Færsluflokkur: Bloggar

Vikufrí frá Icesave og bulli

Vá hvað það er búið að vera gott að komast héðann af neikvæðnisklakanum og heyra ekkert um Icesave, bankana, stjórnmálamennina eða þetta rugl hérna heima.

Reyndar fór ekki framhjá manni í parís að McDonalds væri að loka, það var það eina í fréttum af íslandi.

Annars hitti ég fók af allskyns þjóðerni sem finnst við hafa verið svikin, skilin eftir í skítnum og notuð sem hurðastoppari í alþjóðlegu krísunni. Sérstaklega breta, sem mér þótti óvænt.

Þarna gegnur lífið sinn vanagang að því virðist.

Raunveruleg neyð blasir samt við eftir sem áður, betlarar, fók sofandi undir brúm og vændiskonur frá þriðja heims ríkjum á hornunum, þannig að það er ekkert allt fullkomið þarna frekar enn neinstaðar annarstaðar, munurinn felst í viðhorfinu og umræðunni sem er dæmalaust neikvæð hér og gjáin milli álversfólks og náttúrverndar/FLokksmanna og félagshyggjufólks/Hagsmunasamtak og Verkalýðsins er gríðar djúp þá hún sé nú ekkert sérstaklega breið, almennt höfum við það gott hér og getum léttilega komið þessu landi til vegs og virðingar.

En einsog sýn Englendinganna sem ég hitti sýndi mér þá snýst það mest um sjálfsvirðingu, viðurkenna að við vorum blekkt í heimskulegri leyt okkar að glópagulli og að það er í raun bara krúttlegt að vera svona miklir kjánar og fyrirgefa sjálfum okkur.


mbl.is Þúsundir krafna í þrotabú Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullfyrirsögn

Í versta falli blaðamaður að ljúga, í besta falli of vitlaus til að skilja að Sveinn Andri er ekki talsmaður lögreglunnar.

Svo getum vð valið hvernig við túlkum þetta, kannski blanda af báðu?


mbl.is „Lögreglan neitaði að handtaka konuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt

Ekki beint tengt þessu en ég fór að hugsa þetta á Charles de Gaulle í gær.

Mikið verð ég fúll ef einhver sprengir upp flugvél sem ég er í eftir öll þessi Security tjékk þarsem maður stendur beltislaus og dröslast svo aftur í fötin eftir að einhver maður hefur káfað á manni.  Þá fyrst verð ég brjálaður


mbl.is Raulaði Elvis rétt áður en þotan brotlenti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvallaröryggi....

Mikið verð ég fúll ef einhver sprengir upp flugvél sem ég er í eftir öll þessi Security tjékk þarsem maður stendur beltislaus og dröslast svo aftur í fötin eftir að einhver maður hefur káfað á manni.  Þá fyrst verð ég brjálaður

Já þetta er yndisleg borg..

Hæer höfum við vafrað um, skoðað risalistasýningar og ég meira að segja prófaði rafmagnsstól á einni þeirra sem er listaverk eftir kana að nafni Kennth Ward og þarna var vegabréfið hans til sölu líka. Fórum að sjá Placebo í gær þarsem Finnur kunningi okkar er hljóðmaður þeirra það var fínt og í partýinu eftirá kynntumst við manni að nafni Pancake frá Belgíu mjööög hressandi.

Skoðum litlar og stórar sýningar og borðuðum himneskann kvöldverð í gær, andarillet, reykta andabringu og foie gras sem fylgt var eftir með Cote de boeuf sem var besta nautasteik sem ég hef fengið.

 

Lukkan er slík 


Dagur 1 í París

 Vá hvað þetta er falleg og yndisleg borg, skítug og kaótísk og sum húsin svo skökk að maður myndi hald aað þau féllu um koll en algjörlega ótrúlega sjarmeandi og rómantísk.

Fórum í Notre Dame í dag og hlýddum á barnakór og messu í einhverjum albesta hljómburði sem ég hef nokkurn tímann heyrt.

Yndislegt, var að klára súkkulaði Brioche bollu og konan að fá sér rauðvínsdreitil, biðjum að helsa heim áklakann.


Ring ring!!

Í augnablikinu gæti verið slökkt á milljónamæringnum, hann utan þjónustusvæðis eða allar lánalínur uppteknar.
mbl.is Þýskir auðmenn til bjargar - hærri skatta takk!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða verktakafyrirtæki og eru Íslendingar líka glæpamenn?

Nú eru væntanlega margir hissa, hér er að koma í ljós að það séu mögulega Íslendingar tengdir vændi og verslun með mannslíf.

Nú verður erfitt að hugga sig við það að hér flæði inn erlendir glæpamenn til að fremja glæpi, að hverra undirlegi koma þeir og fyrir hverja starfa þeir? Hverjir kaupa "þjónustu" þessarra stúlkna hér á landi? Erum það við sjálfir?

Já góðir vinir það erum við sjálfir sem neyðum hér ungar erlendar stúlkur til samræðis gegn greiðslu sem fer að mestu til glæpamanna og þá jafnt erlendra sem inlendra.

Felum okkur ekki bakvið útlendingahatur og fáfræði, horfumst í augu við bresti samfélagsins okkar og eigin fordóma.

Hvers vegna er þjóðerni mannanna og myndir birtar hiklaust en ekki eru íslenskir sakamenn nefndir á nafn né verkatakafyrirtækið, það er búið að nafngreina alla Ltháana sem tengjast þessu máli en "okkar" menn fara huldu höfði, kannski pínu ósanngjarnt.

 


mbl.is Íslenskir vinnuveitendur Litháanna í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni enn...

Ég birti þessa færslu í síðasta skipti þarsem hún smellpassar við viðfangsefnið, og líka aðeins af því að ég hef verið svo svekktur yfir hvað hún fær lítil viðbrögð.

Það er ófremdarástand í fangelsismálum landsins, einsog fram kemur í greininni eru menn ekki teknir til afplánunar í lengstu lög, margir sleppa alltof vel vegna þessa en aðrir verða fyrir alverlegri lífsskerðingu vegna biðarinnar efitr plássi einsog bent er á í greininni.

Við höfum þyngt dóma og hert refsiramma án þess að auka pláss í fangelsum, á þetta eykst svo góður árangur lögreglunnar í "stríðinu" gegn eiturlyfjum, þetta hefur og er að hafa slæmar afleiðingar, hópurinn stækkar hratt og fangelsin stækka ekki, auk þess að enn er starfrækt fangelsi á Skólavörðustíg sem helst er til þess fallið að verða safn eða einhversskona túristagildra frekar en mannsæmandi fangelsi.

Já tala nú ekki um þegar verið er að handtaka menn í fangelsunum sjálfum einsog gerðist fyrr á þessu ári. 

Já þetta er algjört grín, en staðreyndin er nú sú að það er bara ekkert pláss í fangelsum og lööööng bið eftir afplánun, því miður veldur þetta því að menn ganga lausir og afleiðingar eru afar vægar við afbrotum sem þessum. Gæsluvarðhaldsklefar eru fullir allstaðar og nú er það þannig að einangrunarklefa Litla Hrauns eru allir uppteknir svo þar er engin leið að setja þá erfiðustu í einangrun.


Það þarf að þjóðnýta aðalstöðvar Íslandsbanka/Glitnis við kirkjusand ásamt gamla strætósvæðinu og gera það að fangelsi, húsið er virkilega vel til þess fallið og lýtur meira að segja út einsog fangelsi, strætósvæðið gæti svo nýst sem viðhaldsplan fyrir ríki og bæ þarsem hægt er að gera við og janfvel byggja einhverja skemmtilega hluti sem nýtast okkur í kreppunni sem framundan er, jafnvel tilraunamatvælaframleiðslu með áherslu á nýbreitni og fullvinnslu. Þeir sem gerst hafa sekir um ræktun geta svo sett upp gróðurhús og svo er þarna kjörið tækifæri fyrir markað svo fangelsið getur að vissu leyti rekið sig sjálft.

Sérálmu er hægt að gera fyrir fjárglæframennina okkar þarsem þeir verða nýttir til að hjálpa til við að gera upp fortíðina og segja okkur satt  um hvað gerðist í bönkunum, þeir sem sýna samvinnu fá afslátt á refsingum og hóflega launað starf við að endurreisa bankakerfið, hér þarf að búa til nýjar leikreglur og refsa þeim sem virkilega valda fjöldanum skaða.


Þar gæti líka farið fram síbrotavistun og frelsissvipting fyrir fíkla til endurhæfingar, þarsem ég trúi lítið á að dæma veikt fólk í fangelsi og ég persónulega tel eiturlyfjaneitendur undir veikt fólk sem þarf hjálp.

"Stríðið" gegn eiturlyfjum sem Nancy Reagan og maður hennar stóðu fyrir er ekki eiginlegt stríð vegna þess að stríð í skilningi þess orðs enda einhverntímann, þetta mun aldrei taka enda.

Þarna væri hægt að kalla saman þá aðila sem vinna að endurhæfingu fíkla, SÁÁ, Samhjálp, Samstöðu, Krýsuvíkursamtökin, Fangelsismálastofnun, Landspítalann, Hjálpræðisherinn, Ekron auk allra sem ég er að gleyma. Halda einn fund og bjóða ÖLLUM að starfa innan þessarar stofnunnar, án samkeppni því að ekki henta allar meðferði öllum, svo að fangarnir/sjúklingarnir fái virkilega hjálp til að komast útúr þessu lífi ef þeir kjósa svo. Svo er það að hafa öflug og góð samskipti við þá sem eru í hinum ýmsu 12 spora samtökum um mikið starf innan vegja þessa "Endurhæfingarfangelsis" sem án spaugs er að miklu leyti byggt á Kardemommubænum.

Ég er draumóramaður en ég er ekki sá eini og þetta er vel geranlegt.

Stundum er mesti ósigurinn falinn í uppgjöfinni og eftir það að velja sér bardagana sem taka skal og forðast hina sem eru algjörlega fyrirsjáanlega tapaðir. Hver sýnist ykkur vera árangurin af hertum viðurlögum við eiturlyfjum? Svarið því heiðarlega, ég hef svarað því fyrir mitt leyti að sá árangur er lítill sem enginn, vissulega eru millisalarnir og smásalarnir læstir inni reglulega en það er svosem nóg til af þeim svo það sér ekki högg á vatni, stórlaxarnir nást afar sjaldan og t.d. þekki ég til þess að lögreglumenn eru enn þá steinhissa á sumum af þeim stóru málum sem þeir hafa komið uppum síðustu ár. En raunverulegir athafnamenn, verktakar og bissnissmenn eru orðnir stórir þáttakendur beint og óbeint í fíkniefnasmygli.

Það skírist af því að verð hér er mjög hátt og arðsemin er gríðarleg, arðsemi er jú málið í viðskiptum, þegar þú svo þarft aldrei að taka neina áhættu sjálfur þá verður þetta freistandi fjárfestingmöguleiki.

Gerum fangelsi að freistandi fjárfestingu fyrir ríkið og notum svo tímann í að endurhugsa þetta stríð.


mbl.is Tifandi tímasprengja í fangelsunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðstefna um mannréttindi.

Fyndið að mæta þarna daginn eftir svona voðaverk og ætla að fara að tjá sig um mannréttindi, lýsir ákveðnu taktleysi.

Við studdum og tókum fullann þátt í stríðinu í Írak og afganistan þaðan sem þessir menn komu, við berum ábyrgð á dauða fólks í þessum löndum og meira að segja hafa íslenskir ríkisborgara drepið þar borgara miskunnarlaust.

Við flýjum undann allri ábyrgð nú sem endranær og úlendingahatrið blómstrar hér ásamt kvenfyrirlitningu og kraumandi biturð og illsku.

Auk þess er hér alltof kalt til að við munum nokkurntímann sjá hér allt fyllast af útlendum innflytjendum. En nóg er plássið.

Við Íslendingar höfum aldrei náð lágmarki af framlögum til aðþjóðlegra hjálparstarf né móttöku flóttamanna, ekki einu sinni þegar við vorum best, ríkust og Stórust.


mbl.is Gerðu hróp að ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband