Ótrúlegt ríki....ofurofríki

Þetta er ekki fallegt mál, en maður bjóst svosem ekki við öðru af Kínverskum yfirvöldum en ég vona það besta.

Annars er ég ánægðastur með borgarstjórann okkar sem fyrstur leiðtoga landsins vakti athygli á þessu máli og beindi gagnrýni sinni til kínverskra yfirvalda.

Mér líður vel að vera í þeim flokki....

Frið og mannréttindi frekar en fé og spillingu.

Það má geta þess að það er stór hópur fólks hér á landi í að vinna að viðamiklu fjármál og menningarsambandi við Kína, það er afar ósmekklegt og þvílík tímaskekkja.

Auk þess að bera þess glöggt vitni að það fólk hefur ekkert lært af fyrri mistökum.

 Nú vil ég að allar höfuðbrgir heims reisi styttu af námsmanninum sem stóð gegn skriðdrekanum, nema án skriðdrekans, leyfa honum að standa frjálsum og óáreittum um allann heim til að minnast þeirra sem dóu og annarra glæpa Kínastjórnar.

Kv Gústi


mbl.is Eiginkona Xiaobao „horfin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er hryllilegt þetta sem yfirvöld gera í Kína. Það er ekkert að sjálfu fólkinu í Kína. Ekki frekar enn á Íslandi. Málið er að það fólk sem velst til valdastarfa þolir ekki álagið af völdunum og klikkast hreinlega. Einfalt mál.

Nóbelshafin er bara einn fangi af tugþúsundum sem sitja í fangelsum fyrir engar og litlar sakir. Fangar eru pyntaður, aflífaður og hlutir úr þeim seldir á svarta markaði.

Embættismannaspillingin er æfintýraleg, skaðleg og venjulegt fólk fær EKKERT fyrir skattanma sína nema þeir sem búa í borgum. Og þá lítið og oft seint. 

Sama þróun er þar og var á Íslandi að höfðingjarnir hafa ekki tíma fyrir fólkið. Það er upptekið af að koma sér sjálfu fyrir og fjölskyldum sínum. Og það tekur stundum nokkara ættliði.

Fangelsi á Íslandi var lokað í Reykjavík í kringum 1980 til 1990, ég nenni ekki að fletta því upp. Pyntingar í fangelsum var daglegt brauð, rannsókn gekk hægt og það þurfti sendinefnd frá Evrópudómstól til að koma til Íslands og vitna í einhverja samninga til að fá þetta gert.

Árum saman reyndu fangar og aðstandendur fanga að vekja athygli á þessu. Án árangurs. Fólkið almennt á Íslandi hefur engan áhuga á mannréttindamálum, nema að mannréttindi séu stunduð nógu langt burtu frá því. Ekki heima hjá því.

Íslendingar hafa ekki efni á að kritisera önnur yfirvöld í þessum efnum. Enn ég er samt ánægður að Jón Gnarr sendir þeim tónin. Hann hefur efni á því núna.

Hann er nýbyrjaður í þessum bransa og er ég viss um að hann er meðvitaðri um hversu mannskemmandi embætti hann gegnir. Þú mátt heilsa honum frá mér og óska ég honum alls hins besta. Ef hann fer í framboð í Alþingiskosningar þá kýs ég hann.

Kínverska stjórnin er gjörspillt, enn ekkert miðað við valdstjórnir almennt í ríkjum evrópu eða í heiminum almennt. Að vera í Ríkisstjórn hvaða lands sem er, er allra sóðalegasta vinna sem til er...

Óskar Arnórsson, 10.10.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband