Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2009 | 13:43
Ég hlakka svo til...
Nú er minn spenntur, þetta verður forvitnilegt......og væntanlega einsog Icesave, mun saklausara en blekkingarmiðillinn MBL hefur látið í veðri vaka.
Eru bara tveir hópar í þessu samfélagi? Reiður hópur sem var hlunnfarinn af stjórnvöldum og klíkunni þeirra og reiði hópurinn sem í kjölfarið missti völdin?
Ég bara spyr.
Ég er allaveganna ekki reiður, hvorki kaus né er eitthvað sérstaklega hlynntur þessari ríkisstjórn en mér er nokkuð sama þó skattarnir hækki eitthvað pínulítið ef að þjónustustig heilbrigðis og menntakerfissins helst svona þokkalegt. Ég vill ekki ganga í ESB og trúi því að hag okkar sé best borgið utan þess en finnst samt allt í lagi að þjhóðin fái að ákveða það sjálf, ekki Heimsýnarklikkhausarnir eða Samspillingin.
Er ég eitthvað skrítinn?
![]() |
Skattatillögur kynntar á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2009 | 13:35
Gefa með vinstri og taka með hægri?
Er möguleiki að gera þetta öðruvísi? Hætta að gefa vellauðugum þjóðum korn og stela af þeim olíunni og demöntunum. Halda þeim svo í blekkingu og fáfræði án næringar og getnaðarvarna undir heljarstjórn Kaþólsku kirkjunnar eða NATO.
Byrjum á að gefa eftir skuldir Afríkuþjóða og fræðum og færum þeim tæki til sjálfsafla og reksturs og nýtingar eigin auðlinda.
Tilviljun stjórnaði nú fyrirsögninni en þegart ég les hana þá er þetta soldið djúpt, vinstri sinnaðir félagsmálaforkólfar vilja gefa, og hægri sinnaðir stuðningsmenn risafyrirtækjanna starfa svo að arðráni. Án þess að það sé eða yfirleitt geti verið einhver eðlismunur á manneskjum sem gerir vinstri eða hægri dominerandi.
![]() |
17.000 börn deyja daglega úr hungri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009 | 10:29
Sorglegt en satt...
Þarna birtist okkur enn ein mynd þess hve illilega valdamiklir hagsmunahópar iðnaðar eru, þeir hafa öll spilin á hendi sér, skapa ofsahræðslu með fjölmiðlaumfjöllun og finna svo upp svindl til að moka inn peningum.
Og þarna er hreinlega um glæpi að ræða, siðferðis og trúnaðarbrot lækna og prófessora sem selja lyfjafyrirtækjum sálu sína og sérþekkingu til eigin gróða og framapots.
Ég er náttúrulega að tala sem einhver siðapostuli en get svosem lítið fullyrt um eigin viðbrögð ef mér hefði einhverntímann verið boðið slíkir dílar, sem dæmi að ég gæti sem kokkur hrætt fólk til að borða eða borða ekki eitthvað ákveðið og þyggja svo prósentur af sölu sömu vöru, eða þöggunarlaun frá framleiðendanum, það skrítna er að ég hef nóg og virkilega finnst það.
Hverjum er svo boðið á rosa fínar ráðstefnur í Abu Dhabi og Bahrain á kostnað Glaxo og kó? Lækninum þínum.
Dæmi um þetta er líka það að hér á landi deyja afar fáir af misnotkunn "ólöglegra" vímuefna(kókaín, amfetamín og kannabis) heldur eru langflest dauðsföll fíkla hér á landi af völdum læknadóps(kontalgín og önnur morfínefni auk Rítalíns) frá lækninum þínum og Glaxo(saman hinn raunverulegi eiturlyfjabarón), samt sem áður er milljónum eftir milljónum varið í að berjast gegn fyrri hópnum og lítið sem ekkert eftirlit með hverju læknar eru að útdeila. Róandi lyf og svefnlyf spila svo stórann þátt í glæpum svosem ránum, innbrotum, þjófnaði og kynferðisglæpum.
Samt eru þessi lyf afar auðveldlega aðgengileg fyrir næstum hvern sem er sem getur gert sér upp einkenni og farið til læknis.
Ekki koma og verja það að gefa börnum amfetamín nema þú hafir eitthvað að segja annað en "mér finnst", hef fengið nóg af því. Færðu rök fyrir því, það er að segja.
![]() |
Svínaflensa stórgróðafyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2009 | 16:51
Gullfalleg saga...
Ég einmitt óskaði þess að þetta væri raunin, helst einhver amma sem myndi deila vinningnum niður á börn og barnabörn, óska þeim innilega til hamingju og er afar feginn að þetta var ekki einhver forfallinn spilafíkillinn.
Það hefði getað endað hörmulega.
![]() |
Héldu að þau hefðu unnið 16.500 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2009 | 19:14
Hópur gjaldþrota braskara og svindlara...
hefur nú lítinn slagkraft og hefur að mínu mati ekki mikinn hótunarkraft.
Ég meina ekki einu sinni DO er vel við þennann mann....
![]() |
Munu ekki una skattahækkunum sem lengja kreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2009 | 12:31
Góð tilfinning...
![]() |
Minna framboð ólöglegra vímuefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 11:09
Eruð þið alveg svarblá eða bara svona eigingjörn og heimsk?
Viða um evrópu tíðkast slkíkt þrepakerfi í sköttum og hefur gert lengi, það hef ég prófað og búið vbið í nokkur ár og þykir bara frekar snjallt.
Það hefur alltaf þótt viðeigandi í sögu mannsins svona siðferðilega að þeir sem meira hafa deili með sér og hjálpi til.
Þið sem gagngrýnið þetta hljótið að hafa yfir 500 á mánuði og vera frekar eigingjörn.
Að kalla viðbrögð og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar efitr skipunum AGS sem ykkar ástkæri FLokkur kom hér til valda kommúinisma er svo bara hlægilegt.
![]() |
47% skattur á launatekjur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
9.11.2009 | 13:12
Hvaða neisti?
Mig undrar mjög að það sé nokkur neisti í kringum þessa sýningu, hlýtur að vera einhverjum öðrum að "kenna", veit einhver hvar DO var á meðan þetta gerðist?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 13:09
Hvaða neisti?
![]() |
Í hita leiksins kviknaði í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 13:08
Klikkun...
Endilega prófið að gera það sem Evans gerir útá götu, þannig kæmi maður sér nú fljótt í fangelsi.
Furðulegt sport þessi fótbolti.
![]() |
Fékk Drogba rafstuð? (Myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)