24.9.2010 | 02:30
Anda nú....og nokkrar staðreyndir með...
Hér eru nokkra staðreyndir fyrir ykkur að melta....þeim hefur ekkert verið flaggað en þyrftu kannski að koma fram.
Við lögðum niður framkvæmda- og eignaráð og létum borgarráð fara með hlutverk þess.
Sparnaður: 12 milljónir á ári.
Við sameinuðum leikskólaráð og menntaráð:
Sparnaður: 14 milljónir á ári
Við lögðum niður framtalsnefnd ( sem ég hef ekki hugmynd um hvað gerði.)
Sparnaður: 7 milljónir á ári.
Svo höfum hefur umhverfisráð farið með hlutverk heilbrigðisnefndar og ef það verður svo til áramóta sparast þar 3 milljónir.
Þetta eru samtals 36 milljónir.
Kostnaðaraukning v. leiðréttingar launa varaborgarfulltrúa: 5 milljónir ( sem btw hafa verið með þessu fyrirkomulagi sl. 8 ár.)
Mismunur: 31 milljón í sparnað.
Þó að þessi mál tengist ekki alveg beint tengist hvort tveggja fyrst og fremst launum borgarfulltrúa.
Segðið mér nú að við séum að bruðla í launamálum borgarfulltrúa?
Hanna Birna er að reyna að finna flöt á gagnrýni, það er kannski vinnan hennar en þessi var afar slöpp og í raun byggð á rangtúlkunum og útúrsnúningi, það var hún sem klikkaði á að klára endurskipulagningu launagreiðslna til varamannanna einsog til stóð.
Fimm milljónir í vasa varaborgarfulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.