16.11.2009 | 11:30
Veikburða þrýstihópur
Var það tilviljun að níðst var á fötluðum og heyrnarlausum?
Varla, að því er sagan sýnir er hefð fyrir því að skera niður og sniðganga þá hópa samfélagsins sem minnst bolmagn hafa til að verja sig, og þeirri hefð er viðhaldið í núverandi niðurskurðarferli.
Það verður seint skorið jafn harkalega niður í starfsemi Háskólanna enda þar öflugir fræðilegir pólitískir þrýstihópar innandyra sem heyrist í um leið enda eiga þeir greiða leið í fjölmiðla og hafa sterk völd inna stjórnmálaflokkanna.
Börn, gamalmenni og heyrnarlausir ættu að vara sig nú.
Foreldrar þessara barna ættu að láta í sér heyra af krafti og gangast við því að leikskólar og barnaskólar eru þær menntastofnanir sem við ættum að standa hvað mest vörð um, tímabundið ætti svo að skera grimmilega niður í HÍ og HR þarsem félgslegt mikilvægi þeirra er stórlega ofmetið.
En lagframa áhrif þess að skerða þjónustu við ungu börnin okkar eru kvíðvænleg.
Leikskólar lenda í niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2009 | 10:29
Sorglegt en satt...
Þarna birtist okkur enn ein mynd þess hve illilega valdamiklir hagsmunahópar iðnaðar eru, þeir hafa öll spilin á hendi sér, skapa ofsahræðslu með fjölmiðlaumfjöllun og finna svo upp svindl til að moka inn peningum.
Og þarna er hreinlega um glæpi að ræða, siðferðis og trúnaðarbrot lækna og prófessora sem selja lyfjafyrirtækjum sálu sína og sérþekkingu til eigin gróða og framapots.
Ég er náttúrulega að tala sem einhver siðapostuli en get svosem lítið fullyrt um eigin viðbrögð ef mér hefði einhverntímann verið boðið slíkir dílar, sem dæmi að ég gæti sem kokkur hrætt fólk til að borða eða borða ekki eitthvað ákveðið og þyggja svo prósentur af sölu sömu vöru, eða þöggunarlaun frá framleiðendanum, það skrítna er að ég hef nóg og virkilega finnst það.
Hverjum er svo boðið á rosa fínar ráðstefnur í Abu Dhabi og Bahrain á kostnað Glaxo og kó? Lækninum þínum.
Dæmi um þetta er líka það að hér á landi deyja afar fáir af misnotkunn "ólöglegra" vímuefna(kókaín, amfetamín og kannabis) heldur eru langflest dauðsföll fíkla hér á landi af völdum læknadóps(kontalgín og önnur morfínefni auk Rítalíns) frá lækninum þínum og Glaxo(saman hinn raunverulegi eiturlyfjabarón), samt sem áður er milljónum eftir milljónum varið í að berjast gegn fyrri hópnum og lítið sem ekkert eftirlit með hverju læknar eru að útdeila. Róandi lyf og svefnlyf spila svo stórann þátt í glæpum svosem ránum, innbrotum, þjófnaði og kynferðisglæpum.
Samt eru þessi lyf afar auðveldlega aðgengileg fyrir næstum hvern sem er sem getur gert sér upp einkenni og farið til læknis.
Ekki koma og verja það að gefa börnum amfetamín nema þú hafir eitthvað að segja annað en "mér finnst", hef fengið nóg af því. Færðu rök fyrir því, það er að segja.
Svínaflensa stórgróðafyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2009 | 21:11
Litlu drengirnir í skólanum....
hrópa "ósanngjarnt!" í frímínútum.....
Hann hrinti mér úr röðinni....
Og fær engar snittur frá mér
Helv.... útlendingurinn....
Framboðið kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 16.11.2009 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2009 | 22:51
Bestu vinir okkar?
Erum við endalaust fær um að koma okkur í slæmann félagsskap eða erum við slæmi félagsskapurinn sem dregur þessi fyrirtæki niður í svaðið?
það er væntanlega þægilegra að tala við fyrirtæki á sama "leveli" en að blanda geði við fyrirtæki sem ganga vel, það er fínt fyrir OR og LV að slömmast með sér verr stöddum.
Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 16.11.2009 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2009 | 16:51
Gullfalleg saga...
Ég einmitt óskaði þess að þetta væri raunin, helst einhver amma sem myndi deila vinningnum niður á börn og barnabörn, óska þeim innilega til hamingju og er afar feginn að þetta var ekki einhver forfallinn spilafíkillinn.
Það hefði getað endað hörmulega.
Héldu að þau hefðu unnið 16.500 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2009 | 09:56
Úff hvað mér er nú sama um skuldir...
...en að mjööög skuldsett fyrirtæki undir pressu og stjórn stjórnmála sem eru ofurseld orkufrekum iðnaði sé að leika sér með náttúruna og jafnvel að kreita úr henni orku veldur mér ugg.
Við vitum afar lítið um hverjar afleiðingar þess eru að fjarlægja vökvann úr skorpunni, vökva sem kælir og róar jafnvel hraun og eldgos í að komast í gegnum jarðskorpuna.
Og að dæla svo aftur niður vökva er einhversskonar leið til að auka og viðhalda framleiðni holunnar og jafna þrýsting, sem síðan er að valda jarðskjálftum, hljómar einsog söguþráður í stórslysamynd með Kurt Russel.
Eða einsog Pierc Brosnan sagði í að mig minni VOLCANO, "Lets do like they did in Reykjavík", eða var það Tommy Lee í Eruption?
Jörð skalf þegar vatni var dælt ofan í borholu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2009 | 09:42
Er eitthvað skrítið að Álbransaliðið sé tilbúið að berjast?
Ef að þetta er svona einfalt, að setja pressu á stjórnmálamenn sem stjórna stærsta orkufyrirtæki landsins þannig að þeir skuldsetji okkur til að þjóna þörfum orkufreks iðnaðar. Svo hrikalega er þennslan að þetta fyrirtæki er meira að segja með verra mat en ríkið sjálft.
Svo er nú alveg sérkapítuli að OR er að framkalla jarðskjálfta á háhitasvæðum þarsem undir kraumar fljótandi hraun sem leytar leiða uppúr jarðskorpunni, ég veit ekki með ykkur en ég treysti ekki mönnum sem ekki ráða við fjármál eða kröfur frekra iðnaðarsinna til að hafa varann á þegar fiktað er við náttúruna. Hvort haldið þið að valdi þeim meir áhyggjum bókahald dagsins eða "mögulegar" hörmungar framtíðarinnar?
Hætta á greiðslufalli OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2009 | 12:54
Sturla?
Þetta er eitthvað það mesta sjálfsvorkunnar og fórnarlambsvæl sem ég hef heyrt og lýsir í hnotskurn hvernig þessi bræðralagsflokkur virkar, það er bannað að skipta um skoðun og það er yfirhöfu bannaða að hugsa einsog Sturla sýnir og sannar enn einu sinni.
Dónalegur, einstrengingslegur og ekkert sérstaklega vel gefinn.
En einmitt soldið vandræðalegt að um leið er hann fyrrv. alþingismaður, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti alþingis.
Þorsteinn skuldar skýringar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 12:50
Risastór umsókn um vinnu...
Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 12:42
Kannski ekki sú eina, en að mér virðist sú sanngjarnasta....
Ég held nú ekki að Steingrímur og KÓ séu með "hina einu sönnu lausn", það getur bara ekki verið enda finnst hún varla, en af viðbrögðum hægrisinna virðist þetta vera svona mátulega sanngjarnt sérstaklega þarsem þeir þráhóta því að ef þetta verði raunin muni þeir bara vinna meira svart og segja sig frá þessu samfélagi. Mætti ég þá bara benda þeim á Leifstöð og svo geta þeir valið á milli ESB eða USA þarsem markaðirnir ráða.
Ég skal borga meiri skatta enda vil ég að börnin mín séu í skóla, amma fái þjónustu á elliheimilinu og að fólk almennt njóti sjúkraþjónustu.
Persónuleg reynsla mín þetta árið er sú að veikjast mánuðum saman og enda í aðgerð á Landspitalanum þarsem "gert var að mér", ég var í launalausu leyfi svo ég hafði engann rétt til sjúkrabóta né launa frá hvorki hinu opinbera eða stéttarfélagi. Samt blessaðist allt og ég fékk meina minna bót og það var vel hugsað um mig þökk sé skattlagningu og hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Fyrir þetta greiði ég þó að ég voni að ég þurfi ekki að nýta mér það, kannski finnst ykkur það undarlegt en mér finnst það ekki.
Smá samantekt af gagnlegum upplýsingum, nota bene ekki mín eign né uppfinning, bara að miðla.
Nú í morgun var það gefið út að 1% íslendinga á 13% eignanna.
Hér er þetta myndrænt, í frekar hlutdrægri uppsetning reyndar en prósenturnar eru réttar.
http://www.youtube.com/watch?v=D9OWeDAewYM
Úr grein Stefáns Ólafssonar prófessors er hér tafla sem sýnir þróunina eftir launaflokkum
Tafla 1. Þróun atvinnutekna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.
Tekjuhópar (tíundir - deciles): | Atvinnutekjur 1996Þús. kr. | Atvinnutekjur 2004Þús. kr. | Vöxtur í % |
I - Lægstu 10% | 516 | 718 | 39,2 |
II | 896 | 1.352 | 50,8 |
III | 1.463 | 2.719 | 85,9 |
IV | 1.982 | 3.772 | 90,3 |
V | 2.368 | 4.532 | 91,4 |
VI | 2.728 | 5.308 | 94,6 |
VII | 3.147 | 6.044 | 92,1 |
VIII | 3.635 | 6.988 | 92,2 |
IX | 4.225 | 8.266 | 95,6 |
X - Hæstu 10% | 5.677 | 11.691 | 105,9 |
Meðaltal | 2.664 | 5.139 | 92,9 |
Ójöfnuður | Gini 0,32 | Gini 0,35 | 9,4% |
Öflugar tölur og vel greinilegur munur er það ekki?
Og svo að lokum Arnaldur Sölvi með mjög fína skyggnilýsingu um þessa þróun og meira að segja skoðanir okkar á henni og hvað liggur til grundvallar.
http://www.ts.hi.is/Arnaldur%20Solvi%20-%20Thjodarspegill.ppt#263,7,Viðhorf til hins opinbera og til tekjujöfnunar
Eina færa leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)