Færsluflokkur: Bloggar
1.6.2009 | 14:21
Velkominn og takk fyrir að sýna okkur andlit stjórnmálanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2009 | 13:43
Sorgleg barátta sem er löngu töpuð.....
Já þetta er algjört grín, en staðreyndin er nú sú að það er bara ekkert pláss í fangelsum og lööööng bið eftir afplánun, því miður veldur þetta því að menn ganga lausir og afleiðingar eru afar vægar við afbrotum sem þessum. Gæsluvarðhaldsklefar eru fullir allstaðar og nú er það þannig að einangrunarklefa Litla Hrauns eru allir uppteknir svo þar er engin leið að setja þá erfiðustu í einangrun.
Það þarf að þjóðnýta aðalstöðvar Íslandsbanka/Glitnis við kirkjusand ásamt gamala strætósvæðinu og gera það að fangelsi, húsið er virkilega vel til þess fallið og lýtur meira að segja út einsog fangelsi, strætósvæðið gæti svo nýst sem viðhaldsplan fyrir ríki og bæ þarsem hægt er að gera við og janfvel byggja einhverja skemmtilega hluti sem nýtast okkur í kreppunni sem framundan er, jafnvel tilraunamatvælaframleiðslu með áherslu á nýbreitni og fullvinnslu. Þeir se gerst hafa sekir um ræktun geta svo sett upp gróðurhús og svo er þarna kjörið tækifæri fyrir markað svo fangelsið getur að vissu leyti rekið sig sjálft.
Sérálmu er hægt að gera fyrir fjárglæframennina okkar þarsem þeir verða nýttir til að hjálpa til við að gera upp fortíðina og segja okkur satt um hvað gerðist í bönkunum, þeir sem sýna samvinnu fá afslátt á refsingum og hóflega launað starf við að endurreisa bankakerfið, hér þarf að búa til nýjar leikreglur og refsa þeim sem virkilega valda fjöldanum skaða.
Þar gæti líka farið fram síbrotavistun og frelsissvipting fyrir fíkla til endurhæfingar, þarsem ég trúi lítið á að dæma veikt fólk í fangelsi og ég persónulega tel eiturlyfjaneitendur undir veikt fólk sem þarf hjálp.
Þarna væri hægt að kalla saman þá aðila sem vinna að endurhæfingu fíkla, SÁÁ, Samhjálp, Samstöðu, Krýsuvíkursamtökin, Fangelsismálastofnun, Landspítalann, Hjálpræðisherinn, Ekron auk allra sem ég er að gleyma. Halda einn fund og bjóða ÖLLUM að starfa innan þessarar stofnunnar, án samkeppni því að ekki henta allar meðferði öllum, svo að fangarnir/sjúklingarnir fái virkilega hjálp til að komast útúr þessu lífi ef þeir kjósa svo. Svo er það að hafa öflug og góð samskipti við þá sem eru í hinum ýmsu 12 spora samtökum um mikið starf innan vegja þessa "Endurhæfingarfangelsis" sem án spaugs er að miklu leyti byggt á Kardemommubænum.
Ég er draumóramaður en ég er ekki sá eini og þetta er vel geranlegt.
Stundum er mesti ósigurinn falinn í uppgjöfinni og eftir það að velja sér bardagana sem taka skal og forðast hina sem eru algjörlega fyrirsjáanlega tapaðir.
![]() |
Braust strax inn aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2009 | 15:33
Siðferði auglýsinga og markaðsmála
Er ekkert og getur seint orðið það því að þegar allt kemur til alls ráða peningarnir og peningum er alveg sama, datt í hug þetta myndskeið sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér.
http://www.youtube.com/watch?v=gDW_Hj2K0wo
![]() |
Braut lög með auglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 20:53
Hvaða rugl er þetta?
Aldrei myndi nokkur ábyrgur stjónrmálamaður á íslandi láta svona vitleysu útúr sér, að refsa fólki sem hefur lagt líf sitt og limi í mikla og erfiða vinnuþágu almennings? Og segjum að þessir menn fá einsog smá sporslu hér og þar, hvað með það? Hvað þarf það að fara fyrir rétt eða vera rannsakað eitthvað "sérstaklega", ofsalegar ofsóknir eru þetta, væri nú ráð að gefa mönnum einsog 6 mánuði allaveganna til að laga slóðina og svo má skoða þetta í rólegheitum með litlum tilkostnaði og mikilli vægð.
Þessir kallar sko.....
![]() |
Þingmenn verði sóttir til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 19:35
Dökk and kóver!
Rakst á þetta á almannavörnum ríkissins og fannst það soldið skondið
http://almannavarnir.is/default.asp?cat_id=105
minnir soldið á þetta
http://www.youtube.com/watch?v=-2kdpAGDu8s&feature=fvst
Guð forði samt að ég sé að gera grín rétt áður en hörmungar dynja yfir.
En við búum nú á einni stærstu jarðskjálftasprungu í heimi, þannig að maður ætti ekki að vera svona hissa.
![]() |
Grindvíkingar geri ráðstafanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2009 | 14:53
Hvað voru margir verðandi feður fullir í bænum?
Við pabbarnir erum nú ekki alveg saklausir heldur þó að vissulega göngum við ekki með börnin sem betur fer.
Það er gott og auðvelt að dæma veikt fólk og vonandi fær þessi stúlka stuðning og þá sérstaklega saklaust barnið sem hún gengur með.
En er ekki dæmalaust hvað við kallarnir höfum það gott á fylleríi?
Karlmenn eru líka foreldrar.
![]() |
Þunguð kona ofurölvi í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.5.2009 | 14:39
Áfengisglæpir
Nú er kominn tími á að leggja áfengi að jöfnu við önnur eiturlyf eða hvað?
Hér verður almenn réttlát reiði útí allt og alla sem koma nálægt "ólöglegum" eiturlyfjum, þegar staðreyndin er sú að stór hópur almennings drekkur áfengi og keyrir, og að áfengi almennt eins yndilegt og það getur nú verið veldur miklu tjóni í samfélaginu.
Ekki misskilja mig ég hef ekkert á móti áfengi sem slíku, mér finnst bara skrítið að eitt eiturlyf hafi svon betri réttarstöðu gegn öðru og að í löngu töpuðu stríði gegn eiturlyfjum sé myndað neðanjarðarhegkerfi sem nærist á glæpum og ofbeldi.
Þurfum við ekki að hugsa hlutina uppá nýtt í þessum efnum?
Hugsanir mínar og fyllsta samúð fara svo til barna mannsins sem missti líf sitt og annara aðstandenda, sem og ógæfumannsins sem olli þessu slysi að því er virðist.
![]() |
Grunur um ölvun í banaslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2009 | 14:27
Hvað er í F-ing gangi!!
Hver jarðskjálftinn á fætur öðrum og ég finn ekkert? Skrítið, ég sem er allra jafna á nálum yfir þessum skjálftum og hef hlaupið allsber fram á stigagang einu sinni.
Eitthvað er maður að átta sig á að það er lítið hægt að "gera" í þessum ósköpum, það er náttúran sem ræður för, hvað sem sjálfstæðismenn kunna svo að segja um það....varð að koma þeim að.
Vona bara okkar allra vegna að þetta sé ekki upphafið að suðurlandskjálftanum mikla með tilheyrandi eldgosum og látum, AGS eru örugglega sammála mér um að við höfum sko ekki efni á svoleiðis við núverandi aðstæður.
En kannski hristir þetta okkur bara saman.
![]() |
Enn skelfur jörðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 10:41
Bara eðlilegt sumarverð
Er þetta ekki árlegur viðburður að hækka bensínverð á sumrin, sé ekki mikið nýtt í þessu nema kannski að ríkið er að taka peninginn í stað olíufélaganna spilltu sem skipta um nafn til að bæta ímyndina.
Þá er að sjálfsögðu viðeigandi að byrja á fyrstu ferðahelgi sumarsins er það ekki?
Ríkið þyrfti kannski að fara alla leið með þetta? Fá einhverja auglýsingastofu til að finna nýtt nafn og láta sem ekkert hafi gerst.....
![]() |
Bensínlítrinn í 181 krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 09:22
Hunsaðir í Eyrargrund í Austurhamri
Vita þessir menn ekki að við þýðum staðarheitin þeirra af kotgæfni og höfum sent þeim margann glaðninginn? Svosem Egil Skallagrímsson og svo okkur hina sem á eftir komu.....
Særandi segi ég bara, mjög særandi.
![]() |
Slepptu íslenska fánanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sorglegt sem það er að ráðherrar okkar ætli að hunsa þennan yndislega mann þá er það nú frekar kjánalegt að fara að kenna vinstrimennsku Jóhönnu sig eða VG um það einsog þau séu einhver partur af Kínverska kommúnistaflokknum.
Var vinstristjórn á Íslandi þegar Falun Gong liðar voru hér handteknir við mómæli á opinberri heimsókn kínverskara ráðamanna? Nei reyndar ekki, þá voru mannréttindi brotin alvarlega á vakt Björns Bjarnasonar enda það fjölskylduhefðin þar á bæ.(þarf að muna að biðja fyrir honum á eftir innsk. ritara)
það að pólitíkusar heimsins hræðist kína hefur lítið með hægri og vinstri að gera heldur með spillingu stjórnmálamanna og ofurvald peningann í heiminum sem skotið hefur rótum í valdatíð hægri manna.
Kína hefur örlög USA í hendi sér og ekkert nema hernaðarlegt inngrip Bandaríkjamanna í Asíu getur breytt því, svo þar fylgjum við svo fast á eftir sem afleiðing af því að verða algjörlga háð Bandaríkjunum fjárhagslega eftir áratuga sleikjuskap og jafnvel formlegum stuðningi og þáttöku í stríðsátökum um allan heim.
Það skrítna er að Tíbet er frjálsara en við í raun og veru á andlega sviðinu með þennan gríðarsterka leiðtoga sem sýnir í verki hvernig náungarkærleikur og bræðralag mun sigra ALLT að lokum og ekkert sem menn eða peningar geta sagt um það.
Já stjórnmálamenn heimsins eru sem lamaðir af ótta og hafa verið lengi vegna ógnarstærðar og krafts Kínverja, en það gildir einu hvort um er að ræða Kommúnista eða Frjálshyggjupésa. Sorglegt sem það er þá er þetta staða landsins okkar eftir alla spillinguna, allir stökkva til þegar Henry Kissinger mætir en Dalai Lama, eeee nei takk.