Tvö lið?

 

Ég hef verið að spyrja mig að því hvort við séum í frímínútum að skipta í lið síðustu vikur,  endalaust virðist vera um hægri skoðun vs. vinstri skoðun og lítið um tilraunir til að finna nýja leið til að skoða hlutina, gefast upp á gömlum hugmyndum og byrja uppá nýtt.

Hvalveiðimálið er að verða eitt sterkasta dæmið um þetta, týpískt spin sem útilokar alla rökhugsun og skoðanir fólks hreinlega stöðva það í að skoða staðreyndir.

Við virðumst missa rannsóknarhæfni og rökhugsun, við draumkenndu vinstri svartsýnis lúðarnir með hatri á illa spilltum öflum þessa lands og þið draumkenndu hægri bjartsýnis lúðarnir með ótta við hvað koma skal ef ykkar ástkæru Sjálfstæðismenn ekki verða áfram við völd og ég lái ykkur ekkert við þekkjum ekkert annað í raun og veru, ekki hefði ég hætt á brjósti ef það hefði verið eitthvað val í mínum höndum.

Í öfgakenndri og heimskulegri umræðu um að hvort sé betra berjast menn í tveim fylkingum,  í einum búðunum bíða menn og vona og virðast trúa að allt verði aftur sem fyrr að við séum að berjast fyrir því íslandi sem við höfum þekkt í 18 ár, í hinum er hvatt til algjörrar hreinsunar og jafnvel á köflum daðrað við einelti og persónugervingu vandans í Davíð Oddsyni!!

Er þetta ekki að verða gott?

Manneskjan er gráðug og skilin eftir nógu langi með völd og peninga spillumst við öll.....

Plögg ALLRA flokka landsins eru fín og ég persónulega gæti kosið þau öll......

Skoðum við hvert mál hvort það sé jafnvel möguleiki að bæði öflin hafi rang fyrir sér, að það geti hugsast að það sé önnur leið betri  og greiðfærari en rykfallnir stjórnmálamenn slá upp sem sinni leið.

Með þessu áframhaldi gerum við fátt annað en að sanna orð Jónasar Kristjánssonar fyrrv. ritstjóra að þjóðin sé vanhæf til að velja sér fólk til valda, og það bjóst ég nú ekki við að ég myndi benda á Jónas sjálfann sem vonarglætu, hann hefur nefnilega dæmt mig ýmist alltof vel sem eða allt of illa sem matreiðslumann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband