Við erum ekkert alslæm þá?

Gott að sjá að við erum að rétta úr kútnum ímyndarlega gagnvart þeim sem við höfum rænt.

Smekklega gert.


mbl.is Fá allt greitt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Taktu eftir að þeir fá greitt úr "brekum tryggingasjóðum". Þannig að ef til vill er okkar ímynd ekkert að styrkjast við þetta. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.5.2009 kl. 09:32

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Hehehe já en borgum við þetta ekki allt þegar upp er staðið? Bretar eru nú okkar stærstu kúnnar eða meðal þeirra allaveganna.

Einhver Ágúst, 29.5.2009 kl. 10:20

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kaupþing var með sinn banka í formi dótturfélags en ekki útibús eins og Landsbankinn. Þetta var því breskur banki en ekki íslenskur. Það er ástæðan fyrir því að innistæðueigendur geta fengið greitt úr breska tryggingasjóðnum en ekki þeim íslenska.

Sigurður M Grétarsson, 29.5.2009 kl. 10:23

4 Smámynd: DanTh

Af hverju er þessi umræða alltaf tekin á þeim nótum að það sé eins "við" berum þarna sameiginlega ábyrgð?  Við eigum sem þjóð ekki að þurfa að vera að verja okkur í þessu máli.

Það er hreinlega búið að keyra inn í allt og alla samsekt með þeim glæpamönnum sem rændu samfélagið.  Er fólk virkilega svona meðvirkt?

Við vorum öll blekkt og rænd af fjárglæframönnum sem stjórnmálamenn kusu að fela meðal þjóðarinnar.  Þannig varð sekt þeirra að skömm þjóðarinnar og við öll sett á sakamannabekk.   

Við eigum að ræða þessi mál þannig að alþjóðasamfélagið skilji að fáeinir glæpahundar fóru hér um og rændu þjóðina lífstarfi sínu.   

Nöfn þessara manna eru flestum kunn, setjum þá á þann sakamannabekk sem þeim ber en ekki alla þjóðina.

Ég veit t.d. að ég skulda ekkert fyrir þessa menn.  Mín lán voru ekki í skuld þegar bankarnir voru rændir innanfrá af eigendum sínum.  Ég er enn að druslast við að borga af mínum lánum, þó svo greiðslubyrði minna lána hafi tvöfaldast af völdum  óhæfuverka þeirra. 

Við höfum nöfn þessara manna, þeir mega mín vegna vera á alþjóðlegum hryðjuverkalista, enda eru þeir þeir í mínum huga efnahagshryðjuverkamenn.   

Hættum nú að kóa þetta lið eins og meðvirk fjölskylda alkahóllista.  Við berum enga ábyrgð á starfsháttum Sigurðar Einars, Hreiðars Más, Björgólfsfeðga, Lárusar Welding, Jóns Ásgeirs, Pálma Haralds og allar hinna sem eru þeim samsekir.

Ég sakna þess að sjá ekki að fyrstu aðgerðir þessarar ógæfu stjórnar skuli vera að setja krumlur sínar í þá ofur bónusa og kaupréttarsamninga, upp á miljarða tugi, sem runnu undir rassgatið á þessum glæpamönnum.

DanTh, 29.5.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband