Ferskur blær

Ungir eitthvað í einhverjum stjórnmálaflokki sem leyfa sér að efast um leiðtogana sína og jafnvel gagnrýna þá, það þykir mér spennandi kostur.

Svo að feminismanum, það þarf að berjast fyrir réttindum kvenna, það er bara þannig.

Það að það rísi svona margir karlmenn upp og mótmæli kvenréttindabaráttu sannar svo málið.


mbl.is Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það kvenrétti sem við viljum eða jafnrétti. Það er ekki sami hluturinn. Er það ekki takmarkið að besta manneskjan sé ráðin óháð kyni ?? Það er jafnrétti. En að ráðið sé í stöðu ekki vegna hæfni heldur af því að það er ekki jafnt kynjahlutfall er einfaldega heimskulegt. Það á að meta í starf útfrá verðleikum en ekki kyni.

Ómar Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Geturðu nefnt mér mörg dæmi þarsem vanhæf kona var tekin framyfir karlmann í einhverja stöðu eða ertu bara að reyna að verja eigin skinn?  Byggirðu þetta á einhverri reynslu, veist þú ekki einsog ég að við karlmenn eru almennt valdir framyfir konur í stjórnunarstörf? Voru bankarnir ekki yfirfullir af heimskum gröðum köllum sem gíruðu fé og settu landið á hausinn, hvað var hlutfallið þar 75-80%?

Einhver Ágúst, 13.5.2009 kl. 21:45

3 identicon

Það er auðvitað hið besta mál ef að í ráðherraliði eru 50% konur og 50% karla, en er það brýnast allra mála þegar valið er í ráðherraliðið?

Hefur VG marga reynslubolta sem treysta sér til að skilja t.d. fjármál nógu vel til að vera fjármálaráðherra ? Að undanförnu hafa menn verið að fetta fingur út í háskólagráður þeirra sem gegna ráðherraembætti, á ekki að taka mið af því? Það var jú stjórn vinstri grænna og samfylkingarinnar sem börðust fyrir menntunarkröfum á stöðu seðlabankastjóra....

Kannski að það hefði átt að gera kröfu um að seðlabankastjórar væru tveir, einn karl og ein kona?

Annar handleggur er svo aðrir hópar í samfélaginu. Eiga fatlaðir að hafa einn fulltrúa sinn í ráðherrastól? Samkynhneigðir? Kristnir? Trúlausir?

Og hvað svo þegar embættum fjölgar og verður oddatala?

Mér sýnist VG hafa valið jafn marga karla og konur í sína stóla, hvernig í ósköpunum eiga þeir að geta stjórnað kyni ráðherra hins flokksins? Á það að vera deal-breakerinn? Á að hætta við ríkisstjórnina vegna þess að VG fékk samfylkinguna ekki til að fara eftir 50-50 reglunni?

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Það má nú fjalla um þessi mál án þess að málefnum fatlaðra sé blandað í málið, og aftur segi ég það kemur ekki ein ienast kona hér inn og kvartar undan þessu, bara kallpungar einsog við.

VG stendur sig sæmilega já en það þarf þrýsting til að framfarir verði á þessu sviði, það hefur sýnt sig að við karlarnir stígum ekkert bara til hliðar og hleypum konum að baráttulaust og það veistu.

Einhver Ágúst, 14.5.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband