Færsluflokkur: Bloggar

Við erum ekkert alslæm þá?

Gott að sjá að við erum að rétta úr kútnum ímyndarlega gagnvart þeim sem við höfum rænt.

Smekklega gert.


mbl.is Fá allt greitt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttinn

Gríðarlega finn ég til með þessum gamla manni sem beittur var ofbeldi af sjúkum ungum drengjum, en heimska þeirra varð þeim sem betur fer að falli og þeir ræna ekki gamalmenni í bráð.

Einhver þeirra nafngreindi hinn í miðjum klíðum svo að ekki var erftt fyrir lögregluna að finna drengina með hið mjög svo sjaldgæfa gælunafn "Marri" og mjög greinargóða lýsingu á hinum, snnkallaðir Gísli, Eiríkur og Helgi þarna á ferð, enda kannabisið ansi slævandi til lengdar og veldur því að heilinn hægir á sér.

En að óttanum og umfjöllun almennt um að við verðum að verða meira "erlendis" og vör um okkur.

Það tel ég hreinlega rangt, því að með íslenska vatninu sem við viljum ekki menga væntanlega er þarna annar fallegur hlutur sem ekki tti að menga, það er bláeygt sakleysi okkar íslendinga, sakleysi sem gerir okkur að þeirri þjóð í heiminum með hvað lægsta glæpatíðni, lítið ofbeldi og almennt frekar fallegt samfélag. Við skulum ekki gleyma þessu í fárinu.

 

Ótti er vondur húsbóndi gott fólk, en já förum varlega og hugsum um hvort annað.

Óttinn veldur því samt að fók vopnast einangrar sig og hörmulegir atburðir sem þessi. og er ég þá ekkert að gera lítið úr þjáningu þessa manns, stigmagnast og verða verri.

Ótti er líka söluvara óprúttinna fyrirtækja og fjölmiðla, stígum varlega niður því að þrátt fyrir slæm einstök dæmi sem þessi þá er nú samt sem áður afar öruggt að lifa á þessu blessaða landi okkar.

Eigið þið fallegann dag og góða Hvítasunnu...hvað sem það þýðir


mbl.is Þriðji maðurinn handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir

Þetta er ég gríðarlega þakklátur fyrir sem foreldri í þessu hverfi, hraðinn hér í kringum Hús Alþýðunnar er algjörlega glæpsamlegur. Hér er yndislegur garður í miðjunni en allt um kring svoleiðis geðsjúk umferð að maður veigrar sér viða hleypa drengjunum út.

 

 


mbl.is Á hraðferð eftir Sóleyjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf að grína bara?

Voðalega eru menn viðkvæmir, ég ætla nú að vona að bæði sjómenn og lögreglumenn hafi haft húmor fyrir þessu, þó að vissulega sé aðgerð lögreglunnar réttmæt þá er nú allt í lagi að gera smá grín að þeim. 

Það er ekki einsog þeir séu ósnertanlegir snillingar frekar en við hinir landsmennirnir á þessu kolrugaða landi okkar. Minni á að ekki fyrir svo löngu reyndi lögreglustjórinn okkar smávaxni að skreyta sig með stolnum fjöðrum þegar Sirtaki skútan var tekin fyrir austan, talaði fjálglega um margra mánaða lögregluvinnu og rannsókn þegar staðreyndin var að skipstjóri á fiskiskipi tilkynnti um ferði skútunnar og lögreglan var hreinlega heppin að ná gaurunum  á bíl nokkuð eftir löndun varningsins, sem krimmarnir að sjálfsögðu vissu ekkert hvað var.

En vonandi verður gerður góður matur úr þessum skötusel, er það ekki aðalatriðið?

Sem kokkur sé ég fyrir mér á matseðlinu "Böstaður Skötuselur með hvítu dufti, hass-elbach kartöflum og grænum jurtum úr íslenskum gróðurhúsum"

 


mbl.is Sérsveitin tók á móti skötuselsveiðimönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fótbolti

Vá hvað Barcelona verðskulduðu þetta. dvergarnir þrír léku sér í reitabolta með United, einsog Fergusson sagði áðann "þú mátt ekki láta þá hafa boltann þá halda þeir honum allt kvöldið" og Puyol var tröllið sem ekki bara tamdi Ronaldo heldur skaust líka upp kantinn og ógnaði marki MU-ara.

Frábært!!


mbl.is Barcelona Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski hefur lögreglan á Patreksfirði verið send út

Heimilisfangið er allavegann pínu ruglandi, gæti það verið að útkallið hafi verið sent vestur?

Efast nú samt stórlega að Geir Jón myndi ljúga vísvitandi þekki hann ekki af slíku, en oft sýnist mér hann vera fenginn til að segja þeirra útgáfu, þá er væntanlega logið að honum. Enda enginn betri til aðsegja satt.

Eða er þetta kannski allt sjálfstæðisflokknum að kenna? Þeir eru nú svo tengdir neyðarlínunni.


mbl.is Biðu í 30-40 mínútur eftir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðu ekki unni titilinn án hans

Hælspyrnan gegn Wigan tryggði meistaratitilinn endanlega fyrir MU, svo ég tel það vænlegast fyrri þá að halda í þennan nagla.

Það verður að segjast að munurinn á liðunum er þessi, Tevz er betri en Kuyt, annars munar engu á liðunum.

Spennandi leikur í kvöld og spennandi tímabil framundan.

Áfram Barca!!


mbl.is Gill útilokar ekki að draga upp veskið til að leysa mál Tévez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega kíktu eitt ár til Liverpool

Þó gamall sé þá hef ég áhuga á ða sjá hann í Liverpool treyju, þar á bæ vantar aukaspyrnusérfræðing og hornspynusnilling, hann gæti orðið dýrmætur "squad player" á tímabili þarsem Liverpool mun loks vinna titilinn aftur eftir 20 ára bið.

Gæti líka minnt á Eric Nokkurn Cantona sem kom frá Frakklandi til að gera MU að stórveldi í lok ferilsins.


mbl.is Juninho yfirgefur Lyon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illframkvæmanlegur sandkassaleikur

Skil ekki alveg hvernig við eigum að geta "ákveðið" gengi krónunnar okkar gagnvart öðrum gjaldmiðlum þegar enginn viðskipti eru með hana og hún í rauninni "non grada" í alþjóðlegu samhengi, held ekki að erlendir skuldunautar taki þetta í mál.

En ég er svosem bara kokkur.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég legg líka til

að við endurreisum atvinnulífið, hlúum að heimilunum og öflum "nýrra" tekna.

Er enginn að hlusta?

Á mig


mbl.is Furða sig á stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband