Vikufrí frá Icesave og bulli

Vá hvað það er búið að vera gott að komast héðann af neikvæðnisklakanum og heyra ekkert um Icesave, bankana, stjórnmálamennina eða þetta rugl hérna heima.

Reyndar fór ekki framhjá manni í parís að McDonalds væri að loka, það var það eina í fréttum af íslandi.

Annars hitti ég fók af allskyns þjóðerni sem finnst við hafa verið svikin, skilin eftir í skítnum og notuð sem hurðastoppari í alþjóðlegu krísunni. Sérstaklega breta, sem mér þótti óvænt.

Þarna gegnur lífið sinn vanagang að því virðist.

Raunveruleg neyð blasir samt við eftir sem áður, betlarar, fók sofandi undir brúm og vændiskonur frá þriðja heims ríkjum á hornunum, þannig að það er ekkert allt fullkomið þarna frekar enn neinstaðar annarstaðar, munurinn felst í viðhorfinu og umræðunni sem er dæmalaust neikvæð hér og gjáin milli álversfólks og náttúrverndar/FLokksmanna og félagshyggjufólks/Hagsmunasamtak og Verkalýðsins er gríðar djúp þá hún sé nú ekkert sérstaklega breið, almennt höfum við það gott hér og getum léttilega komið þessu landi til vegs og virðingar.

En einsog sýn Englendinganna sem ég hitti sýndi mér þá snýst það mest um sjálfsvirðingu, viðurkenna að við vorum blekkt í heimskulegri leyt okkar að glópagulli og að það er í raun bara krúttlegt að vera svona miklir kjánar og fyrirgefa sjálfum okkur.


mbl.is Þúsundir krafna í þrotabú Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að taka sér frí þegar umhverfið er svona neikvætt.Ég er svo heppin líf mitt er svo gott í dag.Ekki nein kreppa á neinu sviði.Gangi þér vel kæri Gústi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband