Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2010 | 13:47
Allir í Iðu og verslum við Sólheima
Eitt sem hægt er að gera strax er að fara í hópum niður í kjallara Iðu-hússins og kaupa þar allt sem hönd á festir á jólamarkaði Sólheima....mjög mikið af fallegu dóti og listaverkum.....það væru meðmæli í lagi að við borgararnir myndum auka sjálfsaflafé Sólheima með beinum viðskiptum....ekki bíða bara alltaf eftir hinu opinbera.
Verður rekstri Sólheima hætt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2010 | 13:00
Þá er það staðfest...
Einn allra mikilvægast atvinnuvegurinn auk þess að vera öflugasta tækið okkar með náttúrunni til að markaðsetja og auka hróður landsins um allan heim.
Vel gert og eyðum nú vel í menningu.....
Menning velti 191 milljarði 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2010 | 12:50
Ömmuhagfræði og ábyrgð....sumt er vissulega leiðinlegt...
Fyrst nokkur atriði
-150 þúsund krónurnar sem hafa verið reiknaðar út af meisturum X-D eru of háar og settar fram í þeim tilgangi að spinna.
-Það er EKKI svo að okkur langi til að hækka skatta.
-Tæpir 17 milljarðar eru til á sérreikningi til að verja OR og settir þarna að kröfu kröfuhafa sem OR skuldar 200 milljarða. Að fikta í því væri óábyrgt og beinlínis hættulegt hagsmunum almennings, sumum virðist sama um það.
-Ég get ekki betur séð að það sé óánægja með okkur frá hægri og vinstri svo að við erum að rata einvherja millileið sem ég tel skynsama og réttláta. Þó að hún sé erfið.
-Við erum búin að liggja yfir þessu í marga mánuði, ekki hefur verið slegið til hendinni.
-Velferðarráð þarsem ég sit sem varaformaður ekki á sig kröfu um niðurskurð, það er gert til að vernda þá sem minnst hafa.
-Ömmuhagfræðin hjá ömmu minni var ekki alltaf skemmtileg en hún skilaði vel reknu heimili á mun erfiðar tíma en við lifum núna.
Við erum að hegða okkur ábyrgt og finna málamiðlun milli skattahækkana og nðiurskurðar.
Við tildæmis völdum að hækka verð á skólamatnum frekar en að hakka hann í spað og eyðilegja þá þjónust sem er eflaust mörgum heimilum dýrmæt og svo ekki sé talað um börnin.
KV Ágúst Már Garðarsson
-
Skattheimta sögð auka samdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.11.2010 | 02:16
Ekki nógu gott...Íslendingar virðast vilja hafa það "dægilegt"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2010 | 00:41
Vá hvað ég er þakklátur....
Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þetta í kvöld...
...leggja fram þessa tillögu og bæta hag skjólstæðinga Reykjavíkur sem minnst hafa.
...gera bragarbót á desemberuppót þeirra sem halda Jól á fjárhagsaðstoð, það hef ég prófað og það er knappt, ég hef líka prófað að halda jól með lágmarkslaun, það er ekki mikið skárra en ég er samt líka þakklátur fyrir að hafa fengið að prófa það svo ég veit hvað ég er að gera.
...fyrir að bæta kjör barna í Reykjavík, þó að það megi geta þess að fulltrúi VG hafði nú gegngið allt að því jafn langt fyrir og fengið það samþykkt en það hafði láðst að setjaþað í framkvæmd, svo VG njóti nú sannmælis....reyndar 140 kr lægra en við láum þeim það ekkert
En þegar það er sagt vildi ég hafa gert meira og mun gera meira, þetta er bara fyrsta trappan í að leiðrétta kjörin í þessu landi okkar, mikil vinna er framundann.
Nú snúum við okkur öll að því að auka virkniþáttinn í starfinu með þeim sem eru án vinnu eða af öðrum orsökum á framfærslu borgarinnar, um það er þverpólitísk sátt og mig hlakkar til að sjá hvað kemur útúr þeirri vinnu.
Samt er það svolítið fyndið að í kvöld var þetta samþykkt með hjásetu hinna flokkanna og í raun er enginn fulllkomlega ánægður, er það merki um að við séum á réttri leið?
VG fannst við ganga alltof stutt og hækka alltof lítið, fulltrúi þeirra sat hjá.
Við í SamBest erum því að vissu leyti sammála en erum samt í 4ra ára samstarfi og erum ekkert hætt, það er meira framundann, en já hefðum viljað hækka meira en núna er það ekki hægt.
Sjáfstæðisflokkurinn sat líka hjá og var á móti tillögunni án þess að greiða atkvæði gegn henni, þau leggja mikla áherslu á virkni og mikilvægi þess að halda fólki að störfum. Við styðjum það og viljum ólm þreifa okkur áfram með það og munum sjá til þess að peningum verði varið til þess.
Fjárhagsaðstoð er vissulega tímabundið neyðarúrræði en tímarnir er sérstakir og þá þarf að hugsa öðruvísi og fnan lausnir, til skamms tíma og þróa svo langtímaúrræði.
MArgt í mörgu og allt það en allaveganna langur og góður fundur og takk meirihltui og minnihluti og allir Reykvíkingar fyrir frábærann dag....
Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2010 | 00:37
Verulega spennandi tímar
Mjög skemmtilegt og spennandi verkefni sem við stöndum frammi fyrir.
Við fyrstu yfirferð þá eru þetta fínar tillögur og viðmið...
Nú er að vona að sem flestir frambjóðanda átti sig á því að það er efni þessa fundar sem skal hafa að leiðarljósi.
Mér þykja merkileg margir vera á leiðnni þarna í framboð með baráttumál og hagsmuni....
Það er ekki minn skilningur...
Grunngildin skýrð á þjóðfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2010 | 14:11
Má ekki ræða þetta?
Mér þætt viðeigandi að fólk andaði aðeins með nefinu áður en það blammerar hana Stellu fyrir að ljá máls á þessu atriði. Viljum við hafa þetta svona? Ég persónulega vil það ekki, það hefur ekkert með afneitun eða það að þetta líti illa út fyrir mig sem pólitíkus.
Þessar raðir voru til líka 2007, minni en þær voru þarna og lítið um það fjallað, þá þóttu þetta eðlilegir "aumingjar" sem ekki gætu bjargað sér, nú er raunverulega erfitt í samfélaginu og fólki í erfiðri stöðu fjölgar.
Viljum við halda þessu áfram svona? Reykjavíkurborg stendur aðeins að þessu að litlum hluta með styrkjum, þessi félög hafa sjálfboðaliða að störfum og fá matargjafir sem gerir það að verkum að þetta yrði mikið dýrara ef Reykjavíkurborg tæki þetta yfir.
Er greiðslukort fyrir þá sem verst eru staddir málið? Greiðslukort þarsem ríki, sveitarfélög og opinberir aðilar setja inn fé sem svo er hægt að nota hvar sem er(innan skynsamlegra marka).
Við í velferðarráði vorum að tilkynna þá ákvörðun okkar í gær að hækka framfærsluna sem vissulega nær til stórs hluta þeirra sem eru á framfæri borgarinnar og þurfa að leyta ásjár hjálparsamtaka. Við erum að hækka eins mikið og við mögulega getum, án þess að framfærslan verði hærri en atvinnuleysisbætur eða skapi okkur ábyrgð gagnvart láglaunahópum.
Kostnaður við þetta er heilar 350 milljónir og þá á tíma sem fjárlagagat Reykjavíkur er stærra en nokkru sinni, svo að ég er tiltölulega ánægður með að hafa fengið þetta í gegn. Staðan er mjög erfið, en verum ekki svo ofsalega viðkvæm og flokkspólitísk að það megi ekki ræða neitt....sviðstjóri Velferðarsviðs er bara að reyna að ræða mjög viðkvæmt mál sem þarf að skoða og finna lausn á.
Sjálfshjálp er nefnilega hugtak um það að hver og einn hjálpi sér sjálfur og haldi mannlegri reisn, það vilja allir held ég. Ég hrósa sviðsstjóra velferðarsviðs fyrir að ljá máls á þessu viðkvæma máli á opinberum vettvangi.
Hvað sem okkur finnst um pólitík og pólitíkusa og stöðuna í samfélaginu þá skulum við ekki fara á límingunum þegar málin eru rædd. Og að nýta neyð fólks til að koma höggi hvert á annað er ekki fallegt.
Samfélagið okkar er lasið, ringlað og veikburða og þarf ekki meiri sundrung og illgirni.....hvort sem það er í ofgnóttum OR eða örbirgð matargjafanna.
Deila á matargjafir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.11.2010 | 17:42
Mjög gott...
Því að á bakvið allar sterka konur(sem eru reyndar allar sterkar) er kallpungur.......
Við strákarnir verðum að taka ábyrgð á launamun kynjanna og kynbundnu ofbeldi bræðra okkar...
Þessi platti verður gullfallegur...
Fyrsta landnámskonan á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.11.2010 | 13:53
Frábær trailer...
Þetta er mikið nærri boðskapnum, um breytingar, kærleika og það að gera lífið skemmtilegt ekki leiðinlegt.....
Ég var á þessum fundi í HR þarsem Jón labbar út en breytist svo í fuglinn Felix, fyrsti svona fundurinn minn og hann var ógeð....
Þarna var ég eiginlega einn um að trúa því að við fengjum hreinan meirihluta, þó að við hefðum svo tapað honum.....en við erum hreinn meirihluti...
Með hreina samvisku....og gleði, gaman og náungarkærleika
Frumsýning á myndbút úr Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2010 | 23:55
Besta flokks sveiflan að ná strönd USA?
Ég get ekki betur séð...
Frábært að það sé Stewart, nú þarf hann að fá C. K Louis sem varaforsetaefni og bjóða sig fram sem forseta.....
Erfiðir tímar en ekki heimsendir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já svo sannarlega dapurlegt að ekki hafi fleiri nennt að nýta sér þetta tækifæri til að taka beinann þátt í lýðræðinu og einhverju nýju.
Það lítur út fyrir að fólki þyki "dægilegast" að láta bara velja í lið fyrir sig og kjósa svo bara sama stafinn og venjulega, óháð því hvaða plebbar rata í liðið. Og nota bene, láta lítinn hóp hagsmunaðila velja sína gæðinga í liðið....
Það er svo erfitt að kynna sér er svo mikið rugl, ég hefði getað gert 3-4 mismunandi lista af 25 manns úr þessum frambjóðenda hópi og allir verið mjög frambærilegir....svo mikið af góðu fólki var þarna á ferðinni....fólki sem hefði aldrei getað eða nennt að troðast í gegnum hinar hefðbundun pólitísku kvarnir.
Já mér finnst þetta sorglegt....er mun að sjálfsögðu taka þátt í þessu ef ég hef náð kjöri...við skulum sjá til hvort þetta sé alveg misheppnað....40% er nú samt marktækur fjöldi.
Kv Ágúst Már Garðarsson frambjóðandi nr 7275