Mótmæli, tuð og annað röfl

Okkur íslendingum er að takast að breyta merkingu mótmæla niður í almennt tuð og röfl um allt og ekkert, það vottast hérmeð af samtökum eldri borgara en eldri borgarar hafa jafnan staðið manna fremstir í tuði og þar var hann afi minn með mörg íslandsmet.

Það vakir ekkert fyrir mér að gera lítið úr lélegum kjörum eldri borgara né öryrkja en mig langar bara að benda fóki á að ríkisstjórnin okkar er að ná að gera niðurskurðinn hér á landi þannig að hann bitni sem minnst á sjúkrakerfinu og menntakerfinu, leið sem lönd í okkar stöðu undir árvökulu augliti AGS hafa aldrei fengið að reyna, heilbrigðiskerfi þjóða sem hafa lent í okkar stöðu hefur almennt verið einkavætt grimmilega með þeim afleiðingum að minnihlutahópar sem þessir hafa haft afar bágann aðgang að því og þar er greipt í huga mér mynd af aðstandendum á Filippeysku sjúkrahúsi sem stóðu allann sólahringinn og handdældu lofti í aldraða móður sína.

Það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki sjá hér og finnst athyglisvert að stjórnvöld hér séu að fara aðra leið en áður hefur veri farin.

Þeim er ekkert alls varnað og þykir mér fólk full fljótt til með óvægna gagnrýni gegn stjórnarflokkunum í þessum málum, og mikið var það góð lesning svar Ögmundar Jónassonar ráðherra til Þorsteins Pálssnar í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann bendir á að það sé ekki endilega styrkleikamerki að allir tali alltaf hreint einum rómi í stjórnmálflokkum og ríkisstjórn, við erum vist af því við efumst sagði einhverntímann einhver spekingurinn.

En bréf og yfirlýsingar eru afar máttlaus mótmæli, meira svona tuð.

Og til þeirra sem segja að Ísland sé að verða sovétríkin undir VG. Voru það VG sem komu okur í þessa stöðu? Eru þeir búnir að bíða eftir þessu tækifæri til að verða óvinsælir stjórnmálamenn og ríkisvæða hér allt saman? Halda menn að Steingrími, Ögmndi og félögum sé einhver hlátur í huga?

Eða vita þeir einsog ég að þeir eru að stjórna á þannig tímum að þð mun jafnvel kosta þá sem stjórnmálamenn og flokkinn þeirra áralangar óvinsældir og mikið af óvæginni gagnrýni?

 


mbl.is Eldri borgarar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband