir þennan veg sem um er rætt linnulaust frá 6 ára aldri og lifi til að segja frá því. Við þenna vegkafla skaut ég líka á bíla úr túttubyssu þartil einn þeirra stoppaði. Það reyndist vera enginn annar en Vernharður Linnet stjórnandi barnaútvarps RÚV, hann var hress og tók viðtal við okkur pörupiltana þótt við hefðum nú átt von á einhverju verra þegar við sáum bremsuljósin kvikna, viðtalið var svo spila á afmælisdaginn minn og "allir" hlustuðu, mér fannst ég frægur.

En nóg um mig....

Er ekki ráð að verktaki á svæðinu leggi í þessa framkvæmd í umboði ríkis og sveitar? Hægt er að gera samning um verkið sem greitt er svo út á ákveðið löngum tíma, skapar á meðan atvinnu og tryggir öryggi barna.

Svo er líka hægt að fela verktaka verkið en láta atvinnulausa vinna það í atvinnubótavinnu.

Það er möguleiki núna til að velta upp öðrum leiðum til að leysa þjóðþrifamál sem þessi, ekki alltaf að fara beinustu leið í stóru verktakafyrirtækin sem mörg hver eru jú angandi af pólitískum tengingum samanber Klæðningu og ÍAV......legg til að sveitarstjórnin fari í hugmyndavinnu með þetta mál á opnum sveitarstjórnarfundi og falist svo eftir aðkomu ríkissins.

Hagur allra og sérstaklega barnanna.

 


mbl.is Þolinmæði Kjalnesinga á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband