4.3.2009 | 12:17
Mjög gott skref, erfitt kannski en gott
Til að byrja með eru afar fáar fjölskyldur með þrjá unglinga yfir 16 ára á heimilinu og ef svo er er kominn tími til að þeir taki þátt í heimilishaldinu.
Ríkissjónvarpið er ein af okkar mikilvægustu menningarstofnunum og nú þegar upp er staðið er það líka í raun og veru eina sjónvarpið sem við höfum efni á, það er alveg öruggt að ef Ríkissjónvarpsins hefði ekki notið við værum við (enn) óupplýstari og fátækari þjóð í dag.
Innlend dagskrárgerð væri ekki til því að hvers vegna ættu sjálfstæð fyrirtæki með báðar fætur í frjálshyggjuforinni að tapa viljandi peningum á að búa til sjónvarp? Ef sjónvarpsins hefði ekki notið við hefði það lagst af fyrir löngu.
Skjár einn er meira að segja hættur því þó að sjónvarpið sé til staðar, láta nægja að framleiða fyrir sig Singing Bee og Fyndin myndbönd, ok segjum að við séum komin til 2070, viljum við að einu minjarnar á filmu um nútímann verði Jónsi í svörtum fötum að láta falskt fólk syngja texta og hlæja hrossalega við undirleik Buffs? Flippað
Stöð tvö hefur staðið sig vel í að framleiða gott efni inná milli enda algjörlega háð áskriftinni og samt er það múltímilljarða tapfíaskó undir stjórn eins af aðal frjálshyggjupésum landsins og fyrrum aðstoðarmanni Davíðs, þar eru menn í gíslingu áskriftarinnar og horfa með öfund á vini sína hinum meginn, en hvað er maður að kaupa fyrir 6000 á mánuði(ekki ég)?
Skjár einn er sérstök tapdeild innan Símans(okkar) þarsem heimskan og froðan ræður völdum, að mínu mati en ég er hrokafullur og þið fyrirgefið, þar er skipulega tapað peningum úr fyrirtæki sem við seldum vissulega dýrum dómu en hver borgar það haldið þið þegar upp er staðið?
Við erum nottla með nefskatt þá í símareikningum semborgar Skjá Einn er það ekki?
Stöndum saman um RÚV sem sýnir sig í vetur ásamt MBL sjónvarp(ekki restin) að vera eini þokkalega áreiðanlegi miðillinn okkar.
Afnotagjöld RÚV í einni greiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til að byrja með eru afar fáar fjölskyldur með þrjá unglinga yfir 16 ára á heimilinu
já þú heldur það...hitt er betra að vita að fjölmargar fjölskyldur eru til þar sem 3 eða fleiri unglingar eru á heimilinu enn enda flestir í skóla.
og ef svo er er kominn tími til að þeir taki þátt í heimilishaldinu.
Mikið er nú gott að eiga svona fyrirmyndaruppalenda sem getur gefið okkur hinum ráð hvernig borga skal reikninga sem dynja á heimili landsins frá ríkisvaldinu. Þetta er aumur rökstuðningur fyrir enn einni skattaáþján á íslensk heimili... og hafðu það
Katrín, 4.3.2009 kl. 12:57
Við hefðum getað horft á kanasjónvarpið allan tímann. Það var quality efni. Svo kom RÚV, og við fengum útvarpsþætti sýnda í sjónvarpinu.
Það fór ekki að batna efnið fyrr en Stöð 2 kom. Og það er val, algjörlega. Og Skjár 1 er val - ef þú vilt ekki borga í gegnum Símann, þá bara Vodafone. Eða hvað sem hitt félagið hét nú... það eru nokkur.
Það allra versta er samt allt bruðlið. Hefuru komið inn í kofann þeirra á efstaleiti? Það kostar hrúgu af pening bara að vera með það hús. Það er langt frá því að vera praktískt.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2009 kl. 13:01
Hehe, ég er nú ekki í neinu uppeldishlutverki hér, ég er að taka sénsinn á að verja eina af þeim fáu stofnunum okkar sem ég styð, ég er ekkert að gera lítið úr neinum.
Við vorum að borga afnotagjöld með tilheyrandi innheimtu og eltingaleikjum, þetta er í raun einföldun á því hallærislega kerfi þarsem fólk sem þóttist ekki með sjónvarp gat átt von á embættimönnum á hurðina hjá sér að "athuga".
Svo hvað við köllum unglinga er bara hártogun sem ég vill ekkert fara útí, en 3 börn á aldrinum 16-19 er vel af sér vikið og hrósa ég fólki sem getur slikt það eru fyrirmyndaruppalendur, það hlítur samt að vera frekar sjaldgæft svona tölfræðilega.´
Ég er ekkert að gefa ráð um uppeldi né fjármál heimilanna, ég er að færa rök fyrir RÚV, stofnun sem ég trúi á og í raun eina miðlinum sem við höfum efni á. Ég átta mig á að það er ekkert vinsæl skoðun og tek því sem hverju öðru hundsbiti, en eftir að hafa skoðað málið og vegið sögulegt og menningarlegt gildi þá trúi ég að við eigum að viðhalda vexti og blómlegs starfs RÚV og leyfa hinum fyrirtækjunum að fara á hausinn þarsem þau eru svo sannarlega gjaldþrota.
Ég er ekkert að taka afstöðu gegn heimilum landsins, ég er aðeins að benda á hversu mikilvægt RÚV er fyrir okkur.
Einhver Ágúst, 4.3.2009 kl. 13:17
Auk þess borgar enginn unglingur sem er undir skattleysismörkum, en þau eru um 1.360.000 krónur vegna ársins 2008.
Þetta er minni kostnaður fyrir okkur neytendur þar sem að við erum ekki að borga fyrir innheimtuþjónustu RÚV sem var ca 60% af afnotagjöldunum fyrir breytingu.
Við erum að borga minna og fá meira svo menn mega alveg kynna sér málin aðeins áður en þeir byrja að kvarta
Alfreð (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:36
Rétt Ásgrímur enda er gríðarmikilvægt að veita fyrirtækjum aðhald og það er svo annar kafli, og svo er nottla fyndið að hafa þarna presta og pólitíkusa sem stjóra.
Val er flott, ég er einmitt innná því en þegar valið er bara skuggafyrirtæki fyrir glæpamenn og pólitíkusa til að stjórna umræðunni með að færa svo tapreksturin inná önnur fyrirtæki er nú spurning um það sama, veita fyrirtækjum aðhald.
Hvar er neytendum sagt að Síminn færi Skjá Einn sem tap í rekstri sínum?
Ég er gríðarlegur stuðningsmaður frelsis innan ramma, það er að ég held eina leiðin okkar, að taka hugmyndir hægri/vinstri vitleysunnar og slá þeim saman, til að mynda samfélag þarsem ég og þú/þið getum valið hvaða bakarí við förum í byggt á verði og gæðum og ríkið fylgist bara með að bakarinn fari að heilbrigðis-/ samkeppnis og siðferðislegum lögum og reglum.
Fjölmiðill rekinn í 300 þúsund manna samfélagi er og verður alltaf erfitt fyrirbæri, við erum hreinlega of lítil til að reka slíkt í raun og veru, en einsleitar amerískar stöðvar sem flytja bara inn efni og ausa þarmeð peningum úr landinu geta ekki verið svakalega praktískar til lengdar.....
Og já þegar stöð 2 byrjaði (1986) þá var RÚV að slíta unglingsárunum og vaknaði vð að sjá nýju sætu stelpuna í bekknum, fram að því hafði nú verið framleitt margt sniðugt sem vert er að skoða og fólk sem seinna átti að hafa mikil áhrif á okkur menningarlega sleit þar barnskónum fyrir framan kameruna og til dæmis allir sem komu að börnum náttúrunnar fengu sína upphaflegu reynslu á RÚV.
Menningarlegt, upplýsingalegt og samfélagslegt gildi RÚV er gríðarlegt, auk öryggissins að hafa einn miðil sem sendir út í opinni dagskrá um allt land þarsem við búum í viðsjáarverðu landi þarsem hætturnar leynast innanfrá einsog við sáum 2008 með náttúruhamförum og innherjaglæpaviðskiptahruni sem var svo algjört að hrikti í.
Einhver Ágúst, 4.3.2009 kl. 13:40
Að taka til hendinni. Gústi minn, þú varst ekkert smá efnilegur alla þriðjudaga í den
Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.3.2009 kl. 14:21
Já klósettinn og þvotturinn fengu að finna fyrir því , og þvílíkt sem drengurinn var glaður........
Einhver Ágúst, 5.3.2009 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.