Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2009 | 14:19
Almennt frekar hlynntur hefðum?
Gullsetning frá lítið breyttum formanni framsóknar sem þykist svo mikið endunýjuð en er samt bara alveg eins? Svona frekar almennt orðalag sem samkvæmt hefðum er notað til fyrirsláttar og sem undankomuleið seinna ef maður skyldi vera staðinn að að segja einhverja vitleysu. Hann kann þetta strákurinn, hoppar inná þing fullmótaður í gamalt form. Semsagt engar breytingar.....
![]() |
Þingmenn læra góða siði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 11:26
Heróín spilafíknarinnar
Spilakassar eru hliðstæða heróíns í spilafíkn, póker er svo rauðvínið, fólk sem spilar póker lítur niður á spilakassaliðið.
En vangaveltan er ef heróín er ólöglegt og spilakassar löglegir, hví er þá rauðvín löglegt og póker ekki?
![]() |
3.000 milljónir í spil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 10:57
Rétthugsun eða réttlæti?
Fatty er vissulega ekki fallegt viðurnefni en að sótthreinsa heiminn af öllu óþægilegu mun ekki ganga og er hreinlega fordómafullt.
Í vikunni sem leið var anti megrunar dagurinn og viku seinna koma þessa sláandi fréttir.
Við erum fyndið fólk mannfólkið, væri örugglega fyndið að vera geimvera og finna okkur, margt sem kæmi mér á óvart. Við erum að pæla í svo undarlegum hlutum oft.
![]() |
Finnur frækni látinn grennast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 10:50
Ég vel að fagna þessu
Ég vel að fagna þessu og ákvað að trúa þessum mönnum, Steingríkmur hefur ekki verið staðinn að miklum óheiðarleika sem stjórnmálamaður og er ekkert að fara að byrja á því núna.
En jafnframt veit ég að þetta þýðir að það á eftir að borga reikninginn og það eru húsnæðiseigendur sem þurfa að borga ásamt launamanninum litla. Ekki eru Jón Ásgeir og Björgúlfarnir að fara að borga krónu, það er nokkuð ljóst.
En þetta með sveigjanleikann er rétt og getur munað miklu.
Ég er sveigjanlegur í dag og vel að vera bjartsýnn, eitthvða segir mér að það borgi sig fyrir mig og þá sem í kringum mig eru.
![]() |
Það versta mögulega afstaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2009 | 10:33
Gríðarlega útbreitt félagslegt vandamál
Tannhirða er það fyrsta sem rýkur út hjá fólki vegna fátæktar, margir hafa ekki efni á að senda börnin til tannlæknis og fjölmörg dæmi þekki ég um að fók steinhættir að fara til tannlæknis eftir 16 ára aldur.
Ég var sjálfur einn af þeim og er að glíma við þann vand í eiginn ranni nú, um daginn talaði ég við mann sem hafði rifið sjálfur úr sér 3 tennur sem voru að kvelja hann, margir ganga um með mikla verki og afskaplega lága sjálfsmynd vegna þessa heilbrigðisvandamáls.
Þarna þarf að leiðrétta málin.
![]() |
Sofna ekki án verkjalyfja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2009 | 10:26
3ja mánaða hausverkur
Það virðist ekki mega segja neitt ljótt um kaffi, fólk er bara frekar pirrsa yfir þessu.
Ég er hættur að drekka kaffi, til að byrja með hætti ég að drekka kaffi fyrir 3 árum þegar ég hætti að reykja, bara svona til að vera viss, því að kaffi og sígó voru miklir vinir.
Það sem gerðist í mínu tilfelli kom mér innilega á óvart, nikótínfráhvörfin voru slæm í viku, með svefntruflunum og hálfgerðu flensuástandi og miklum hausverk. Eftir viku hurfu öll einkennin nema hausverkurinn og varð hann viðvarandi í ca 3 mánuði, ég ræddi við marga og komst að því að fólk fékk oft hausverk ef það fékk ekki kaffi strax á morgnana. Eftir 1 og 1/2 ár fékk ég mér kaffi og féll fyrir tóbakinu 2 tímum seinna.
Nú er ég aftur hættur að reykja og drekka kaffi og er að upplífa sama hausverkjatímabilið aftur.
Kaffi getur ekki verið hollt að neinu leyti, engin næringarefni og eitthvað örvandi efni til að halda sér vakandi og ljúga líkamann til. Og það skrítna er að fók er voða hissa almennt að maður hafi hætt að drekka kaffi, það þykir undarleg uppátekt hjá kaffielskandi Íslendingum.
Dauð svæði veit ég nú ekki um svosem, ætla nú ekkert að vera að þykjast vera gáfaðri en kaffidrykkjumenn almennt, en kannski maður geti gripið í þetta í rökræðum í framtíðinni þgar manni finnst á mann halla? Fyrirgefðu en drekkur þú kaffi? heheheh
![]() |
Kaffi skaðar heilann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2009 | 12:27
Er hann farinn að vinna á Mogganum aftur?
Nei er það nokkuð? Því ég sé enga aðra góða ástæðu til að vera að fá álit gamalla biturra einræðisherra, hann ætti frekar að setjast niður með Jóni Baldvin og rífast aðeins og reyna svo að ná í Eriick Hoenekker og spjalla um njósnir og persónuvernd.
Alveg hörmulegt að einn helsti miðill landsins lepji enn bullið úr þessum ruglaða manni sem ekki vll láta af völdum og alltaf hefur rétt fyrir sér, hvað tala Hannes og hann um þessa daga á Holtinu, veruleikafirrtu mennirnir sem leiddu þjóðina í glötun.
Björn hlífðu þjóðinni við ruglinu í þér, um daginn voru þau svo lengi að setja saman ríkisstjórn og þá var enn vika í að þau næðu að eyða jafnlöngum tíma og það tók þig að setja saman allar þær ríkisstjórnir sem þú hefur setið í meðan þú komst þessu landi á hausinn og studdir stríð í fjarlægum löndum ásamt því að taka virkann þátt í að semja hryðjuverkalög sem nú bitna á þinni eigin þjóð.
Þú ert á mörkum þess að vera föðurlandssvikari og ættir að líta þér nær.
![]() |
Falleinkunn á ófædda stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.5.2009 | 02:38
Bara á Húsavík
Ekki að mér finnist þeir eitthvað minna greindir en annað fók en eru Húsvíkingar ekki soldið óheppnir? Hef það svona á tilfinningunni. Er þetta maðurinn sem læsti ekki inni byssurnar sínar í sumarbústað svo vogarnir fylltust af skammbyssum?Nei bara spyr...
![]() |
Skaut heimiliskött á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2009 | 02:23
Von fyrir Ragnar og fjölskyldu
Gott að vita að það er verið að gera eitthvað, ég trúi að þetta fari allt vel að lokum með hjálp og samstilltu átaki okkar hérna heima, þrýstum á að vel verði gert til að koma honum í mannsæmandi fangelsi.
![]() |
Unnið að því að útvega lögmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 15:50
Gott mál, heilbrigður tónn í samræðum og stjórnvöld á tánum....
Nú eru menn að missa sig yfir eðlilegum og rólegum mótmælum, sumir vegna þess að þeir bara "fíla" ekki mótmæli, aðrir afþvi að þau eru ekki þeirra hugmynd.
Þetta var sanngjörn og góð krafa, hægt miðar og illa er fólk upplýst um lausnir, vel gert hjá Jó og Steingrím að koma og ræða við fólkið, opið lýðræði sem er tilbúið að hlust á sjónarmið fólksins, treysti nú alltaf VG til þess en Samfylkingin virðist vera að læra.
![]() |
Buðu mótmælendum til viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)