Færsluflokkur: Bloggar
19.5.2009 | 14:00
Mjög smekklegt
Þvílík endalaus græðgi og ósvífni, gaman að menn sem tóku stöðu gegn krónunni skipulega séu enn að græða á óförum okkar allra. Hlæjandi alla leið, vonandi finnur hann sér annað land að búa í með þessa peninga sína. Eða betra notar þá til að hjálpa fólkinu í landinu, líklegt ekki satt?
![]() |
Aðalmeðferð í máli Baldurs lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér eru tvö yndisleg myndbönd, annars vegar af viðtali við TARP stjóra bandaríkjastjórnar og hinsvega Money as Debt sem útskýrir á afar einfaldann hátt hvað fór úrskeiðis hjá okkur.
Money as debt í 5 pörtum, endilega skoðið þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 11:31
Já við komum inn fyrst af öllum töpurunum.
Við erum krútt, ef illa gengur í Júróvisíón er það spilling og austur evrópskt samsæri og keppni hvort eð er svo rosalega hallærislega og banal að það tekur því ekki að taka þátt.
En ef vel gengur verða meðalhæfileikaríkir tónlistarmenn og lagahöfundar þjóðhetjur á augnabliki og það fyrir að verða í öðru sæti, og Eurovision/Grand Prix einhver mesti menningarviðburður mannkyns.
Í dag þótti það fréttnæmt að aðeins einn bar í NY sýndi keppnina og þar sat íslensk kona með Bobbysocks.
Sigmari kom það sko ekkert á óvart að Kýpur greiddi Grikkjum 12 stig eða Andorra greiddi Spáni 12 stig, hann dæsti og fussaði, en þáði svo 12 stig frá fændum vorum Norðmönnum sem tryggðu okkur efsta sæti meðal taparanna í froðukeppni án athugasemda.
Til hamingju Ísland með að hafa orðið í öðru sæti í keppni sem hefur getið af sér 3 góð lög á hvað rúmlega 50 árum?
![]() |
Líkti Jóhönnu við Scarlett Johansson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.5.2009 | 11:20
Já skrítin aðferð
Undarleg aðferð að gera menn ábyrga gjörða sinna? Án dóms og laga, maðurinn þarf bara að segja af sér vegna vafasams siðferðis.......sniðugt.
Hér sitja menn sem fastast....háæruverðugir og uppreistir að æru hlið við hlið.
![]() |
Búist við afsögn Martins síðar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009 | 11:17
Lýðræðislegir bloggarar?
Hér rísa menn upp á afturfæturnar og gera grína að því að stjórnarflokkarnir séu ekki sammála um eitt mál, gott þið eruð svona spenntir fyrir að viðhalda hér flokksræðinu þarsem maður kýs einsog foringinn segir algjörlega án sannfæringar og jafnvel án þess að kynna sér málin.
Það má alveg kjósa um mál sem ég er á móti, ég sé ekki mikið að því þó ég geti verið ósáttur við niðurstöðuna.
Þetta er skref til meira lýðræðis og öflugra þings, sjálfstæðisflokkurinn fremur sjálfsmorð ef hann leggst í málþóf yfir þessu sjáiði bara til.
Það er hægt að vera í sama flokki og vera ekkert sammála um alla skapaða hluti sjáiði til, leiðinlegt að þið séuð svona niðurnjörvuð í gamla hugsanaganginn og hrædd við að þjóðin fái bara að kjósa um þessi leiðinda evrópumál að þið getið ekki breyst eða skoðað nýja möguleika.
Hér verða hlutirnir vonandi aldrei aftur eins....
Menn eru td vanir að Sjálfstæðisflokkurinn ráði hér allra mestu með fulltingi Framsóknar. sjáflstæðisflokkurinn ræður og vinir framsóknar græða.
Og það allt byggt á hvað allir voru sammála, sammála um Davíð og svo Geir sem eru svo allt í einu blórabögglarnir........kunnið þið annan?
Fáum staðreyndirnar á borðið, og leyfum þjóðinni að kjósa um þær, öðruvísi fáum við enga niðurstöðu í þessi mál, og auk þess verða þau loks tekin af pólitíkusum og kvótabröskurum sem hika ekki við að kaupa sér heilu dagblöðin til að nota sem málgang sitt og eru að verða hinir sönnu flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins þó að flokkurinn hafi veigrað sér við að kjósa Kristján Samherjaprins sem formann.
Svo tala menn um föðurlandssvikara sem vilja skoða ESB, ég sé ekki betur en að sjálfstæðisflokkurinn hafi selt aðgang að landinu okkar fyrir peninga svo illilega að við erum stórlöskuð eftir andlega og líkamlega og á framfæri AGS sem er einsog að vera sviptur sjálfræði inná geðdeild.
Fólki innan flokka á að vera frjálst að kjósa eftir eigin sannfæringu og áð tjá skoðanir sýnar, hversu heimskulegar sem mér og þér finnast þær, þá eru þau allveganna að segja okkur satt og við getum kosið eftir því.....væri það ekki góður draumur?
![]() |
Hljótum að vinna saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2009 | 14:40
alveg gáttaður bara?
Og svo ræðir maðurinn um herbergið sem Framsóknaherbergið? Pínu ósmekklegt og frekar léleg taktík, nema hann geri ráð fyrir að enginn taki mark á honum, gæti verið svosem.
Almennt frekar hlynntur hefðum segir formaðurinn nýslegni og opinberar sig sem enga endurnýjun heldur viðhald gamla valdahrokans.
Takk Birgitta og takk þingmenn Borgarhreyfingarinnar fyrir að vera þarna inni að gæta hagsmuna fóksins.
Og Tryggvi stórkjaftur sýnir mátt sinn með að vera foj yfir afnámi bindiskyldunnar, sjálfur bindislaus!!! hahahaha
Einhver sagði "Mér heyrðis háæruverðugur þingmaður hrista hausinn"
![]() |
Sigmundur Davíð: Kom mjög á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 21:53
"Grasrótarhreyfing stofnfjáreigenda"
![]() |
B-listi með þrjá menn í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2009 | 14:57
Ferskur blær
Ungir eitthvað í einhverjum stjórnmálaflokki sem leyfa sér að efast um leiðtogana sína og jafnvel gagnrýna þá, það þykir mér spennandi kostur.
Svo að feminismanum, það þarf að berjast fyrir réttindum kvenna, það er bara þannig.
Það að það rísi svona margir karlmenn upp og mótmæli kvenréttindabaráttu sannar svo málið.
![]() |
Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2009 | 14:31
Menn með brjóst og konur með skegg
Gaman að þessu, leiðinlegt að láta bíta sig i brjóstið, leiðinlegra þykir mér að vera með brjóst yfirleitt.
Einn brjóstgóður
![]() |
Beit dyravörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2009 | 14:28
Það sem ekki drepur mann
Ég verð alveg illa vinstri grænn þegar ég les svona, vona að við séum ekki að gera þessa jarðkúlu óbyggilega fyrir afkomandur okkar með græðgi okkar og leti, en sá grunur læðist samt að mér.
Svo huggum vð okkur við að flokka rusl sem ekki er endurnýtt, og hver er búinn að gleyma kolefnisjöfnun bankanna?
Við erum snillingar.
![]() |
Mikil svifryks- og ósonmengun í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)