13.11.2009 | 12:32
Já og svo er einhver smáhópur reiður vegna hækkandi skatta, hvaða hópur er þetta?
Ég myndi telja að það væru þessar fjölskyldur og nánustu samstarfsmenn þeirra.
Smá samantekt af gagnlegum upplýsingum, nota bene ekki mín eign né uppfinning, bara að miðla.
Nú í morgun var það gefið út að 1% íslendinga á 13% eignanna.
Hér er þetta myndrænt, í frekar hlutdrægri uppsetning reyndar en prósenturnar eru réttar.
http://www.youtube.com/watch?v=D9OWeDAewYM
Úr grein Stefáns Ólafssonar prófessors er hér tafla sem sýnir þróunina eftir launaflokkum
Tafla 1. Þróun atvinnutekna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.
Tekjuhópar (tíundir - deciles): | Atvinnutekjur 1996Þús. kr. | Atvinnutekjur 2004Þús. kr. | Vöxtur í % |
I - Lægstu 10% | 516 | 718 | 39,2 |
II | 896 | 1.352 | 50,8 |
III | 1.463 | 2.719 | 85,9 |
IV | 1.982 | 3.772 | 90,3 |
V | 2.368 | 4.532 | 91,4 |
VI | 2.728 | 5.308 | 94,6 |
VII | 3.147 | 6.044 | 92,1 |
VIII | 3.635 | 6.988 | 92,2 |
IX | 4.225 | 8.266 | 95,6 |
X - Hæstu 10% | 5.677 | 11.691 | 105,9 |
Meðaltal | 2.664 | 5.139 | 92,9 |
Ójöfnuður | Gini 0,32 | Gini 0,35 | 9,4% |
Öflugar tölur og vel greinilegur munur er það ekki?
Og svo að lokum Arnaldur Sölvi með mjög fína skyggnilýsingu um þessa þróun og meira að segja skoðanir okkar á henni og hvað liggur til grundvallar.
http://www.ts.hi.is/Arnaldur%20Solvi%20-%20Thjodarspegill.ppt#263,7,Viðhorf til hins opinbera og til tekjujöfnunar
Þær ríkustu skera sig úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2009 | 23:58
Þrepakerfið er besta mál....
Því að hvergi á vestrænu bóli hefur munurinn milli hátekjufólks og lágtekjufólks aukist jafn hratt og á Íslandi síðustu 15 árin og það í "góðærinu", svo nú er kominn tími til að jafna þetta út.
Það mun ekki gerast þegjandi er mér nokkuð ljóst og raddir þeirra sem hærri tekjur hafa eru jafnan háværari en þorra landsmanna sem lægri laun hafa, það eru einmitt þessir landsmenn sem Gylfi vinnur fyrir og virðist hann vera að átta sig eitthvað á því eftir að vera búaður niður 1 Maí 2009.
En ekki sýnist mér Samfylkingin líkleg til að leggja til atlögu við hinn fáránlega fjármagnstekjuskatt sem fjöldi verktaka og einyrkja nota sér óspart til að greiða aðeins 10% skatt af tekjum sínum, þessu þarf að breyta.
Líst afar illa á hugmyndirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 13.11.2009 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2009 | 23:49
Þetta heitir ekki frétt er það?
Myndi þetta ekki frekar kallast auglýsing?
Aldrei heyri ég fréttastofu Stöðvar 2 segja frá hversu margir kaupi áskrift af stöð 2....enda væri það kannski vandræðalegt.
Um 10 þúsund sinnum 2800 gerir hvað? 28 milljónir....það má nú kaupa ódýra sjónvarpsþætti frá útlöndum og endursýna þá oft fyrir það er það ekki?
10 þúsund búnir að panta áskrift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 13.11.2009 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2009 | 19:14
Hópur gjaldþrota braskara og svindlara...
hefur nú lítinn slagkraft og hefur að mínu mati ekki mikinn hótunarkraft.
Ég meina ekki einu sinni DO er vel við þennann mann....
Munu ekki una skattahækkunum sem lengja kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2009 | 11:53
Ömurleg vinnubrögð eftir hefðum.
Þetta er sorglegra en tárum taki, fólkið sem ber sér á brjóst fyrir "upp á borðinu" og "upp úr öldudalnum" beitir sömu forneskjulegu klíku- og klækjavinnubrögðunum til að viðhalkda spilltu og illa reknu samfélagi.
Sundrungin er slík að þetta fólk þorir ekki að ráða neinn sem gæti verið ósammála að bent á að keisarinn sé nakinn...
Gagnrýna ráðningar án auglýsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2009 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2009 | 13:25
Sem er ekkert svo slæmt...
Skilst að það sé með því lægsta sem gerist innan iðnvæddra ríkja.....
Á Spáni er það 18,7% og víðast vhað mun veraa en hér, 7,6% er ekkert gríðarlega mikið tala nú ekki um þarsem svona 2% af þeim eru væntanlega að vinna svart með bótunum.
En þegar atvinnuleysi er orðið 1,8% þá er svo komið að aðeins þeir sem virkilega vilja ekki vinna eru atvinnulausir og aðrir voru í vinnu.
Það hefur jafnvel þótt gott hagfræðistjórntæki að hafa svona uppundir 10% atvinnuleysi, engir vinna betur en örvæntingafullir.
Atvinnuleysi mælist 7,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2009 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2009 | 22:39
Rafmagnsstóllinn
Og rafmagnsstóllinn er þetta réttlæti hér á jörð?
Meira að segja rússarnir vondu hafa bannað dauðarefsingar.
Trúarlegt stríð Bandaríkjanna nær nú yfir hálfann hnöttinn.
En guð blessi ættingja fórnarlambanna jafnt sem gerandans í þessu máli....og það gerir hann.
Obama leiddi minningarathöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 14.11.2009 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.11.2009 | 13:20
Vondi ráðgjafinn með kúlulánið...
Hann ráðlagði Geir inn í vanda, hann hefur gríðarlega áhyggjur af greiðslugetu annara þó að sjálfur þurfi hann ekki að greiða sínar skuldir.
Og nú krefur hann hálfblindann um (inn)sýn.
Honum Tryggva er sko trúandi til alls, og duglegur að standa með sér enda ekki frekur þó ásýndinn segi annað, aðeins ákveðinn.
Og umfram allt málefnalegur.
Spyr um áhrif tekjuskattshækkana á greiðslugetu heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2009 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2009 | 12:58
Hvaða hópar eru þetta?
Hvaða hópar eru það sem virkilega vilja taka meira af þeim sem hafa minnst? Eru það ekki þeir sem hafa atvinnu af stóriðjunni sem ekki er nú sérstaklega lífvænleg á þessum hnetti? Og eru þeir ekki flestir með yfir 500 þúsund svo að allt þeirra raus er bara mest um eigip skinn og kallast því eigingirni.
Stóriðjuskattur óhjákvæmilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2009 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 12:31
Góð tilfinning...
Minna framboð ólöglegra vímuefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)