Færsluflokkur: Bloggar
7.5.2010 | 12:27
Bezti flokkurinn efnir til hugmynda samkeppni....
Bretar eiga orðið "drizzle" um það veður sem hefur verið hér í Reykjavík undanfarna daga, Reykvíkingar búa ekki við þann skemmtilega munað, orðið "drizzle" er létt, stökkt(krispý) og leikandi lýsing á veðri sem er ekki vont og eiginlega afar frískandi.
Hvað heitir það á Íslensku? sýssla? dropadekur? Nei, það heitir ömurlegu nafni sem veldur manni strax vonbrigðum, það kallast "úði", þvílík hneisa segi ég og þessu kjósandi góður vil ég breyta.
Ég meina úði rímar við púði sem kallast líka svæfill og svo sem verst er þá rímar það við lúði og það er alveg ótækt.
Ég vil breyta þessu og fyrir það býð ég mig fram í kosningum til borgarstjórnar Íslands 2010.
Beztu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Bezta flokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2010 | 12:17
Góðann daginn kæri kjósandi!! ;)
Mikið vaknaði ég glaður og fullur bjartsýni í dag, í dag er nefnilega meðganga Bezta flokksins, Meðgangan gengur frá Lífstykkjabúðinni Laugavegi 82 kl 16:00.
Að henn lokinn mun nýr kynbættur listi flokksins vera kynntur og það gleður mig mikið og væntanlega alla aðra að þar færist ég upp um nokkur sæti við kynbótina og það er frábært einsog allt í Bezta flokknum.
Endliega sláist í för með okkur í ævintýrinu um Bezta flokkinn, flokkin sem gat. Flokkinn sem kom sá og sigraði.
Beztu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti bezta flokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 14:02
Reykó verður betri borg að búa í...
Fíkniefni og þýfi í Kópavoginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 13:16
Bezti ansi nálægt hreinum meirhluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 12:35
Nákvæmlega það sama og bezti flokkurinn nema bara aðeins lélegra...
Hjólreiðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 09:32
Þessu mun Bezti flokkurinn bjarga!!
Þetta verður ekki raunin og vitið til að innan skamms verður komin iðandi menning og plötusala í Skífuhúsnæðið við laugaveg.
Það mun Bezti flokkurinn tryggja.
Skífunni lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2010 | 09:29
Hlutfallslega mikið fylgi Bezta flokksins í Bretlandi
Ég hef orðið fyrir miklum þrýstingi uppá síðkastið að fá frambjóðenda frá Bezta flokknum til að bjóða fram í þingkosningum þar í landi, við höfum ekki getað orðið við þeirri ósk sem stendur en verðum klár þegar fram í sækir.
Ég hef fyrir því góðar heimildir að allnollur fjöldi hyggist kjósa Bezta flokkinn í þessum kosningum jafnvel þótt við séum ekki með menn í framboði, það er nú ótrúlegur stórsigur að þurfa ekki einu sinni að mæta í leikinn ekki satt?
Beztu kveðjur Einhver Ágúst 17 sæti Bezta flokksins-Besti flokkurinn býður uppá allt litrófið í fólki.
Óvissa á lokasprettinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2010 | 17:26
Bezta grínið undir pressu....
Strákarnir okkar bogna kannski en brotna ekki sagði Dolli dropi í útsendingu frá handboltaleik, það var ekki grín en samt mjög fyndið at the time.
Formaðurinn okkar bregst ekki frekar en fyrri daginn.
Bezti er flokkur fyrir fólk sem tekur pólitík alvarlega.
Bara að grínast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2010 | 17:12
Stórfín frammistaða formannsins á frekar leiðinlegum fundi.
Og vissulega er Hanna verðugur andstæðingur og hver veit nema að henn bjóðist sæti á lista Bezta þegar fram líða stundir, en algjörlega ótímabært og jafnvel ómálefnalegt að segja hana besta.
Mál manna á göngunum og spurningin sem brann á flestum fundargestum var þessi: Hvað er grínframboðið? Hvert þessara 8 framboða er grín?
Þetta þétting byggðar/börnin/atvinnumálin/samlegðaráhrif/þjóðstjórn í Reykjavík???/reykjavík fyrir Reykvíkinga hjal er afar fyrirsjáanlegt og dapurlegt.
Veljið fólk með raunverulega lausn og gleði og skemmtilegheit fyrir alla.
Bestu kveðjur Einhver Ágúst 17 sæti Bezta flokksins(birt með fyrirvara um kynbætur)((sem ég mun fagna))
Jón Gnarr og Hanna Birna best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 17:05
Það kemur mér lítið á óvart...
Enda tiltrú almennings jafnt sem alþjóðasamfélagsins að vara vaxandi með tilkomu Bezta flokksins.
Þetta sýnir bara að áætlanir okkar eru raunhæfar og vekja von um bjartari framtíð í hagkerfi Íslands.
Gengi krónunnar styrktist um 1,15% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)