Færsluflokkur: Bloggar
26.5.2009 | 11:15
Æ sér gjöld til gjalda?
Ef ég skil þetta rétt?
Launin mín lækka og umsamdar hækkanir fæ ég sko alls ekki.
Lánin mín hækka vegna gjaldeyrishafta sem eru sett á til að halda gjaldmiðlinum sofandi í öndunarvél eftir harða meðferð Vilhjálms og félaga.
Gjaldmiðillinn minn er í rúst þarsem Vilhjálmur og félagar hans tóku massíva afstöðu gegn krónunni til að bjarga eigin skinni, og teflsu lífi landsmann og afkomu í stórhættu í leiðinni.
Þar af leiðandi hækka hér allar vörur vegna þess að sömu félagsmenn Vilhjálms þurfa að borga meira fyrir þær í krónum talið vegna falls krónu sem þeir sjálfir slátruðu.
Og svo er fullyrt að það muni engin áhrif hafa á viðræður millii hins opinbera og SA um stöðugleikasátt?
Þetta er nú pínu ósanngjarnt Vilhjálmur......
Mikið er nú líka bensínið orðið dýrt á Íslandi.
![]() |
Gengi krónunnar skýrir hækkun vísitölunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2009 | 11:03
Ekki gott......en það þarf ekkert að hlusta á mótmælendur skilst mér
Hér er nú komin góð reynsla á að hlusta ekki á aðvörunarraddir, og svoa röfl í einhverjum umhverfissinnum fer nú varla að hnika okkur í afstöðu Einars K Guðfinnsonar í hvalveiðum.
Hvalveiðum sem munu ekki bera sig að manni sýnist þarsem markaðir eru frosnir og Japan mun ekki kaupa þetta allt af okkur, ekki misskilja mig, ég vil veiða hvað en það í mun minna mæli en við erum að fara að gera og þá til brúks hér innanlands. Okkur til framfæris og til að bjóða þeim útlendu gestum sem hingað koma uppá að smakka en ekki í stórum mæli sem ergir umhverfissinna og setur okkur útí horn í alþjóðasamfélaginu. Það er glapræði.
Og ákvörðun tekin af manni á sínum síðustu dögum í ráðherrasæti sló til og úthlutaði þessari vitleysu ber að hnekkja, hann getur svo bara farið að vinna fyrir laununum sínum hjá úgerðarmönnum þessa lands fyrst það er hans bakland, þeir mega þá bara borga honum beint í stað þess að ég og þú séum að borga launin hans.
Enda sést það best á skrifum hans í dag í blöðunum hvers erinda hann gengur með almenna verkamenn í gíslingu, þekkt aðferð úr sveitarfélögum landsins er að "bjóða" fólki að kjósa "flokkinn" eða missa ellegar vinnuna.
Tek það aftur fram að mér finnst sjálfum hrefnukjöt sælgæti en tel að öðruvísi megi finna þessum veiðum hóflegri og farsælli farveg en nú blasir við.
![]() |
Mótmæla hvalveiðum í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 16:53
Allir Samherjar á Mogganum?
Eru blaðamenn moggans að ganga erinda útgerðarmanna í landinu? Eigenda sinna og atvinnurekanda?
Getur það verið?
![]() |
Eigandinn heldur áfram að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2009 | 22:24
En leiðinlegt
Leiðinlegt að þið ráðið engu um hvað verður um bankan í þetta skiptið eða hvað verða reist mörg álver eða svona almennt hvernig landið verður sett á hausinn.....aftur.
Hvaða stefnu?
Og gleðilegt að það kjósa enn "allir sem einn" hjá framsókn, engar breytingar þar að sjálfsögðu enda formaðurinn "frekar almennt hlynntur hefðum" svo ég vitni í hann sjálfann.
![]() |
Munum fylgja stefnu flokksins" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2009 | 09:23
Ekki mjög líklegt að Birna vilji rannsaki sig og vini sína
Voða tók þetta langann tíma? Eru menn búnir að tippexa nóg og tæta í 7 mánuði núna svo að þeir treysta sér til ða láta "óháða" aðila skoða gögnin? Svo voru indversku forritararnir að klára vinnuna sína og fara heim um daginn, þeir eru víst bestu forritarar heims, þeir hafa nú lagað þetta allt saman.
Mikið er ósmekklegt að sjá þessa banka eyða milljónum í ýmindarherferðir nú og beita fyrir sig starfsfólkin miskunnarlaust, ætli einhver starfsmaður hafi sagt nei?
![]() |
Rannsaka óeðlilegar millifærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2009 | 09:16
Mjög gott, það er stutt í ólinni!!
Þetta tel ég afar ábyrgt og þarft framtak, það þarf að veita Alþingi aðhald og þjóðin þarf að sýna hug sinn allann til að vera ekki alveg svipt eignum sínum á einu bretti og í ofanálag hneppt í skuldafangelsi um ókomna tíð. Heilbrigðis og menntakerfi okkar mun hrynja og við erum neydd til að byrja núna að undirbúa okkur fyrir algjöra sjálfbærni á matvælasviðinu.
Hér er myndband sem sýnir hvað gerðist í Argentínu við nákvæmlega sömu aðstæður, AGS kom inn og lánadrottnarnir voru þeir sömu og í okkar tilfelli....virkilegt áhyggjuefni.
http://www.youtube.com/watch?v=d5g80I7OjN4&feature=PlayList&p=B317F58B9B878FC0&index=0
![]() |
Boða til fundar á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.5.2009 | 20:18
Hringleikahús fáránleikans
Hvaða rugl er þetta? Er ekki okkur öllum ljóst að við höfum ekki efni á þessu? Jæja ég nenni ekki að skrifa meira um þetta, held þetta sé frekar sjálfdautt dæmi og væri best til þess fallið að grotna þarna niður okkur óráðsíufólkinu til áminningar um mikilvægi lýðræðis og gangsæis.
Annar langar mig að vita hverjum Íslenskir aðalverktakar haf agreitt í kosningajóði, þar spái ég ða næsta skandalmál komi upp og þingmenn sem hafa fengið greitt þaðan eru kannski enn að fjalla um þetta mál.
![]() |
Deilt um tónlistarhús á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 10:36
Nú getur Einar K fengið hlutverk
Verður vondi gæinn í næstu Bond mynd alblóðugur spilltur íslenskur pólitíkus? Væri nú flott landkynning.......íslenskur hriemur er líka svona álíka "vondur" og rússneskur, gæti hvalvirkað.
Við erum vitleysingar sem ætlum að drepa fullt af hval sem enginn vill kaupa, af því að það á að skapa svo mörg störf.....
![]() |
Brosnan berst gegn hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 00:28
Skítapólitík
Þessi maður er ekki hægt, alveg magnað og myndi væntanlega bara líðast í þriðja heims ríki eða fyrrum lýðveldum sovétríkjanna, hann minnir mig alltaf meira og meira á aðstoðarmann Borats.
Í dag sagði forseti neðri deildar breska þingsins af sér og þarf að borga tilbaka alla misnotkun almannafé, þetta myndi aldrei gerast hér, hér eru menn verndaðir í bak og fyrir af félögum sínum og klíkunni sem situr djúpt í kerfinu og slær um þá spilltu skjaldborg.
Mikið er samt gott að maðurinn er ekki lengur í LÍN, það skal Katrín Jakobs hafa þakkir fyrir....
![]() |
Óttast ekki meirihlutaslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 20:49
Limbó
Þetta verður limbó og ansi tæpt held ég, á þingi það er að segja. Spurningin er svo þjóðaratkvæðagreiðslan sem gæti faraið hvernig sem er en ég hallast að NEI persónulega, þarsem ég tel að við eigum ekki að hætta okkur inní frekari bandalög að sinni. Bæði er okkur betur borgið utan evrópu í ljósi þess að Evran á eftir að taka mikla dýfu í nánustu framtíð og að það eru miklar hræringar framundan með átökum og ófyrrsjáanlegum atburðum,
![]() |
Þjóðin viti hvað er í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)