19.3.2010 | 14:19
Enda fáránlegt og stríðir gegn stjórnarskrá landsins....
að stand í stríðsrekstri og æfingum til þess föllnum til ða drepa saklausa borgara víða um heim og jafnvel leiguheri fyrir einræðisherra og fíkniefnabaróna.
Við gerðum nógu stóra skyssu gagnvart Írakstríðinu og það í svipuðum tilgangi, þ.e.a.s. vegna þess að við höfðum ekki efni á að sleppa því.
Vinnum okkur inn heiðarlega peninga og sofum vært.
Lítt hrifinn af herþotunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála!!
Ætla að vona að við séum ekki að fara gera hvað sem er fyrir peninga...
Unnar, 19.3.2010 kl. 14:48
Gæti trúað að þið væruð úr veruleikafirta hópnum í 101...
Það er kallað á atvinnu og þið eruð á móti atvinnu...
Það er betra að hafa atvinnu af því að þjónusta flugvélar einkafyrirtækis en að hafa enga atvinnu. Það þó að fyrirtækið sé með leiguvélar sem ætlaðar eru sem æfingavélar fyrir einhverja heri útí heimi.
Icelandair hefur þjónustað bandaríska herinn... Og é þori að fullyrða að stóru Íslensku flugfélögin hafa á einhverjum tímapunkti þjónustað einhvern her.
Ég skal svo taka upp aftur umræðuna um að hætta hernaðarbröllti þegar öll, já ÖLL ríki heimsins hafa hætt með heri...
Fyr er ekki hægt að tala um að hætta þessu brölti.
Semsagt. Það er ekki talandi við ykkur um að hætta hernaðarbrölti þann tíma sem við egum eftir lifað hér á jörð.
Lifið heil og í raunveruleikanum
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 19.3.2010 kl. 15:13
"Á móti atvinnu hópnum"?? :D hahah. Ég ætla ekki að svara þessu einu sinni. Og þó að Icelandair hafi þjónustað BNA í Íraksstríðinu þá þýðir það ekki að það hafi verið rétt eða að það réttmæti að við getum þá þjónustað hernað áfram. Það sama á við um að "allur heimurinn" sé í hernaðarbrölti þá sé allt í lagi að við séum það líka. Við eigum nefnilega að sýna fordæmi og ekki koma nálægt þessu.
Unnar, 19.3.2010 kl. 15:19
Vissi að mér tækist að kveikja í einhverjum með orðum mínum enda tilgangurinn slíkur.
Það að sýna fordæmi er svolítið sem okkur Íslendingum er tamt að gera. samanber allar okkar gjörðir við förum hraðast á hausinn, sýnum þar fordæmi um hvernig á ekki að stunda viðskipti...
Af hverju egum við að fara að breyta því nú og hafna því að taka við fyrirtæki sem hefur "herfluvélar" og það vopnlausar.
Egum við ekki bara að banna venjulegum flugfélögum að starfa eða koma nálægt Íslenskri lofthelgi???
Það sýndi sig 11. sept 2001 að farþegavélar reyndust hið ágætasta vopn í bardaga hryðjuverkamanna gegn öðrum hryðjuverkamönnum (USA).
Ekki koma svo með svar um að þetta hafi verið þvingað uppá flugfélögin... Það er klént.
Allar flugvélaverksmiðjur í heiminum hafa meir og minna byggst uppá að þjónusta hernaðarbröllt. Ef það hefði ekki verið þá væru líklega flest hin sömu fyrirtæki farin á hausinn fyrir löngu.
Boeing verksmiðjunum hefur oft verið bjargað frá gjaldþroti með samningum um smíði herflugvéla. Sama má segja um mörg önnur flugfélög.
Það á kanski að hætta að kaupa flugvélar fyrir vikið.
Skip hafa svo verið notuð í hernaði frá ómunatíð, hættum að smíða skip og hættum að kaupa skip, hættum að ferðast með skipum.
Verðum innikróuð hér á þessu skeri og veslumst upp í fátækt af því við viljum ekki kaupa neitt sem kemur frá öðrum löndum... Niðursuðuvörur þróaðar til geymslu á matvælum í hernaði... sussumsvei...
Svona má lengi telja. Sýnum fordæmi og hættum að versla hluti sem voru þróaðir í stríðum eða vegna stríðsástands...
Læknisfræðin þróaðist mikið til vegna stríðsástanda hættum með heilbrygðisþjónustu.
Hvar ætlarðu að draga mörkin???
Við víkingatímann??? Ekki hægt, þá vorum við að berja hver á öðrum með vopnum...
Þetta er óraunverulegur draumur sem aldrey kemur til með að rætast svo lengi sem nokkur skepna er á lífi... Fyrst skal ég trúa að þetta sé hægt þegar allir jarðarbúar fara í kirkju á sama sunnudeginum .
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 19.3.2010 kl. 15:54
Þú nefnir sjálfur flest þau rök sem þarf til að staðfesta það að við eigum að nýta tækifærið og standa fyrir utan hergagnaframleiðslu og æfingar á morðingjum, hvernig sneitt er hjá ábyrgð með að framleiða mismunandi hluti vopna á mismuandi stöðum til ða trúa á eigið sakleysi, og æfingar á vopnlausum orrustuþotum, eru ekkert annað en æfingar í morðum. Og mundu að þegar þú segir að Öll lönd skuku hætta hernaðrabrölti þá verða einhver að byrja, það geta ekki allri beðið þangað til "hinir" hegða sér er það ?
Og að finnast 200 milljarða tilboð um æfingasvæði fyrir einkaherfyrirtæki mikill peningur er glópagull auk þess að ekki hef ég nú heyrt þess getið að það verði íslendingar sem þjálfi menn í herþflugi enda væri það nú frekar lélegt, það er nú svo að þegar maður sér hrægammana sveima yfir höfði sér þá ætti maður að bíða með að fagna félagsskapnum því maður er feigur.
Einhver Ágúst, 20.3.2010 kl. 10:27
Og endilega kíktu í 101, þar þekki ég fólk sem skapr sér og landinu tekjur með svo ótrúlega litlum tilkostnaði og undraverðum árangri að það myndi koma þér afar mikið á óvart.
Einhver Ágúst, 20.3.2010 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.